Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 10

Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 10
Þrjátíu punrf 09 |nir j/fir. Framhald af frásögnum Heimis Sigurðssonar frá Garði. ÓHÆTT nnm að fullyrða, að enginn stangveiði- maður á íslandi hafi komist x kast við eins marga stórlaxa og Heimir Sigurðsson. í síðasta tölublaði Veiðimannsins voru frásagnir um nokkra þeirra og nú koma fáeinar til viðbótar. Heimir virðist vera mjög fundvís á þá stóru og það er oft og tíðum engu líkara en þeir kjósi heldur að falla fyrir honum en öðrum, sem freista þeirra á sörnu slóðum og á sama tíma. En þetta er þó ekki eins dularfullt og í fljótu bragði mætti ætla, því skýringiir er a. m. k. að nokkru Ieyti sú, að hann þekkir ána flestum eða öll- um mönnum betur. Hann þekkir ekki aðeins veiði- staðina, heldur veit hann líka nákvæmlega á hvaða bletti þarf að kasta til þess að beitan freisti fisksins mest. Hann veit einnig hvar þeir stóru liggja helzt á hverjum veiðistað og er flestum eða öllum kunn- ugri kenjum þeirra og háttum. Ég hef oft undrast, hve vel hann þekkir og man öll sináatriði í straum- lagi árinnar, botn hennar og bakka. Þegar Heimir er að tala um Laxá og lýsa henni, detta mér oft í hug þessar ljóðlínur úr kvæði Tómasar Guðmundssonar um drenginn og fljótið á æskustöðvum hans: / hyljum þess hann j/ekkir sérhvern stein, hann þekkir öll þess hœðadrög og slakka, og ber i minni sérhvert gras og grein, seni grtcnum arini vejur fljótsins bakka. Skýringin er ekki aðeins sú, að hann er fæddur og uppalinn við ána og hefur veitt í henni síðan hann var drengur. Það xnundi ekki nægja öllum til þess að vita eins mikið og hann. Hér kemur líka til at- hyglisgáfa, sem aðeius fáum er gefin, og meðfætt veiðimannseðli; — ,.Men arc to be bora so“. segir VValton, og hann vissi hvað hann söng. Að svo mæltu er bezt að gefa Heimi sjálfum orðið: Tveir frá Tjarnarhólma. MEÐAN dregið var á liöfðum við oft þann sið, að fara yfir svæðið kvölds og morgna á göngutímanum. Ég vildi alltaf fara fyrst yfir með stönginni, áður en farið væri að styggja með neti. Bræðrum mínum var nú illa við þetta, því þeir lréldu því fram, að ég styggði með stöng- inni. Ég kvað það fjarstæðu. En það voru óskráð lög, að fara aldrei út á pramm- anum með stöng fyrr en eftir ádrátt, nema á Tjarnarhólmaflúð, því þar var aldrei hægt að koma netinu við. Eit/t árið, rétt fyrir 1940, fór ég einn daginn sem oftar niður að á til þess að prófa stöngina. Ég reyndi fyrst í Síma- streng, en varð ekki var. Fór þá upp í hólmann, því verið gat að liann yrði gjafmildari að þessu sinni. Ekki hafði ég kastað lengi þegar lax tók og hófust samstundis harðar sviptingar. Ég fann strax að hann mundi verða erfiður við- fangs. Hann þauti fram af flúðinni, út með bakka og niður með Seltanga, kem- ur svo upp undir hólmann og stanzar þar, en ég sé hann ekki. Hann heldur svo upp með hólmanum og inn í hring- pollinn austur úr honum og lét straurn- inn bera sig liægt í hring í langan tíma. Gat ég lítið aðhafst meðan hann hafði það svona, en smám saman tókst mér þó að þreyta hann á þessu hringsóli og ná honum niður á flúðirnar norðan und- ir hólmanum. f þeim svifum kemur Skúli bróðir minn fjúkandi vondur yfir því að ég sé áð styggja dráttinn. Ég var að vísu með fiskinn á miðjum drættinum, en taldi það ekki saka og hélt áfram að 8 Veiðimaburinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.