Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 20

Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 20
GÍSLI MAGNÚSSON: Veiðilör í Vatnsholtsá og vötn. Sérkennilegasta veiðiferð, sem ég hef farið. ÞAÐ var um miðjan september árið 1939, að svo talaðist til með okkur 5 Borgnesingum, a'ð fara vestur í Staðar- sveit á sjóbirtingsveiðar og vorum við Þorkell Teitsson búnir að tala við Jón bónda Stefánsson í Vatnsholti um veiði- leyfi í vötnum hans og ám. Nú skal greina hverjir veiðifélagarnir voru: Þorkell Teitsson, Þórarinn Ólafs- son, Sigurður Brynjólfsson, Bjarni G. Bachmann og Gísli Magnússon, er línur þessar ritar. Þorkell hafði orð á því við félagana, að hann þyrfti að tína sér söl í ferð þess- ari. Tóku allir því vel, því þetta var nýtit fyrirbæri í veiðiför. Þennan síðsumars- morgun var sólskin og gott veður og fór- um við snemma morguns að búa okkur af stað. horfi út í ána þarna og hugsa um öll árin, sem ég hef verið að kasta á þessa grænu hylji, til þess að fá þennan eina fisk, og nú skuli það hafa tekist. Ég ætti vitanlega að.vera glaður, en innra með mér finnst nrér þó ég geta grátið. Þetta er undarlegt. En ef ég . . . . Nei, lrvað sé ég! Drottinn nrinn! Sáuð þið þetta? Það var einn að reyna að kom- ast upp fossinn. Konungur allra fiska. Hann var tvisvar sinnunr stærri en þessi. Hvar er stóra stöngin mín? Fljótir nú! Bílstjóri og eigandi bílsins var hinn góðkunni Þórarinn Ólafsson, sem alltaf stóð sig ágætlega. Við Þorkell vorunr fyrstir í bílinn. Þegar við renndum framhjá búð Bjarna Guðjónssonar, sagðist Þorkell þurfa að fá sér eitthvað gott til viðbótar við nesti sitt, þess þurfti ég einnig, en um leið og ég fer út úr bílnum, er þar fyrir maður og spyr hann mig, hvað eigi nú að fara? Svara ég því til, að við ætlum nokkrir að bregða okkur vestur í Staðarsveit og tína söl fyrir „Roosevelt“. Rak hann þá upp hlátur og hrópaði: „Fyrir Roosevelt“, en ég heyrði þá liærra hlegið við búðardyr Bjarna. Hafði þá Þorkell heyrt til okkar og sagði við mig þegar ég kom inn í búðina, að þetta byrjaði vel. Svo keyptum við nauðsynjar okkar og héldum áfram. Litlu síðar kom Sigurður. Var hann fyrirferðarmikill og kvað ekki seinna mega leggja af stað, því þetta væri löng leið. \hð Þorkell héldum að öllu væri óhætt; farartæki og bílstjóri væru í fremstu röð. Síðast \ ar Bjarni tekinn. Við hagræddum okkur vel í bílnum, og að svo búnu var tekið lagið og allir sungu einni rödd: „Af stað, af stað og upp í sveit“ o. s. frv. Oft var sungið: „Suður um höfin að sólgylltri strönd“. Biluðu hvorki söng- raddir, né bíll. Veður var milt og stillt, 18 Veibimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.