Bændablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 3. nóvember 2022 er skráð á hlutabréfamarkaði í London og er að þróa og byggja upp vetnis- og ammoníakframleiðslu með endurnýjanlegri orku, m.a. í Paragvæ. Til að framleiða ammoníak sem dygði á allan íslenska skipaflotann þyrfti virkjun með nærri því jafn mikið afl og fæst út úr Kárahnjúkavirkjun. Það myndi síðan draga úr losun skipaflotans sem nemur um 750.000 tonnum af CO2 á ári. Skipafélagið Maersk telur ammoníak mjög álitlegan kost A.P. Moller - Maersk er einn samstarfsaðila Copenhagen Infrastructure Partners (CIP), sem hefur áform um að reisa stærstu „grænu“ ammoníaksverksmiðju Evrópu nærri Esbjerg í Danmörku. Orkan til framleiðslunnar verður framleidd með vindmyllum. Samkvæmt tölum skipafélagsins Maersk er heildarrekstrarkostnaður skipafélaga við notkun áðurnefndra endurnýjanlegra eldsneytistegunda sagður lægstur með því að nota ammoníak. Niðurstaða Maers er að ammoníak sé líklegt til að spila stórt hlutverk við að komast niður í núll í losun gróðurhúsalofttegunda (skipa) 2050. Aðrar eldsneytistegundir af þessum toga eins og lífeldsneyti, sem framleiddar eru að hluta með jarðefnaeldsneyti, eru þó enn mun ódýrari en leysa ekki allan vandann varðandi losun CO2. Fjöldi fyrirtækja og stofnana vinna að lausn með notkun ammoníaks Í fundaröð Global Marietime Forum í sumar voru frummælendur frá Marine & Offshore, Loyd‘s, Samsung (skipadeild), Castor initiative, MIN solutions og áburðar- og ammoníkframleiðandanum YARA. Allir ræddu þessir frummælendur um mikilvægi þess að fullmóta regluverkið svo nota megi ammoníak sem eldsneyti á skip í framtíðinni. Tæknilausnir og regluverk er talið verða tilbúið fyrir lok árs 2024 og skip geti verið komin í notkun fyrir 2030. Castor initiative er sameiginlegt félag í eigu lloyd‘s Register, Samsung Heavy Industries, MISC/ AET. Það stefnir á að vera tilbúið með fyrsta ammoníaksknúna „tvinnorku“ tankskipið til notkunar síðla árs 2025 og annað snemma á árinu 2026. Þá hafa 24 norræn fyrirtæki og stofnanir snúið bökum saman um að þróa nýtingu á ammoníaki sem eldsneyti fyrir ferjur og önnur farþegaskip. Wärtsilä smíðar skipavél fyrir ammoníak Finnski vélaframleiðandinn Wärtsilä og skipafyrirtækið Grieg Edge vinna nú í sameiningu við smíði á ammoníaksknúnu tankskipi sem hleypa á af stokkunum 2024. Verkefnið gengur undir heitinu „The MS Green Ammonia project „ og er afrakstur norrænnar samvinnu um losunarfríar lausnir í skipum. Norski fjárfestingasjóðurinn Pilot-E leggur m.a. 46,3 milljónir evra í þetta verkefni. Þá setti Evrópusambandið í gegnum Horizon Europe rannsóknarsjóðinn 10 milljónir evra fyrr á þessu ári til að flýta þessari þróunarvinnu Wärtsilä. Er þar bæði verið að þróa tvígengis- og fjórgengis ammoníaksvélar í skip. Wärtsilä kynnti þessi áform sín í júlí 2020 og hófust tilraunir við notkun á ammoníaki í fjögurra strokka breyttri dísilvél í skip í Stord í Noregi í ársbyrjun 2021. Verkefni Wärtsilä er komið vel á veg og hófst tilraunakeyrsla á fjölorkuvélbúnaði í júní 2021. Með því að blanda 80% af ammoníaki saman við dísilolíu minnkaði kolefnisútblástur vélarinnar um 60%, sem er meira en markmið IMO (International Maritime Organization) gengur út á að ná fyrir árið 2050. Á næsta ári, 2023, reikna sérfræðingar Wärtsilä með að vera komnir með vél fyrir skip sem getur keyrt á hreinu ammoníaki og losar þá ekkert CO2. Wärtsilä hefur líka sýnt fram á góðan árangur af notkun á vetni og metanóli í slíkum tilraunum. Verkefnið skiptir sköpum í skipaflutningum „Ammoníak sem eldsneyti er mjög góður kostur, sérstaklega fyrir siglingar á úthafinu,“ segir Hans Anton Tvete, verkefnisstjóri rannsóknar og þróunar hjá DNV. Dr. Paolo Sementa og dr. Cinzia Tornatore hjá CNR (Institute of Sciences and Technologies for Sustainable Energy and Mobility) taka í sama streng í grein á vefsíðu Wärtsilä. „Ammoníak er mjög líklegur arftaki olíunnar til að ná verulegum árangri í að minnka losun kolefnis og annarra gróðurhúsalofttegunda í siglingum. Þetta metnaðarfulla verkefni mun skipta sköpum er varðar umhverfisáhrif í skipaflutningum.“ Vélaframleiðandinn MAN smíðar vél fyrir ammoníak Þýski vélaframleiðandinn MAN vinnur að þróun fjölorku tvígengis- véla fyrir skip. Verkefnið hófst 2019 og markmiðið er að vél sem gengur fyrir ammoníaki verði tilbúin á markað snemma árs 2024. Í kjölfarið er hugmyndin að bjóða upp á pakka þegar á árinu 2025 sem miðar að breytingum á dísilvélum sem þegar eru í notkun svo hægt sé að brenna í þeim ammoníaki. Einnig þarf þá að setja upp sérstaka tanka og búnað til átöppunar á ammoníaki. Orkuskipti á Íslandi er risavaxið mál Af umræðunni í þjóðfélaginu, jafnvel hjá stjórnmálamönnum sem vilja láta taka sig alvarlega, mætti samt ætla að orkuskipti sé lítið sætt gæluverkefni, sem leysa megi með huggulegum heimarafstöðvum og umframorku í raforkukerfinu. Allt slíkt tal er fjarri veruleikanum. Raforkuspá orkuspárnefndar fyrir tímabilið 2021 til 2060 telur að tvöfalda þurfi raforkuframleiðsluna á þessu tímabili og ríflega það. Nýjustu tölur sýna að þessi spá felur í sér töluvert vanmat. Líklegra er að auka þurfi núverandi raforkuframleiðslu úr 20 terawattstundum í 44 terawattstundir á ári til að halda uppi núverandi lífskjörum í landinu. Eitt tonn af olíu inniheldur 11,6 megawattstunda orku Til að komast að hagkvæmni hinna ýmsu lausna í mögulegum orkuskiptum hafa menn reiknað út samanburðinn við olíuna sem nú er notuð. Samkvæmt útlistun verkfræðistofunnar Eflu inniheldur eitt tonn af olíu um 11,6 megavattstundir (MWh) af orku. Þegar olían er sett í brunavél um borð í skipi, skila um 3,5 MWh af orkunni sér til skrúfunnar til að knýja skipið áfram. Til að ná sömu orku til skrúfu, þ.e. 3,5 MWh, með rafmagni. Þyrfti að hlaða 4,3 MWh af raforku eru settar inn á rafhlöðu. Orkutapið við hleðslu rafgeyma og við afhleðslu er um 0,8 MWh. Ríflega 8.000 tonna rafhlöðu þyrfti fyrir 30 daga úthald á frystitogara Bein notkun á raforku frá rafgeymum væri langbesta leiðin ef einungis er horft á orkutap, en gallinn er hversu afskaplega léleg orkuþéttni geymanna er, þ.e. hvað þeir geyma litla raforku miðað við þyngd 0,5 MJ/ kg til mest 1,5 MJ/kg. Við núverandi tækni í framleiðslu rafgeyma þykir ljóst að þessi leið gengur ekki upp þegar um langt úthald og langar siglingar er að ræða. Íslenskir frystitogarar eru t.d. að veiðum í allt að mánuð í senn. Sem dæmi þá vegur 85 kílówattstunda (kWh) rafhlaða í Tesla Model S 544 kg. Það er mjög dýrt í framleiðslu og er samsett úr 7.104 liþíum-jóna rafhlöðueiningum sem er pakkað í 16 samsettar einingar. Þá vegur 100 kWh rafhlaða (0,1 MWh) í Tesla 625 kg. Samkvæmt upplýsingum í skýrslu Brims 2021 um sjálfbærni og þróun, notar ísfisktogari um 239 lítra af olíu að meðaltali til að veiða eitt tonn af fiski. Í úttekt Fiskifrétta á þessum málum 2021 kemur fram að frystitogarar geti verið með á bilinu 400 til 700 tonn af olíu í tönkum og noti um 300 til 360 tonn af olíu í 30 daga veiðiferð. Miðað við tölur frá Tesla, þá þyrfti 43 stykki af 100 kWh rafhlöðum til að skila raforku sem jafnast á við afl út í skrúfu frá einu tonn af dísilolíu. Hver rafhlaða vegur 625 kg svo að í heild myndu þær vega tæp 27 tonn. Ef setja ætti Tesla-rafhlöður um borð í hefðbundinn frystitogara, svo þær hefðu orku fyrir 30 daga veiðiferð í stað 300 tonna af olíu, þá þyrfti 12.900 rafhlöður sem vega samtals um 8.063 tonn. Sem dæmi, þá eru tveir stærstu togarar Brims, þeir Akurey og Viðey, rúmlega 1.827 brúttótonn hvor að stærð. Stærstu togarar Samherja, Björg og Björgúlfur, eru tæplega 2.081 brúttótonn. Ef settar yrðu 12.900 stykki af 625 kg rafhlöðum um borð í einhvern þeirra er ljóst að sá togari færi trúlega aldrei langt frá hafnarkantinum. A.P. Moller - Maersk, sem á og rekur samnefnt skipafélag, er einn samstarfsaðila Copenhagen Infrastructure Partners (CIP), sem hefur áform um að reisa stærstu „grænu“ ammoníaksverksmiðju Evrópu nærri Esbjerg í Danmörku. Finnski vélaframleiðandinn Wärtsilä er kominn vel á veg með þróun á ammoníaksknúnum vélum í skip. Í grunninn er þar byggt á smíði dísilvéla. A Wendel ehf. Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík, S:551 5464 - wendel@wendel.is www.wendel.is Hilltip Icestriker 900–1600L Salt og sanddreifari í tveim stærðum fyrir stóra pallbíla og minni vörubíla. Rafdrifinn 12V. Hilltip Icestriker 380–550L Salt og sanddreifarari í tveim stærðum, fyrir minni pallbíla. Rafdrifinn 12V. Hilltip Icestriker 600 TR Rafdrifinn kastdreifari fyrir dráttarvélar m/öflugum efnisskömmtunarbúnaði. Hilltip Snowstriker VP Fjölplógur fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanlegur í 185–240 cm breidd. Hilltip Snowstriker SP Snjótönn fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanleg í 165–240 cm breidd. Hilltip Fjölplógur MVP Fjölplógur fyrir ameríska pallbíla t.d. RAM 3500, GMC 3500 og FORD 350. Vélaframleiðandinn MAN í Þýskalandi veðjar á að ammoníak verð ein af þeim eldsneytistegundum sem mest verði notaðar fyrir siglingar stórra skipa á úthafinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.