Bændablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. nóvember 2022 Nýverið úhlutaði Svandís Svavars- dóttir matvælaráðherra tæpum 585 milljónum króna í formi styrkja Matvælasjóðs. Lýsti hún, við það tilefni, yfir ánægju sinni vegna jafns kynjahlutfalls þeirra er sóttu um, auk þess hve aðdáunarverður væri sá sköpunar- kraftur og sú áræðni er um- sækjendur byggju yfir. Styrkir sjóðurinn almenna þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum auk stuðnings við vöruþróun og markaðssókn á erlendum mörkuðum. Heilsuvörur sem seljast vel Fyrirtækið Eylíf er eitt þeirra er hlutu styrk Matvælasjóðs nú í ár, en heilsuvörur þess, sem komu á markað í janúar 2020, innihalda hrein íslensk hráefni sjálfbærra auðlinda. Þar má telja kalk og smáþörunga, GeoSilica kísil, kítósan, sem eru náttúrulegar trefjar unnar úr skelfiski, og íslenskar jurtir svo eitthvað sé nefnt, en vörurnar eiga að hafa góð áhrif á bein, hár og húð auk þess sem þær eiga að bæta almenna virkni og líðan liða, meltingar og lifrar. Stofnandinn, Ólöf Rún Tryggva- dóttir, tekur fram að samstarfsaðilar hennar á Grenivík, sérfræðingarnir hjá Pharmarctica, séu algerlega ómetanleg. Þau taka þátt í þróuninni með sérfræðingum frá Matís, gera formúleringar og prufulotur auk þess að standa í framleiðslunni sem er algerlega í þeirra höndum. „Framleiðslan hjá þeim er undir GMP gæðastaðli sem mér finnst mjög mikilvægt fyrir vörurnar. Þórunn I. Lúthersdóttir er í fararbroddi í þróun og samsetningum á Eylíf vörunum hjá þeim,“ segir Ólöf brosandi. Hún segir sölu heilsuvaranna hafa gengið vonum framar frá upphafi. „Fyrsta árið seldum við lagerinn upp, trekk í trekk, byrjuðum í janúar 2020 og tókum stórt stökk á íslenska markaðinn. Vöxturinn var mikill á milli fyrstu tveggja áranna, eða 100%, en núna er salan orðin stöðug og við sjáum kannski fram á 10-15% vöxt nú í ár, sem er eðlilegra.“ Segir Ólöf styrk Matvælsjóðs, alls 10 milljónir króna, koma sér vel, en alveg frá upphafi var áætlað að koma vörum Eylífar á markað erlendis. Jákvætt sé hversu góðar viðtökur íslenska markaðarins hafa verið, en með aukinni þróunarvinnu ættu nú allir agnúar að vera af sem kunna að hafa verið á vörunum síðastliðin tvö ár og því tímabært að halda utan. Stefnan tekin utan landsteinanna Stefnan er tekin, fyrst um sinn, á breskan og þýskan markað, en þannig hittist á, til viðbótar við styrk Matvælasjóðs, að Ólöfu var boðið á viðburð bresk-íslenska viðskiptaráðsins sem var haldinn í íslenska sendiráðinu í London í byrjun októbermánaðar. Eylíf er eitt átta íslenskra sprotafyrirtækja sem boðið var að sækja viðburðinn, þar sem fræðst var um breskan markað, forsvarsmenn þarlendra verslanakeðja kynntu fyrirtæki sín auk almennrar tengslamyndunar. Að auki hefur Ólöf komist í samband við þýskan viðskiptafulltrúa í íslenska sendiráðinu í Berlín, sem hefur aðstoðað marga við að tengjast fyrirtækjum í Þýskalandi. Eins og staðan er núna hefur stefnan verið sett á að hittast snemma næsta árs en þá verður haldinn slíkur viðburður tengingar og munu líklega fleiri íslensk fyrirtæki mæta á staðinn. Til viðbótar komust vörur Eylífs á vef- og sölusíðuna Amazon. com fyrir skemmstu og mun sala á varningnum vera í boði á næstu mánuðum. „Þetta var svo frábær tímasetning og allt á sama tíma,“ segir Ólöf sem hefur, eins og staðan er núna, skráð vörumerki sitt í 30 löndum. Umbúðamerkingarnar eru allar á ensku enda stefnir hún á frekari útflutning síðar, bæði til fleiri landa í Evrópu og svo til Bandaríkjanna – en það að vera með vörumerkið skráð auðveldar ferlið fyrir þá sem vilja selja vörur Eylífar í sínu landi. Ólöf sér fyrir sér að ef dreifingaraðilar erlendis kjósi að hafa merkingarnar á sínu eigin tungumáli muni þeir sjá um það auk markaðs- setningar enda álagningin næg til þess. Verkefnum úthýst til að auðvelda vinnslu Að sögn hefur Ólöf úthýst öllum verkefnum sem hún getur ekki gert sjálf frá upphafi, en starfað ein að verkefninu þar til nú í ágúst sl. þegar ráðinn var inn sölufulltrúi til að sjá um íslenska markaðinn. „Sérfræðingar hjá Matís eru mér innan handar varðandi þróunina, í samstarfi við Pharmarctica, auk þess að kaupa öll hráefni tilbúin af íslenskum fram- leiðendum. Með því að einfalda þannig ferlið og viðskiptamódelið og til að halda kostnaði í lágmarki, þá úthýsi ég semsagt öllum sérfræðiverkefnum á borð við vöruþróun, framleiðslu, dreifingu, greinaskrifum, hönnun, markaðssetningu á netinu og fleira. Þannig hefur litla sprotafyrirtækið sem á Eylíf verið rekið með hagnaði frá byrjun. Það finnst mér alveg einstakt og frábært,“ segir Ólöf, ánægð með framgang mála. „Þegar salan hefst svo erlendis,“ bætir hún við, „mun ég þurfa að ráða starfsfólk í viðskiptaþróun á erlendum mörkuðum með það fyrir augum að auðvelda bæði ferlið og kynningu út fyrir landsteinana og gera mér þannig hlutina sem auðveldasta. Með hægum skrefum er best að stefna á sölu erlendis, lýkur hún máli sínu, því þetta eru stórir markaðir og mjög dýrt að skala sig upp, sérstaklega með tilliti til þess að ég stefni á að vera áfram eini eigandinn. LÍF&STARF HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Hrein íslensk hráefni sjálfbærra auðlinda – Styrkþegi Matvælasjóðs stefnir á útrás Kynningarfundurinn til London, á myndinni eru, auk Ólafar sem stendur fyrir miðju, Þór Sigfús og Alexandra Leeper frá Sjávarklasanum, Hrönn Magnúsdóttir frá Feel Iceland og Guðmundur Fertram frá Kerecis. Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is Sleipnisbikarinn kominn á Hóla Bændasamtök Íslands afhentu Háskólanum á Hólum Sleipnis- bikarinn til varðveislu. Verðlaunagripurinn er æðsta viðurkenning sem veitt er í hrossarækt og hlýtur sá stóðhestur sem efstur stendur í heiðursverðlaunum fyrir afkvæmi á landsmóti. Fyrstur til að hljóta verðlaunin var Skuggi frá Bjarnanesi á landbúnaðarsýningunni 1947. Í sumar var Sjóður frá Kirkjubæ verðlaunaður og var það í 26. skipti sem farandgripnum var úthlutað. Bændasamtökin verða áfram eigendur gripsins en Háskólanum á Hólum verður falið að vernda bikarinn og hafa sýnilegan milli landsmóta. Hann verður varðveittur í sýningarsal Söguseturs íslenska hestsins á Hólum. Við afhendingu gripsins og undirskrift samnings um varðveislu hans var haldin athöfn á Hólum. Hólmfríður Sveinsdóttir rektor og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, fluttu ávörp í tilefni þess. Þó svo að fyrsta afhending Sleipnisbikarsins hafi verið árið 1947 á Íslandi má rekja sögu hans aftur til 19. aldar. Á honum kemur fram að hann hafi verið smíðaður í London á valdatíma Viktoríu drottningar og fyrst veittur sem verðlaunagripur í kappreiðum árið 1857. Íslenskur útgerðarmaður keypti hann á uppboði í London á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og keyptu íslenska ríkið og Búnaðarfélag Íslands bikarinn af honum. Verðmæti bikarsins er mikið, en hann er sérlega vandað handverk og búinn til úr fjórum kílóum af hreinu silfri. /ÁL Sleipnisbikarinn var afhentur Háskólanum á Hólum til varðveislu við hátíðlega athöfn 28. október síðastliðinn. Mynd / BÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.