Bændablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 3. nóvember 2022 Sauðfjársetur á Ströndum er safn og menningarmiðstöð sem hefur nú verið starfandi í 20 ár. Um er að ræða sjálfseignarstofnun sem starfar í þágu samfélagsins. Höfuðstöðvarnar eru í félags- heimilinu Sævangi, 12 km sunnan við Hólmavík. Starfsemin hefur gengið vel í sumar og gestafjöldi er í takt við það sem best gerðist fyrir Covid. Flestir koma á stórhátíðir eins og Íslandsmótið í hrútadómum, Nát túrubarnahát íð ina og Sviðaveislu að hausti. Safnið var opið daglega frá því seint í maí fram yfir miðjan september, en nú er vetrartími tekinn við og opið eftir samkomulagi og í tengslum við viðburði. Fjórar sögu- og listsýningar eru uppi á Sauðfjársetrinu hverju sinni. Fastasýningin heitir Sauðfé og sveitafólk á Ströndum og er þar fjallað um búskapinn frá ýmsum sjónarhornum. Förufólk & flakkarar er sýning þar sem sagt er frá förufólki sem flakkaði um Ísland fyrr á öldum. Vorið 2022 var svo sett upp ný sýning sem heitir Hvítabirnir í heimsókn. Þar er fjallað um bjarndýrakomur, en þær eru ævintýralegir viðburðir sem magnaðar sögur eru sagðar um. Í kaffistofunni Kaffi Kind er svo ljósmyndasýning, Svipmyndir úr sveitinni: Úr myndaalbúmi Rósu Jónídu á Kirkjubóli. Göngustígur liggur frá safninu út í Orrustutanga og við hann er útisýning með sögulegum fróðleik, þjóðsögum og útilistaverkum. Náttúrubarnaskólinn er svo stórmagnað hliðarverkefni við rekstur Sauðfjársetursins. Þar skoða náttúrubörnin seli, fugla, hreiður og blóm, fara í leiki, föndra og mála, búa til fuglahræður, senda flöskuskeyti og sjóða jurtaseyði. Á hverju sumri er haldin glæsileg þriggja daga Náttúrubarnahátíð fyrir fjölskylduna. Hún einkennist af útivist, fróðleik og skemmtun. Flottir listviðburðir eru á dagskránni, sirkus, leiklist, tónlist, smiðjur og margt fleira. Á afmælisárinu stóð Sauðfjársetur á Ströndum fyrir námskeiði um gerð minjagripa í samstarfi við Sýslið verkstöð á Hólmavík, til að efla vöruþróun og framleiðslu á svæðistengdum minjagripum. Námskeiðið byggði á fyrirlestrum og vinnustofum og var í senn fróðlegt, skemmtilegt og vel sótt. Fram undan er annað námskeið fyrir Strandafólk og nærsveitunga. Þar er fjallað um ritun endurminninga og hvar hægt sé að finna heimildir um fjölskyldusögu. Um það sjá þjóðfræðingarnir Jón Jónsson og Eiríkur Valdimarsson. Nú í haust var Félagi eldri borgara í Strandasýslu boðið í kaffihlaðborð og var það vel sótt. Eldra Strandafólk hefur alltaf staðið þétt á bak við starfsemina og safnastarfið. Þessi velvilji skiptir miklu máli og gaman að þakka fyrir sig. Á afmælisárinu startaði Sauð- fjársetrið einnig hlaðvarpinu Sveitasíminn. Í fyrstu seríu eru sex þættir, aðgengilegir á vefsíðunni saudfjarsetur.is. Á síðustu árum hefur setrið einnig gefið út bækur og núna fyrir jólin kemur út ný bók: Myndir og minningar af Ströndum. Þar hafa yfir fjörutíu einstaklingar skrifað pistil og valið ljósmynd frá liðinni öld til að birta með. Vonast er til að bókin komi úr prentun um mánaðamótin nóvember- desember. Ester Sigfúsdóttir. Útsaums og garnhelgi á Öngulsstöðum með Katý og Garn í gangi 13-15.1’23 Garnhelgarnar með Garn í gangi á Öngulsstöðum eru dekurhelgar þar sem hugur og hönd fá að njóta sín. Á Öngulsstöðum er rekin ferðaþjónastan og veitingarstaðurinn Lambinn Innifalið í helginni er fullt fæði frá föstudagskvöldi til sunnudagsmorguns. Súpa á föstudegi, laugardagur, morgunmatur, hádegisverður, seinnipartskaffi og tveggja rétta kvöldverður. Sunnudagur, morgunmatur og kaffi og smákökur um morguninn. Útsaums- og garnhelgi á Öngulstöðum með Katý og Garn í gangi 13-15.1’23. Garnhelgarnar með Garn í gangi á Öngulstöðum eru dekurhelgar þar sem hugur og hönd fá að njóta sín. Á Öngulstöðum er rekin ferðaþjónusta og veitingastaðurinn Lambinn. Innifalið í helginni er fullt fæði frá föstudagskvöldi til sunnudagsmorguns. Súpa á föstudegi, laugarda ur, morgunmatur, hádegi verður, seinnip rtskaffi og tveggja nátta kvöldverður. Sunnudagur, morgunmatur og kaffi og smákökur um morguninn. www.garnigangi.is KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaðiRANGLA STAFUR HEIÐUR FÁSINNA RJÁL REIÐUR DÍVAN TUNGUMÁL HRÓP ILLVILJI ÁVINNA HÆLA STARFA NÓTA INNHORN LÍKAMS- PARTUR HALLI BURT HRIFSAÐI DUGUR Í RÖÐ SPAÐI FLANDRAHÁVAÐI TVEIR EINS ÁTT BYLUR SKORTIR ENDAST ÞRAUTUPPHAF HVERSU GNAUÐA GLÓSA KÚFAÐUR SLUNGINN GLEYPA BLETTIR STAÐNASINNA- SKIPTI ATHAFNA- SAMUR NAFNGIFT FJAS FLÖKTI TVEIR EINS HLIÐ TÖFRAORÐ KEPPNI HRATT NUGGA LALL FLETIR FUGL MÁNUÐURÞÝÐA KK. NAFN ÁTT SMÁBITI ÖFUG RÖÐ ELDSNEYTI NÆSTUM AFTUR- KALLA SINDRAUMMERKI ÓNOTAST H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 185 ÁRSTÍÐ SPILLA HVIÐA KVK NAFN HAPP- DRÆTTI STEFNUR SÁLDRA KSVISS V E I K J U L Á S VFANGA E I Ð A BRÚKA ÁNÆGJU- BLOSSI N O T A ASIGAÐ T T S K A T T L U R S T I AÐ NIÐRA T I L STEFNA FRÁ BRESTIR FROST- SKEMMD B R A K KRAFSA TVEIR EINS K L Ó R A SPRIKLKVARTA BKÚSTUR TÍUND ASKJA S L A K A ÓHREINKA VÆTU STAÐNA R A K A GÓLA BLÁSA TVEIR EINS GEFA EFTIR V E F A AUSTUR- ÁLFA FRAMVEGIS A S Í A SAKLAUS HEIÐUR S Ý K NFLÉTTA E I MESSING ÞÍÐA L Á T Ú N ÁFORM GOSEFNI Æ T L U NEKKI I Ð A SPOR SÖNG- LEIKUR F A R RUSL ÖFGA- FULLUR H R A F L GILDRASVELGUR F YFIRGAF SKOTT F Ó R LÍFFÆRI N Ý R A FLJÓT- FÆRNI GEYMI R A S G R Í P A KEYRA ANGAN A K A HVAÐ H A MISKUNN NGÓMA R Ó S E M I NÖLDRA TVÍHLJÓÐI T U Ð A ÁTT TVEIR EINS N AHÆGLÆTI A S F A A VESÆLL R A HÝRA U L M A U U R N HEIÐRA SPOR- LÉTTUR V F I R R Á Ð R A MJÖG ÁTT M Y N D : TI G ER EN TE ( CC B Y -S A 3 .0 ) H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 184 Bænda SÖFNIN Í LANDINU OG VINNUM ÚR ÞEIM LAUSNIR TÖKUM AÐ OKKUR VERKEFNI VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is Sauðfjársetur á Ströndum: Safn og menningarmiðstöð Þriggja daga Náttúrubarnahátíð fyrir fjölskylduna fer fram öll sumur. Hún einkennist af útivist, fróðleik og skemmtun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.