Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Side 29

Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Side 29
Gjöra aðrir betur? Gísli Ásgeirsson frá Álftamýri, á 90. ári, með 9 pd. lax nýveiddan í Bngðu (sumarið 1951). Eftir því sem áhorfend- ur skýrðu blaðinu frá, voru engin elli- mörk sjáanleg á gamla manninum, þeg- ar hann var að þreyta laxinn, og þurfti hann þó stundum að vera viðbragðs- fljótur, eins og títt er í viðureign við nýgengna fiska. inni ánægju, því það er fátt, sem jafnast á við hvíldina eftir góðan veiðidag. Hvað finnst ykkur? Úr Angling. Hvað veldur? Það mun vera otðinn fastur siður lijá flestum þjóðum, þar sem veiðiíþróttin hefur náð nokkurri ótbreiðslu, að efnt sé til árlegrar keppni í köstum. T. d. mun þetta vera gert allstaðar á Norður- löndum, nema íslandi. Eins og allir vita er kastleiknin eitt af frumskilyrðum þess, að menn geti orðið góðir og fengsælir veiðimenn. Sá, sem kastar stutt og illa hefir minni möguleika til þess að veiða heldur en hinn, sem kastar langt og vel. Kemnr þar margt til greina, sem veiðimenn vita flestir og ekki verður rætt nánar hér að þessu sinni. F.n það gegnir sama máli um þessa íþrótt eins og allar aðrar, að þar næst ekki árangur án æfingar. Aðrir íþróttamenn gætu litlar vonir gert sér um viðunan- legan árangur, ef þeir æfðu sig aldrei milli þess, sem þeir eru að keppa. Hins- vegar er mjög hætt við að áhugi margra mundi dvína, ef þeir ættu aldrei von á að fá tækfæri til að þrevta leik við aðra í keppni. Þessu er eins farið um kastíþróttina. Menn þurfa mikla æfingu til þess að verða góðir kastmenn, en þeir mundu flestir æfa sig miklu betur, ef kastmót væru háð á hverju ári. Það er því mikils- vert með tilliti til árangurs og ánægju veiðimannanna af íþrótt sinni, að kom- ið verði á mótum í þessari grein. Það er heldur ekki vansalaust, að við íslend- ingar skuluin líklega vera eina veiði- þjóðin, sem ekki hefur komið þessu í framkvæmd, sérstaklega þegar þess er gætt, að við erum hlutfallslega(!) lang- fjölmennasta sportveiðiþjóð heimsins. VEIÐIMAnVRINN 27

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.