Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Qupperneq 31
því stafrófi er að hætta allri netaveiði í
þeim — hverju nafni sem nefnist, —
annar stafurinn er að koma upp smá
veiðimannaskálum og þriðji stafurinn er
að hafa smábáta á vötnum, helzt með
utanborðs mótora. Þetta er allur galdur-
inn, því öll þessi vötn er hægt að leigja
útlendum sem innlendum fyrir sann-
gjamt verð, og með því auka ferða-
mannastraum til landsins, sýslunnar og
hreppanna — sem svo leiðir af sér bætt-
an hag margra einstaklinga — og ótal
margra tækifæra sem vinkynningar á
milli útlendra og innlendra, ætíð hafa
í för með sér.
Ég sný mér nú að Langavatni aftur.
Þegar ég í fyrsta skipti kom þangað og
leit yfir það og umhverfið, var sem opn-
aðist fyrir mér nýtt „Gosen“ land. Eng-
lendingar myndu segja: Já hreinasta
„Eldorado“. Hér er náttúran í allri
sinni dýrð. Aðeins 6 tíma ferð frá höf-
uðstað landsins.
öll vötn meira og minna með tals-
verðri gnægð af silungi — (bleikja og
urriði — mismunandi stór — og mis-
munandi feitur). Fuglalífið framúr-
skarandi fjölbreytt og fegurðin stór-
kostleg. — Ég skoðaði því ekki huga
minn um að taka öll þessi vötn á leigu
(áður hafði ég leigt Gljúfurá og hluta
af Langavatni, sem hún rennur úr). —
En til að gera allt greiðfærara, lagði ég
í þann kostnað að ryðja veg frá Svigna-
skarði, fram að Grísatungu, að svoköll-
uðum Þinghól (þar sem ögmundur sjóni
og Egill Skallagrímsson deildu, sjá Eg-
ilssögu), sem kostaði mig um kr. 3000,-
00. Og svo ætla ég Borgnesingum og
Borgarhreppi að fullgera þennan veg
fram að Langavatni, og er þá bílfært
inn sð þessum kluta fósturjarðarinnar,
sem öllum aéilum er til minnkunar að
ekki hefir verið í keyrum hafð'ir fy-.ri
en nú, því að mínu áliti er hér, ef til
Langavatn, þar sem Langá og Gljúfurá
falla úr vatninu.
vill, á uppsiglingu einhver sá allra
frægasti veiðistaður, ekki eingöngu hér
á landi, heldur í allri álfunni, þegar tek-
ið er tillit til hversu kostnaðarlítið í
raun og veru er að komast þangað og
ódýrt að vera þar, til að safna kröftum
í heiðskýrri heiðanáttúru og við yl hinn-
ar íslenzku fjallasólar.
Það stendur nú til að ég byggi þarna
í suriar, skála, sem tekur 10—12 manns,
með eldhúsi. Tjöld verða einnig notuð,
sömuleiðis bátar með mótorum, ef gjald-
eyrisnefndin leyfir innflutning á þeim.
Allar tilfæringar myndu fást frá næstu
bæjum, Tandraseli og Múlakoti, og nú
nenni ég ekki meir.
Sjáumst heil upp við Langavatn í
sumar.
Skrifað á þrettánda dag jóla 1940.
Hafið þér ekki gaman af að lesa „Veiði-
manninn"? Eða eruð þér óánægður, og
finnst yður eitthvað vanta. Útgefendur
,,Veiðimannsins“ þola vel að heyra gagn-
rýni, sem byggð er á rökum. Sendið oss
línu, og vér munum birta álit yðar eftir
því sem rúm leyfir. Útgáfa þessa rits er
fyrst og fremst tilraun, og margt stendur
til bóta enn. „Veiðimaðurinn“ vill einnig
birta stuttar veiðisögur (sannar!), góðar
myndir og leiðbeiningar fyrir veiðimenn.
Utanáskrift er: ,,Veiðimaðurinn“, P. O.
Box 726.
29