Bændablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. nóvember 2022 Streymi heildverslun ehf. Goðanesi 4 603 Akureyri S N V 588 2544 streymi@streymi.is www.streymi.is Miðað við það stutta tímabil sem kýr eru geldar á hverju ári þá hefur það tímabil hlutfallslega mikil áhrif á önnur tímabil innan ársins hjá kúnni. Vel heppnuð geldstaða er nefnilega forsenda þess að ná hárri nyt, mikilli heildarmjólkur- framleiðslu á lífsskeiðinu, langri endingu kúnna sjálfra og góðri heilsu kálfanna. Til þess að ná þessum árangri þarf þó í raun allt að ganga upp og verður hér farið nokkrum orðum yfir fjóra áhersluþætti sem í stuttu máli má kalla GAUM, þ.e. að hverju gefa þarf GAUM þegar hugað er að geldstöðunni: Gelda upp, Aðbúnaði, Ungviði og Mjöltum. Oft er talað um að geldstaðan sé í raun upphaf mjaltaskeiðsins en í raun má skipta árinu niður í nokkur stutt tímabil sem hvert um sig hafa áhrif á kúna og heildarhagkvæmni hennar fyrir kúabúið. Geldstaðan er tímabilið þegar kýrin jafnar sig eftir framleiðslu síðasta mjaltaskeiðs og þegar líkaminn gerir sig á ný tilbúinn í næstu framleiðslulotu. Nú er tækifæri til að byggja upp orkuforða líkamans, fylla á vítamín- og steinefnaforðann og gera kúnni kleift að ná að innbyrða nægt fóður þegar mjólkurfram- leiðslan hefst á ný. Það er á þessu tímabili sem kýrin fær raunverulega hvíld og t.d. ef eitthvað hefur verið að angra hana, t.d. vegna hárrar frumutölu, þá getur hún jafnað sig á því og komið sterk inn á ný en rannsóknir sýna að áhrifamesta leiðin til að ná tökum á hárri frumutölu er með- höndlun í geldstöðunni. Rétt er þó að taka fram að langvirk lyf og lyfjaskammtar eru oftast hannaðir fyrir stór og hámjólka erlend kúakyn og þarf að taka tillit til þess við mögulega lyfjagjöf. Gelda upp Áður en kýrin er gelt upp er mikilvægt að taka spenasýni til þess að geta metið hvort meðhöndla eigi með geldstöðulyfjum eða ekki. Þegar þetta liggur fyrir er hægt að gelda upp og er mælt með því að gera þetta á fyrirfram ákveðnum dögum á búinu, sé búið það stórt að verið sé að gelda upp fleiri en eina kú á sama tíma. Þá geta þessar kýr fylgst að og fengið eins meðhöndlun sem léttir alla vinnu. Á minni búum má t.d. safna kúnum saman og gera þetta á tveggja vikna fresti, til að auka skilvirkni við meðhöndlun geld- kúnna og notast við svokallað „allt inn – allt út“ kerfið sem er mjög þekkt í kjötframleiðslu þegar gripir í einum hóp koma inn saman og fara út saman. Þessi skilvirkni í kjötfram- leiðslu á jafn vel heima þegar horft er til þess að gelda upp kýr. Skýringin á kostum þess að gera þetta svona er fyrst og fremst vegna goggunarraðar hjá kúnum en það veldur alltaf stressi og álagi á kýr að skipta um hópa. Þessu má í raun líkja við það að vikulega sé verið að skipta um starfsfólk á stórum vinnustað og að í hvert skipti sem nýr starfsmaður mætir þyrfti að endurskipuleggja vinnustaðinn þ.e. hver verði yfirmaður, hver sjái um almenn skrifstofustörf o.s.frv. Þetta myndi stórlega draga úr skilvirkni á vinnustað, rétt eins og það gerir hjá kúm. Aðbúnaðurinn Eftir því sem kýrin nálgast væntanlegan burð, vex fóstrið og fer að hafa veruleg áhrif á kúna vegna stærðar sinnar. Það er því mjög mikilvægt að aðstaðan bjóði upp á gott legusvæði og nóg pláss þegar hún þarf að leggjast niður og standa upp. Legurýmið getur þannig haft áhrif á bæði klaufheilsu kúnna, þar sem þær þurfa mögulega að standa lengur en þær vilja, sem og át þeirra vegna þess að þegar þær loksins geta lagst þá er hætt við að þær liggi í raun lengur en þær myndu helst vilja. Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Kýr í geldstöðu þurfa góðan aðbúnað og rétt fóður svo þær geti náð að verða afurðamiklar á mjaltaskeiðinu. Mynd / ghp Velferð: Gefðu geldkúnum GAUM Því fyrr sem kálfurinn fær broddinn, því betra verður það fyrir líf og heilsu hans. Mynd /HMG Þessa dagana er verið að klára haustgróðursetningu í skógrækt. Skógarbændur víða um land hafa fengið sínar plöntur eða eru um það bil að fara að sækja þær á dreifingarstöðvar. S k ó g r æ k t i n hefur fengið sínar plöntur í stóru verkefnin með Land- græðslunni, svo- kölluð Bonn- verkefni, og önnur verkefni í samstarfi við ýmsa aðila. Einkaaðilar fengu sinn skerf og skógræktarfélög sinn. Okkur sýnist að gróðursetning ársins fari yfir 6 milljónir plantna. Þetta er mikilvægt svo Ísland geti náð loftslagsmarkmiðum sínum. Innlendir verktakar í gróður- setningu fá nóg að gera, en þeir eru fáir og því var samið við erlent verktakafyrirtæki til að ná endum saman. Það er eins og í svo mörgu öðru hjá fámennri þjóð. Hins vegar höfum við lært margt gott af samskiptunum við það ágæta gróðursetningarfólk sem hingað hefur komið, m.a. að á löngum degi í júní getur einn maður, vel á sig kominn, gróðursett 10.000 tré. Gróðrarstöðvarnar sem fram- leiða skógarplöntur hafa staðið sig geysivel og vinna nú að því að geta aukið afköstin enn meira. Þá íhuga fleiri aðilar að reisa nýjar gróðrarstöðvar. Ekki veitir af, því allt bendir til þess að þörfin fyrir skógarplöntur aukist verulega á næstu árum. Annað sem getur takmarkað skógrækt og þarf því að leysa er framboð á fjölgunarefni (fræi og græðlingum). Þar dugar ekki hvað sem er, því við gerum kröfur um góða aðlögun og góðan vöxt trjánna. Það vill svo heppilega til að nú er gott fræár á birki og greni á Norður- og Austurlandi. Því er áhersla lögð á að ná inn birgðum til nokkurra ára af þekktum og góðum uppruna fyrir þær tegundir. Þá verður eins mikið tínt af stafafurukönglum og hægt er og tilraun gerð með söfnun lerkiköngla í þeirri von að spírun sé skárri en vaninn er. Skortur á græðlingaefni alaskaaspar hefur lengi verið hamlandi, en unnið er að því að fjölga móðurplöntum af kynbættum og ryðþolnum klónum. Þá er einnig unnið að því að auka framleiðslu á lerkiblendingnum ‘Hrymi’ sem getur vaxið álíka hratt á rýru landi og alaskaösp getur á frjósömu landi. Allt tekur þetta mannskap, tíma og peninga. Fjárfesta þarf í þessum innviðum skógræktar; í framleiðslu fjölgunarefnis, í framleiðslugetu plantna og í því að koma plöntunum í jörð. Ekki síst þarf að fjárfesta í þekkingu á öllum sviðum. Skógræktin vinnur að eflingu skógræktar í þágu stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum og tekur þeirri ábyrgð sem henni er falin mjög alvarlega. Hún vinnur hörðum höndum að því að leysa úr áskorunum sem því fylgja að auka gróðursetningu í landinu. Það hefur í för með sér vinnu með öðrum ríkisaðilum, sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum að margs konar úrlausnarefnum. Oftast er sú vinna ánægjuleg því samstarfsaðilar eru á sama blaði, vita það að Ísland er skuldbundið til að ná tilteknum árangri í loftslagsmálum fyrir 2030 og ætlar sér að verða kolefnishlutlaust 2040. Til þess þarf að vinna ötullega að mörgu, þ.á m. að því að stórauka skógrækt. Tími umræðu og efasemda um loftslagsvána er liðinn. Tími aðgerða er kominn. Ekki er eftir neinu að bíða. Með þekkingu og vísindalegar niðurstöður að vopni getum við gert góðar áætlanir sem taka fullt tillit til ýmiss konar verndarsjónarmiða og ræktað gjöfulan skóg sem er ómissandi hluti af leiðinni að kolefnishlutlausu Íslandi 2040. Skógrækt á litlum hluta landsins getur þarna skipt sköpum. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri. Sex milljóna markinu náð Þröstur Eysteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.