Bændablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. nóvember 2022 Hjónin Árný og Baldvin fluttu á Bakka í Geiradal í Reykhólahreppi í maí árið 2014 með 40 kindur ásamt lömbum. Síðan þá hafa þau unnið að því að stækka og bæta fjárstofninn í um 530 fjár á vetrarfóðrum. Núna eru þau með féð á Bakka og á nágrannabænum Gautsdal, en láta sig dreyma um að stækka fjárhúsin heima til að geta haldið allan bústofninn þar. Býli: Bakki í Geiradal, Reykhólahreppi. Ábúendur: Árný Huld Haraldsdóttir og Baldvin Reyr Smárason. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Hér búum við ásamt börnunum okkar, Hrafnhildi Söru (2009), Hafrúnu Magneu (2012) og Smára Hlíðari (2018). Kolbeinn Óskar (2005), systursonur Baldvins, er svo hérna sem heimalningur. Nýjustu „fjölskyldumeðlimirnir“ eru hvolpurinn Alda og kettlingurinn Rjómi. Nokkrar endur sjá okkur líka fyrir eggjum. Stærð jarðar: Um 1.100 hektarar. Gerð bús og fjöldi búfjár: Sauðfjárbú, en í vetur verðum við með um 530 fjár á fóðrum. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Yfir veturinn byrjar Baldvin á að gefa í Gautsdal og á Bakka. Yfir daginn eru svo alls konar verk unnin í tengslum við búfénaðinn og dagurinn brotinn upp með hádegismat og kaffitíma. Um fimmleytið er svo lagt af stað í seinni gjöf og farin sama leið og um morguninn. Stundum lýkur vinnudegi um og upp úr kvöldmatarleytinu, en stundum er haldið áfram að sinna einhverju skemmtilegu í fjárhúsunum fram eftir kvöldi. Árný vinnur utan búsins allt árið og sinnir líka sveitarstjórnarstörfum, en fátt er betra en að fara í fjárhús til að hreinsa hugann. Í sauðburði, heyskap og smalamennskum skiptast allir vel á við öll verk og nýta styrkleika sína til hins ýtrasta. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Baldvini finnst skemmtilegast að heyja þegar ekkert er bilað en pottþétt leiðinlegast að flokka kindurnar eftir ströngum reglum „forstjórans“ fyrir fengitíma. Árnýju finnst skemmtilegast í sauðburði og vildi helst að hún þyrfti aldrei að sofa í maí, henni finnst heldur ekkert leiðinlegt að velta sér upp úr Fjárvís og plana allt í excel. Kolbeinn er mikill vinnuþjarkur, tekur þátt í öllu og er meira að segja kominn í rúninginn. Hrafnhildur elskar að taka á móti lömbum og hefur gott lag á kindunum. Hafrún fóstrar lömb sem fæðast líflítil af öllu hjarta og töfrar ótrúlegustu kindur á sitt band til að fá klapp. Smári fæddist svo með dálæti af vélum, bílum og öðrum tækjum og er til í allt þeim tengdum. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Við sjáum fyrir okkur að við verðum komin með allt okkar fé heim í nýrri viðbyggingu við fjárhúsin. Endurbæturnar verði að mestu leyti búnar, þótt alltaf megi gera betur í dag en í gær. Fjöldi fjár verði svipaður en vonandi verði á hverju ári einhverjar framfarir sem megi fagna. Draumurinn er svo að koma fyrir flottri aðstöðu fyrir heimavinnslu á meðhöndlun á lamba- og ærkjöti. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Hér eru alltaf til andaregg – stundum alveg 120 stk. Skinka, ostur, kokteilsósa og mjólk eru mjög mikilvæg. Líklega er svo alltaf eitthvað skrítið þar líka eins og bóluefni eða önnur lyf fyrir sauðfé sem „þarf“ að geyma þar. Í frystinum er alltaf til lambakjöt og kindahakk. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimilisfólki ber ekki saman um hver sé vinsælasti maturinn á heimilinu og skal það liggja á milli hluta að sinni. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þau eru nú nokkuð mörg og erfitt að velja eitthvað eitt. Ætli fyrsti sauðburðurinn renni ekki seint úr minni. Þá vorum við með 140 gemlinga og fengum að ganga í gengum allan tilfinningaskalann á hverjum degi. LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Bakki í Geiradal Við ætlum ekki að finna upp hjólið í vali á nautakjöti að þessu sinni, heldur gefum hugmynd að því hvernig þið getið eldað íslenska nautalund á einfaldan máta með góðri kartöflumús og sveppasósu. Í baráttunni við skammdegið dettur okkur ekki í hug að spara smjörið og rjómann. Sem er fullkomið til að ylja sér við í haustmyrkrinu með fjölskyldunni eða í góðra vina hópi. Nautalund er oftast borin fram medium rare, uppskriftin miðast því við það, til að ná réttri niðurstöðu er minnt á nauðsyn þess að nota kjarnhitamæli! Að gefnu tilefni þá vitum við mörg dæmi þess að heimakokkar með græjudellu á lokastigi hafi farið illa með meyrt kjöt eins og nautalundir í sous vide eldun. Þær er auðvelt að elda upp í rétt kjarnhitastig í fínni sous vide græju, en ef steikin fær of langan tíma í slíkri eldun veldur niðurstaðan vonbrigðum. Steikin getur litið fallega út og liturinn alveg réttur en áferðin líkt og á kæfu og steikin þurr. Sous vide tæknin er frábær og við notum hana mikið við eldun á kjöti sem þarf langa eldun, en allra síst notum við tæknina á meyra vöðva. Heilsteikt nautalund með kartöflumús og sveppasósu 1 nautalund 2-3 stilkar garðablóðberg 3 hvítlauksrif 3 msk. matarolía 100 g smjör Sjávarsalt Svartur pipar Uppskriftin miðar við 4-6 skammta, en þá ætti u.þ.b. 1 kg af nautalund að vera passlegt, ef lundin er stærri er um að gera að geyma endana í aðra máltíð og nýta miðjuna úr lundinni í réttinn okkar. Hreinsið sinar af lundinni, notið beittan hníf og farið varlega til að nýta bitann sem best. Saltið lundina vel, hitið pönnu, hellið matarolíu á og brúnið lundina vel á öllum hliðum, kremjið hvítlauksrifin og setjið út á pönnuna ásamt garðablóðbergi og smjöri. Brúnið áfram í 2-3 mínútur og ausið smjörinu yfir lundina á meðan. Færið lundina yfir á eldfastan bakka, hellið smjörinu yfir og eldið í ofni á 160 °C upp í 53 °C kjarnhita, takið þá út, piprið vandlega með nýmuldum svörtum pipar og látið steikina hvíla í 15 mín. áður en lundin er skorin. Athugið að við hvíldina lækkar yfirborðshitastigið, en kjarnhitinn hækkar um leið um nokkar gráður og lokaniðurstaðan á að skila fallegri medium rare steik.Ath. að eina 100% örugga aðferðin er að nota kjarnhitamæli! Kartöflumús 600 g kartöflur 2 dl rjómi 100 g kalt smjör í bitum Salt Skrælið kartöflur og setjið í pott með köldu vatni og sjóðið þar til eru meyrar, sigtið vatnið frá og maukið í kartöflupressu eða í gegnum gróft sigti. Ath. saltið ekki í pottinn, saltið kemur síðar. Setjið rjóma í víðan pott og sjóðið niður um helming, bætið kartöflumauki við og hrærið vel saman með sleif, bætið smjörinu saman við og hrærið þar til það hefur allt bráðnað. Smakkið til með salti. Bakaðar rauðrófur með piparrótarkremi 2-3 ferskar rauðrófur ½ dl majones ½ dl sýrður rjómi 1 tsk. rifin piparrót 1 tsk. sítrónusafi Salt Bakið rauðrófur þar til eru meyrar á 160 °C, kælið, skrælið og skerið í báta, Blandið öllum hinum hráefnunum saman og smakkið til með salti. Setjið ögn af sósunni yfir rauðrófurnar. Sveppasósa með kastaníusveppum ½ laukur 2 hvítlauksrif 1 kvistur garðablóðberg 2 msk. matarolía 2 msk. sherrý edik (rauðvíns- eða eplaedik gengur líka) 1 dl hvítvín 30 g smjör 1 box Flúða kjörsveppir 1 box Flúða kastaníusveppir 2 dl nautasoð (eða vatn og kjötkraftur) 1 dl rjómi Saxið lauk og hvítlauk og svitið í potti með olíunni og garðablóðbergi, þegar laukurinn er orðinn glær og mjúkur er edikinu bætt við, leyfið því að sjóða niður og gufa alveg upp. Bætið hvítvíni í pottinn og sjóðið niður um helming. Sigtið og geymið vökvann til hliðar. Saxið sveppina og steikið í matarolíu í 2-3 mín., bætið smjörinu í og steikið áfram þar til sveppirnir eru vel brúnaðir. Hellið vökvanum yfir ásamt soðinu og sjóðið í 5 mín. Bætið rjóma við, smakkið til með salti, pipar og e.t.v. ögn af ediki. MATARKRÓKURINN Heilsteikt nautalund Hafliði & Halldór haflidi@icelandiclamb.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.