Bændablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 3. nóvember 2022 Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Við Norðurlandsveg - 560 VarmahlíðSími: 453 8888 - Opið virka daga kl. 9-17 INTERCLAMP Vörurnar frá Interclamp eru nú allar fáanlegar í vefverslun! velaval.is alltaf opin! Sendum um land allt! Sólskríkjan er hópferðabíll smíðaður í Reykholti veturinn 1976-77. Hún var lengi í notkun hjá Jóni Árna Sigfússyni við skólaakstur við Mývatn, hálendis - ferðir o.fl. Fyrir nokkrum misserum var hún flutt aftur á sínar upprunaslóðir Borgarfirði með þeirri von að varðveita hana og koma í nothæft ástand. Þórður Stefánsson, bifvéla- virki á Arnheiðarstöðum í Hálsa- sveit, kom að smíði rútunnar á sínum tíma. Hann var starfsmaður hjá Guðmundi Kjerúlf sem rak bílasmiðju í Litla-Hvammi í Reykholti á árum áður, þaðan sem Sólskríkjan kom. Þórður segir að framleiddir hafi verið nálægt þremur bílum á hverjum vetri og komu þaðan margar rútur sem þjónuðu um allt land. Aðspurður segir Þórður að mikilvægasta verkefnið til að koma rútunni í lag sé að skipta um mótorinn, og er hann búinn að verða sér úti um nýjan. Einnig þyrfti að skipta um allar rúður og tjasla upp á boddýið. Skólaakstur og hálendisferðir Jón Árni Sigfússon, bifreiðastjóri frá Víkurnesi við Mývatn, byrjaði sinn akstursferil á vörubíl árið 1949 og fór að starfa við skólaakstur upp úr 1960. Um miðjan áttunda áratuginn þurfti hann að stækka við sig og lét því smíða fyrir sig Sólskríkjuna sem hann fékk afhenda vorið 1977. Hún er 35 sæta langferðabíll með drifi á öllum hjólum. Grindin, vélin, hásingarnar og drifrásin í Sólskríkjunni kom mestmegnis úr Mercedes-Benz vörubíl árgerð 1968 sem Jón Árni keypti á Akureyri. Til að lengja grindina var hún sameinuð grind úr rútu af gerðinni Reo Studebaker sem Jón Árni átti fyrir. Húsið var gert eftir teikningu Guðna Sigurjónssonar og sniðið niður og sett saman með höndum á verkstæðinu í Reykholti. Var við kvikmyndatökur Þegar Jón Árni var ekki við skólaakstur var Sólskríkjan nýtt í hálendisferðir og ferðir með hópa um allt land. Einu sinni var honum falið það verkefni að fylgja starfsfólki við upptökur á kvikmyndinni Running blind, eða Út í óvissuna, sem kom út árið 1979. Þar ferjaði hann starfsfólkið og leikarana á milli tökustaða, sem voru m.a. í Ásbyrgi, Herðubreiðarlindum og fleiri stöðum á hálendinu. Aðalpersónurnar í myndinni áttu að ferðast um landið í löngum Land Rover jeppa. Eitt sinn þegar hópurinn var í Landmannalaugum átti að taka upp atriði þar sem bíllinn æki yfir á í Jökulgili. Yfirmennirnir fóru fram á að bíllinn færi yfir vatnsmikinn stað í ánni, þvert á ráðleggingar Jóns Árna. Hann gat ekki snúið þeim frá þessu staðarvali, en fékk til öryggis að festa dráttartóg í bílinn og koma öðrum endanum fyrir á þakinu. Þegar leikararnir voru búnir að keyra jeppann út í miðja á byrjaði vatnið að flæða yfir húddið og komust þau ekki lengra. Jón Árni sótti Sólskríkjuna, sem var niðri í Landmannalaugum, og keyrði upp að Land Rovernum. Þar gat hann teygt sig eftir eftir tóginu og stillt rútunni upp þannig að hann gæti dregið jeppann upp á bakkann hinum megin. Þar var hann skilinn eftir þangað til áin varð vatnsminni morguninn eftir. Allir nema yfirmaðurinn hrifnir Þegar Jón Árni ók Sólskríkjunni til baka átti hann fullt í fangi með að festa hana ekki þar sem vatnið var farið að flæða upp að gólfi rútunnar. Hann þorði ekki að kúpla í sundur þar sem þá hefði getað komið vatn í kúplinguna. Með því að slá létt í kúplingsfetilinn náði hann að mjaka rútunni löturhægt áfram og komst á þurrt. Þar var honum fagnað af öllum fyrir dirfsku. Sá eini sem kom ekki til að taka í höndina á honum var yfirmaðurinn sem hafði ákveðið að senda jeppann út í ána á þessum stað. /ÁL Rúta framleidd á Íslandi Sólskríkjan var smíðuð í Reykholti og átti langan feril við skólaakstur við Mývatn og hálendisferðir. Mynd / ÁL SAGA VÉLAR Mynd sem birtist í Vísi 19. janúar 1980 og sýnir atvikið þegar Jón Árni þurfti að bjarga Land Rover jeppa upp úr á við Jökulgil. Mynd / Timarit.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.