Bændablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. nóvember 2022 FRÉTTIR Eigendur eina sérhæfða grisjunarbúnaðar Íslands eru ósáttir við Skógræktina þar sem vinnuflokkur frá Lettlandi var fenginn til að sinna mikilli grisjun í þjóðskógum. Verktakarnir Jens Líndal og Guðmundur Geirsson, eigendur íslenska grisjunarbúnaðarins, segjast vera tilneyddir til að selja tækjabúnaðinn sinn úr landi ef verkefnin verða áfram sett í hendur erlends vinnuafls. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir eðlilegt að samkeppni sé á þessum markaði og að erlendi vinnuflokkurinn hafi verið á vegum íslensks aðila. Forsaga málsins er sú að umræddar vélar voru keyptar til landsins árið 2014 af Kristjáni Má Magnússyni og gerði Skógræktin samning við hann um að tryggja þeim verkefni við grisjun. Jens og Guðmundur keyptu þessar vélar af Kristjáni árið 2021 og gerði Skógræktin eins samning við þá og hafði verið gerður við fyrri eiganda. Guðmundur og Jens túlka samninginn sem svo að markmiðið hafi verið að byggja upp innlenda þekkingu og markað fyrir grisjun hér á landi. Umræddur samningur var forsenda þess að þeir fengju lán fyrir vélunum. Sett af sérhæfðum vélum Vélarnar sem um ræðir eru af gerðinni Gremo og eru tvær aðskildar einingar – skógarhöggsvél annars vegar og útkeyrsluvél hins vegar. Jens á skógarhöggsvélina sem sér um að höggva trén, hreinsa af þeim greinar og saga niður í meðfærilegar einingar. Útkeyrsluvélin er í eigu Guðmundar og sér um að safna timbrinu og flytja úr skóginum. Þessi búnaður er það sérhæfður að hann nýtist ekki í neitt annað og notkun þeirra krefst mikillar þjálfunar. Kaupverðið á vélum sem þessum er hátt og segja þeir allt viðhald krefjast mikils fjármagns. Erlendur vinnuflokkur í þjóðskógum Núna í haust heyrðu félagarnir af því að erlendur vinnuflokkur og grisjunarbúnaður sambærilegur þeirra hafi komið til landsins og fengið verkefni í þjóðskógum á vegum Skógræktarinnar. Þeir segja að Skógræktin hafi ekki haft samráð við þá áður en umræddir aðilar komu til landsins, og á meðan hafi þeirra búnaður verið verkefnalaus. Þeir segjast hafa fengið álit lögfræðings sem hafi tjáð þeim að með því að Skógræktin hefði ekki gefið þeim kost á að bjóða í verkið hafi áðurnefndur samningur verið brotinn. Nú horfir svo við að þeir sjá fram á að þurfa að flytja sínar vélar úr landi, þar sem ekki séu næg verkefni til að standa undir kostnaði við að eiga þær. Með því vilja þeir meina að sú reynsla og þekking sem reynt er að byggja upp hér á landi hverfi og aðgengið að vélum sem þessum verði verra. Eins og staðan er núna hefur mikið verið plantað af skógi, en grisjun sé að þeirra mati í skötulíki. Verktakinn íslenskur Bændablaðið setti sig í samband við Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra. Hann sagði að þetta hefðu ekki verið erlendir aðilar, heldur hefði verið samið við fyrirtækið Tandrabretti um grisjun. Hann staðfestir að verkefnið hafi kostað meira en 20 milljónir króna, en þar sem enginn verkþáttur fór yfir 50 millj. kr. segir hann Skógræktina ekki hafa verið skylduga til að fara í útboð. Varðandi áðurnefndan rammasamning um verkkaup sem Skógræktin gerði við Jens og Guðmund þegar þeir keyptu vélarnar segir Þröstur að sá samningur hafi ekki útilokað að Skógræktin semdi við aðra aðila um grisjun. Skógræktin gerir ekki einokunarsamninga Þröstur segir því að ekkert ólöglegt hafi átt sér stað og að Skógræktin geri ekki einokunarsamning við nokkurn verktaka. Hann bætir við að Tandrabretti sé innlendur verktaki, rétt eins og Jens og Guðmundur. Hann segir að Skógræktinni beri ekki að skipta sér af því hvaðan starfsfólkið sem vinni verkið komi. Í þessu tilfelli hafi starfsfólkið verið frá Lettlandi og þeim sé heimilt að vinna hér þar sem þeir búa innan Evrópska efnahagssvæðisins. Mikil reynsla í Lettlandi Magnús Þorsteinsson hjá Tandra- brettum segir erlendu aðilana hafa sýnt mikla fagmennsku, enda sé mikil hefð fyrir skógarhöggi í Lettlandi. Klár þörf sé á vélum sem þessum, enda sé komið að grisjun víða. /ÁL Skógrækt: Deilt er um grisjun – Ísland gæti endað án innlendra skógarhöggsvéla Skógarhöggsvél af gerðinni Komatsu sem hefur verið við grisjun hér á landi með lettneskum vinnuhópi. Mynd / Aðsend Garðar Eiríksson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Auðhumlu, sjötugur að aldri, en hann hefur gegnt því starfi frá ársbyrjun 2016. Áður starfaði hann sem skrifstofu- og fjármálastjóri Mjólkurbús Flóamanna frá 1996 og kom meðal annars að mótun núverandi fyrirkomulags Auðhumlu og Mjólkursamsölunnar varðandi móttöku og vinnslu mjólkur. Hann hefur því starfað um árabil í starfsumhverfi mjólkursamlaga og -vinnslu. „Ég hef nú fyrst og fremst bara reynt að sinna mínu þjónustuhlutverki sem best,“ segir Garðar hæverskur þegar hann er spurður um þau fingraför sem hann hefur sett á „mjólkurkerfið“ á undanförnum árum. Hann játar því þó að hafa ásamt öðrum unnið að því að móta núverandi fyrirkomulag, fyrst með sameiningu gömlu Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna árið 2005 og síðan stofnun Auðhumlu árið 2007. Tvískipt hlutverk í móttöku og meðferð mjólkur Breytingarnar fólust meðal annars í því að Auðhumlu var ætlað það hlutverk að taka við mjólkinni frá bændum af öllu landinu fyrir utan Skagafjörð og annast greiðslur til þeirra, en Mjólkursamsölunni úrvinnsluhlutann, framleiðslu á sjálfum mjólkurvörunum. Auðhumla selur einnig mjólk áfram til annarra mjólkurvinnslufyrirtækja, eins og Kaupfélags Skagfirðinga, Örnu og Biobús. „Ég held að þetta hafi verið fremur farsælar breytingar á kerfinu, það hefur sparað mikla fjármuni með hagræðingu. Íslenskir neytendur hafa notið beins ávinnings af þessu hagræði, sem áætlað er að nemi um tveimur milljörðum króna árlega. Þá er áætlað að einn milljarður króna renni árlega til íslenskra kúabænda í formi afurðaverðs, vegna þessara breytinga og hagræðingar. Þar skiptir 71. grein búvöru laga sköpum, sem heimilar afurðastöðvum að starfa saman til lækkunar á kostnaði,“ segir Garðar og játar því að okkar kerfi sé líklega alveg einstakt. „Ég held að það þekkist ekki annars staðar. Það eru auðvitað alltaf áhöld um það hvað teljist ásættanlegt afurðaverð, en gagnvart neytendum held ég að það sé óhætt að segja að kerfið hafi skilað miklum ávinningi Ragnar Árnason hagfræðingur gerði úttekt á kerfinu og skilaði í byrjun árs 2021 skýrslu til Mjólkursamsölunnar, þar sem þetta kemur fram.“ Ánægjulegt þjónustuhlutverk Spurður um hvað sé eftirminnilegast frá þessum árum sínum í mjólkuriðnaði, segir Garðar að það sé nú bara ánægjan við það að sinna þessu þjónustuhlutverki við framleiðendur í tæp þrjátíu ár. „En jafnframt hafi orðið miklar breytingar á þessum árum, bændum hefur fækkað, einingarnar orðið stærri, sjálfvirkni aukist og nú er svo komið að um 70 prósent allrar mjólkur er mjólkað með róbótum, eitthvað sem ekki var til þegar ég hóf störf í mjólkuriðnaðinum. Ég hef reynt að sinna þessu eftir fremsta megni með hag umbjóðenda minna að leiðarljósi,“ segir hann. Garðar er samvinnuskólagenginn og starfaði um skeið í bankageiranum, aðalleg hjá Samvinnubankanum. Hann var útibústjóri í um 12 ár áður en hann sneri sér að mjólkuriðnaðinum, í Grundarfirði, Reykjavík og á Selfossi, sínum heimabæ. /smh Mikill ávinningur með núverandi kerfi Garðar Eiríksson hefur látið af störfum hjá Auðhumlu, eftir að hafa í tæp 30 ár sinnt ánægjulegu þjónustuhlutverki við mjólkurframleiðendur. Mynd / ghp Vöruþróun: MS vann til verðlauna Mjólkursamlagið á Sel ­ fossi sigraði í flokki neyslu­ mjólkurvara í keppninni International Dairy Contest í Herning, Danmörku. Tilkynnt var um úrslitin þriðjudaginn 1. nóvember síðastliðinn. Keppendur komu frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku og voru 1.500 vörur skráðar til leiks. Keppt var í þremur flokkum. Í flokki osta sigraði útibú Arla í Taulov í Danmörku með Maasdammer ost. Í flokki smjörs og blandaðra vara vann Arla í Götene í Svíþjóð fyrir Bregott Havsalt viðbitið. Að lokum var MS á Selfossi sigurvegari í flokki neyslumjólkurvara fyrir áðurnefnt skyr. Bændablaðið ræddi við Svend Jörgenssen, aðstoðarrekstrarstjóra MS á Selfossi og mjólkurtæknifræðing. Hann sagði að Mjólkursamlagið hefði sent út nálægt 70 vörur og mörgum þeirra hefði vegnað vel í keppninni. Að auki við að verðlauna sigurvegara í hverjum flokki var vörum sem sköruðu fram úr veitt gull-, silfur- og bronsviðurkenningar. Svend segir að MS hafi oft keppt í þessari keppni og átt velgengni að fagna í áðurnefndum flokki. Árið 2017 sigraði MS fyrir Ísey skyr með bökuðum eplum og árið 2012 var Kókómjólkin hlutskörpust neyslumjólkurvara. Níu manns fóru sem fulltrúar MS á keppnina og var hluti þeirra í dómnefndum. Þau sem lögðu mat á gæði varnings þurftu að framkvæma prófanir án þess að sjá umbúðir eða vita hvað fyrir þau var lagt. /ÁL Skógarhöggsvél af gerðinni Gremo. Sú eina í eigu íslenskra aðila. Mynd / Aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.