Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Page 28
Kristján Sólmundsson:
OHEPPNI?
NEI, AÐ MESTU ÞEKKINGARLEYSI:
T7 yrir nokkrum árum var ég á laxveið-
um í á hér í nágrenni Reykjavíkur,
sem ég hirði ekki um að nefna. Var ég
staddur við frekar lítinn hyl og veiddi
með flugu, en varð ekki var. Ekki var
ég þolinn með fluguna í þá daga, og fer
að hugsa um að reynandi væri að prófa
eitthvað annað. Maðk hafði ég ekki, en
töluvert af jámarusli. Vegna þess, að
hylurinn var grunnur og vatnið frekar
glært, valdi ég lítið gylt minno, sem
ég hafði þó aldrei notað áður. Strax í
fyrsta kastinu tekur lax, tók hann hægt
og nokkuð djúpt, svo að ég gerði ráð
fyrir, að hann væri vel fastur.
Laxinn lét mjög illa, og fann ég fljót-
lega að hann var stór. Stöngin, sem ég
hafði var mjög stíf og lurkur mikill,
og þekkti ég ekkert inn á hana, þvi að
ég hafði aldrei notað stöngina fyrr,
hafði hana aðeins að láni.
Þarna við hylinn voru fáir löndunar-
staðir, en þó var á einum stað dálítil vík,
sem allgott var að landa í, ef tækist að
stýra fiskinum inn í hana. Fór ég nú að
reyna þetta, en fiskurinn sem ég áætlaði
um 18—20 pund, var þungur fyrir og
seigur. Leiddist mér nú þófið og fór að
þyngja allmikið á honum, þar til hann
var nærri strandaður í víkinni. Sá ég þá,
mér til skelfingar, að önglarnir sitja all-
ir upp í fiskinum og („minnou“)-taum-
urinn (sem var úr snúnu girni) var að
slitna í sundur, og skifti það engum tog-
um, að ég hljóp niður í víkina og ætl-
aði að reyna að grípa laxinn áður en
hann næði að snúa við, en ég varð of
seinn, og skildi þar með okkur.
Varla var ég búinn að átta mig á öllu
þessu, þegar allt var orðið kvikt í hyln-
um og margir laxar á lofti í einu og
kastast þeir áfram með mikilli styggð,
líkt og maður gæti hugsað sér, ef selur
hefði þama komið. Var mikið umrót í
hylnum dálitla stund og gruggaðist vatn-
ið talsvert upp á tímabili. Nú hefi ég
oft mist fisk bæði fyrr og síðar, en ég
man ekki eftir, að mér félli það nokkru
sinni eins illa og í þetta sinn, því að ég
var ekki í neinum vafa um það, að lax-
inn, sem ég missti kom öllu þessu róti af
stað, og hefir verið óður af hræðslu og
sársauka. Ég fékk þama alvarlega ráðn-
ingu og áminningu um það, að þegar
maður veiðir á spón, minno, eða
maðk, verður ávallt að vera eins traust
í öllum útbúnaði, sem tilheyrir þessum
tækjum eins og frekast er unnt. Því að
ef spónn eða minno verður eftir í
munni fiskjarins, veslast hann upp og
drepst við hinar mestu hörmungar. —
Það sama á við um maðköngulinn, ef
hann situr í magaopinu eða tálknum, og
eru þess of mörg dæmi.
Það er nú alltaf létt að vera skynsam-
ur eftir á. Og sé ég nú margar vitleysur,
sem ég gerði þegar þetta atvikaðist. En
tvær þær verstu vil ég minnast á hér.
I fyrsta lagi notaði ég allt of stífa stöng
fyrir svona lítið minno og í öðru lagi
hafði ég ekki hugsun á að leggja öngnl-
tauminn (ég á hér ekki við aðaltaum-
inn,þvíaðhannnota ég alltaf úr stálvír)
í bleyti áður en ég brúkaði hann, því að
þegar laxinn tekur strax eins og þarna
átti sér stað, er gimið þurt og hart og
26