Bændablaðið - 20.10.2022, Síða 1

Bændablaðið - 20.10.2022, Síða 1
Rauðisandur: Byggð stendur hallandi fæti 3832–33 40–41 19. tölublað 2022 ▯ Fimmtudagur 20. október ▯ Blað nr. 620 ▯ 28. árg. ▯ Upplag 33.000 ▯ Vefur: bbl.is Gimsteinn frá Þernunesi er trúlega verðmætasti hrútur í sögu íslenskrar sauðfjárræktar. Hann ber hina alþjóðlega viðurkenndu ARR-arfgerð gegn riðusmiti og hefur nú verið fluttur úr heimahögunum í Reyðarfirði á sæðingastöð, til að leggja sitt af mörkum til ræktunar á riðuþolnum sauðfjárstofnum. Mynd / Eyþór EInarsson Framlög til landbúnaðar ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar Á meðan ríkisstjórnin stefnir á að efla landbúnað, fjölga stoðum hans, treysta þannig fæðuöryggi og mæta skuldbindingum í loftslagsmálum ætlar hún að lækka fjárframlag í málaflokkinn. Í fjárlögum fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir yfir 700 milljóna króna raunlækkun fjárframlaga til landbúnaðar og stoðþjónustu. „Markmið ríkisstjórnarinnar snúa að eflingu innlendrar landbúnaðarframleiðslu með fæðuöryggi að leiðarljósi en við sjáum ekki hvernig fjárlögin endurspegla það. Þau standa bara í stað varðandi búvörusamningana en aðrir liðir eru að lækka frekar en hitt,“ segir Hilmar Vilberg Gylfason, lögfræðingur Bændasamtaka Íslands. Til þess að stuðla að sjálfbærari landbúnaði á Íslandi með fæðu- og matvælaöryggi að leiðarljósi þarf landbúnaður að fá meira pláss í fjárlögum en frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra leggur til, samkvæmt umsögn Bændasamtaka Íslands. Framlag ríkisins til landbúnaðar hefur lækkað verulega frá alda mótum á sama tíma og Íslendingum hefur fjölgað og framleiðsla matvæla aukist. Þróun á ríkisstuðningi í samanburði við þróun á framleiðslumagni og eftirspurn sýnir að fjárframlag ríkisins hefur lækkað um tæpan þriðjung að raunvirði (sjá nánar á bls. 18). Þá hefur framlag ríkisins til landbúnaðar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu lækkað um helming frá aldamótum. Bændasamtökin benda á að til að efla landbúnað þurfi ríkisstjórnin að gera ráð fyrir frekari fjárframlögum fyrir tiltekin verkefni á þessu kjörtímabili. Í umsögn leggja þau til föst árleg framlög til plöntukynbóta, fjárlög til innviðauppbyggingar tengda kornrækt annars vegar og áburðarframleiðslu hins vegar, framlög til útrýmingar riðu í íslensku sauðfé með innleiðingu á ARR-arfgeninu, framlög til rannsókna vegna nýrrar nálgunar við afsetningu lífræns úrgangs og framlög til Bjargráðasjóðs/ Náttúruhamfaratrygginga Íslands til að bæta áföll í landbúnaði. „Tryggja þarf land og landsvæði í landbúnaðarnotkun og viðhalda framleiðsluvilja bænda með eðlilegu starfsumhverfi,“ segir jafnframt í umsögninni. /ghp Framlag ríkisins til landbúnaðar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hefur lækkað um helming frá aldamótum. Heimild / Hagstofa Íslands Endurskoðun búvörusamninga Seinni endurskoðun búvöru­ samninganna sem tóku gildi árið 2017 verður á næsta ári. Þá meta samningsaðilar, Bændasamtök Íslands (BÍ) og stjórnvöld, hvort markmið samninganna hafi náðst. Undirbúningsvinna er hafin hjá samningsaðilum við gagnaöflun, en svo er gert ráð fyrir að efnislegar viðræður hefjist strax á nýju ári. Innan Bændasamtaka Íslands hefur í aðdraganda viðræðna verið lögð áhersla á sjálfstæða gagnaöflun til að bæta samningsstöðu bænda. Samkvæmt heimildum innan raða samtakanna leggja þau áherslu á að einfalda samningana eins og hægt er – skýra einnig betur atriði í útfærslum þeirra. Fjórir samningar Búvörusamningar eru alls fjórir og fjalla um starfsskilyrði bænda; rammasamningur um almenn starfsskilyrði land búnaðarins, garð- yrkju samningur, naut gripasamningur og sauð fjársamningur. Varðandi einstök efnisatriði og áherslur BÍ munu sauðfjárbændur kalla eftir endurskoðun á niður tröppun greiðslumarks, garðyrkjubændur vilja endurskoða útfærslu á niðurgreiðslu rafmagns til lýsingar – þannig að greiðslur til einstakra garðyrkjubænda skerðist ekki þótt það fjölgi í greininni. Tollvernd og afkoma bænda Kallað verður eftir breytingum á tollverndinni og afkoma bænda mun verða til umfjöllunar, þar sem farið er inn í samningaviðræðurnar á erfiðum tímum hvað rekstrarumhverfið varðar með miklum verðhækkunum á aðföngum. Afurðaverð hefur þannig ekki tryggt viðunandi afkomu. Loftslagsmál til umræðu Ljóst er að aðgerðir stjórnvalda varðandi loftslagsmál verða til umræðu í þessari endurskoðun. Þar eru BÍ þátttakendur í verkefnum eins og Loftslagsvænum landbúnaði og Kolefnisbrúnni, sem talið er að þurfi að styrkja enn frekar. /smh – Sjá fréttaskýringu um uppruna og eðli búvörusamninga í fortíð og nútíð á bls. 20-21. Stefnt á aukið laxeldi í sjó Blásið í partílúðrana

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.