Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Page 20

Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Page 20
GÍSLI MAGNÚSSON: Veiðilör í Vatnsholtsá og vötn. Sérkennilegasta veiðiferð, sem ég hef farið. ÞAÐ var um miðjan september árið 1939, að svo talaðist til með okkur 5 Borgnesingum, a'ð fara vestur í Staðar- sveit á sjóbirtingsveiðar og vorum við Þorkell Teitsson búnir að tala við Jón bónda Stefánsson í Vatnsholti um veiði- leyfi í vötnum hans og ám. Nú skal greina hverjir veiðifélagarnir voru: Þorkell Teitsson, Þórarinn Ólafs- son, Sigurður Brynjólfsson, Bjarni G. Bachmann og Gísli Magnússon, er línur þessar ritar. Þorkell hafði orð á því við félagana, að hann þyrfti að tína sér söl í ferð þess- ari. Tóku allir því vel, því þetta var nýtit fyrirbæri í veiðiför. Þennan síðsumars- morgun var sólskin og gott veður og fór- um við snemma morguns að búa okkur af stað. horfi út í ána þarna og hugsa um öll árin, sem ég hef verið að kasta á þessa grænu hylji, til þess að fá þennan eina fisk, og nú skuli það hafa tekist. Ég ætti vitanlega að.vera glaður, en innra með mér finnst nrér þó ég geta grátið. Þetta er undarlegt. En ef ég . . . . Nei, lrvað sé ég! Drottinn nrinn! Sáuð þið þetta? Það var einn að reyna að kom- ast upp fossinn. Konungur allra fiska. Hann var tvisvar sinnunr stærri en þessi. Hvar er stóra stöngin mín? Fljótir nú! Bílstjóri og eigandi bílsins var hinn góðkunni Þórarinn Ólafsson, sem alltaf stóð sig ágætlega. Við Þorkell vorunr fyrstir í bílinn. Þegar við renndum framhjá búð Bjarna Guðjónssonar, sagðist Þorkell þurfa að fá sér eitthvað gott til viðbótar við nesti sitt, þess þurfti ég einnig, en um leið og ég fer út úr bílnum, er þar fyrir maður og spyr hann mig, hvað eigi nú að fara? Svara ég því til, að við ætlum nokkrir að bregða okkur vestur í Staðarsveit og tína söl fyrir „Roosevelt“. Rak hann þá upp hlátur og hrópaði: „Fyrir Roosevelt“, en ég heyrði þá liærra hlegið við búðardyr Bjarna. Hafði þá Þorkell heyrt til okkar og sagði við mig þegar ég kom inn í búðina, að þetta byrjaði vel. Svo keyptum við nauðsynjar okkar og héldum áfram. Litlu síðar kom Sigurður. Var hann fyrirferðarmikill og kvað ekki seinna mega leggja af stað, því þetta væri löng leið. \hð Þorkell héldum að öllu væri óhætt; farartæki og bílstjóri væru í fremstu röð. Síðast \ ar Bjarni tekinn. Við hagræddum okkur vel í bílnum, og að svo búnu var tekið lagið og allir sungu einni rödd: „Af stað, af stað og upp í sveit“ o. s. frv. Oft var sungið: „Suður um höfin að sólgylltri strönd“. Biluðu hvorki söng- raddir, né bíll. Veður var milt og stillt, 18 Veibimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.