Bændablaðið - 20.10.2022, Qupperneq 2

Bændablaðið - 20.10.2022, Qupperneq 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022 FRÉTTIR www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 779.000 kr. 25% afsláttur BREKKA 34 - 9 fm Tilboðsverð 489.000 kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 539.000 kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIG PLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einn dag TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! Innlend framleiðsla: Útflutningur á timbri innan seilingar – Góð samkeppnisstaða íslenskrar viðarframleiðslu Erlendir aðilar eru farnir að leita til íslenskra fyrirtækja sem framleiða timburafurðir. Mikil pressa er á Evrópumarkaði og verðhækkanir það miklar að innlendir aðilar geta farið í útflutning á íslenskri framleiðslu og ná betur að keppa við innfluttar afurðir á innanlandsmarkaði. Um er að ræða annars vegar eldiviðarkubba úr timbri ræktuðu í Fljótsdal og hins vegar endurunnið timbur í formi spónaköggla frá Reyðarfirði og Hafnarfirði. Verðhækkanir erlendis skapa tækifæri Verð og framboð á timburafurðum í Evrópu hefur hækkað gífurlega á undanförnum misserum. Verðhækkanirnar byrjuðu í heimsfaraldrinum þegar fjöldi fólks fór í framkvæmdir á heimilum sínum. Þegar lokað var á viðskipti við stærstu útflutningsaðilana á Evrópumarkaði, Rússland og Hvíta-Rússland, varð enn meiri hækkun. Nú síðast hefur gasskortur keyrt verðið í hæstu hæðir þar sem Evrópubúar nýta timbur í auknum mæli til kyndingar. Út af þessum gífurlegu hækkunum geta íslenskir aðilar keppt við erlenda, þrátt fyrir langar flutningsleiðir. Íslensk framleiðsla frá grunni Bjarki Jónsson hjá Skógarafurðum ehf. í Fljótsdal segir fyrirtækið sitt vera komið í samband við danskan heildsala sem vill kaupa af þeim allt að 400 rúmmetra af eldiviði í vetur. Allt er þetta lerki sem fjórir til sex starfsmenn fyrirtækisins framleiða frá grunni. Varan er klofin, þurrkuð og sett í stórsekki sem rúma einn rúmmetra hver, eða 300–360 kílógrömm. Fyrsta sendingin er áætluð með Smyril Line frá Seyðisfirði til Danmerkur í næsta mánuði. „Við erum að pína okkur svolítið niður í verði til að geta þetta, en þetta eru heilu flutningavagnarnir sem fara í einni lotu,“ segir Bjarki. Þrátt fyrri að íslenskir neytendur borgi hærra verð fyrir sömu vöru, þá sé þetta svo mikið magn sem fer í einu að viðskiptin borga sig. Samkvæmt Bjarka hefur eldiviðarverð í Danmörku fimm faldast frá upphafi stríðsins og allt stefnir í frekari hækkanir. Undirbúningur er hafinn að því að setja upp sérstaka vél sem meðhöndlar afskurði frá þeirra helstu starfsemi, sem er framleiðsla á utanhússklæðningum, innanhússpanel og gólfefnum. Þar með gætu þeir búið til annars flokks eldivið sem væri hægt að selja á enn lægra verði. Endurvinnsla á timbri Einar Birgir Kristjánsson hjá Tandrabrettum á Eskifirði, sem framleiðir undir vörumerkinu Ilmur, segist hafa orðið var við þrýsting erlendis frá. Fyrirtækið hans hefur lagt áherslu á framleiðslu spónaköggla úr endurunnu timbri og grisjunarviði. Um þessar mundir liggur framleiðslan hjá þeim niðri þar sem verið er að stækka verksmiðjuna. Hann vill því ekki fullyrða neitt um stöðu mála fyrr en framleiðslan fer aftur í gang, en áhuginn erlendis frá á spónakögglum til orkuframleiðslu er sannarlega til staðar. Þorvaldur Gíslason hjá Furu í Hafnarfirði segir að salan hjá þeim á spæni og spónakögglum hafi aukist um leið og stríðið hófst í Úkraínu og markaður með rússneskt timbur lokaðist. Þar á bæ er stunduð endurvinnsla á vörubrettum og er afurðin undirburður sem hestamenn og bændur nýta sér. Nú þegar orkukreppa ríður yfir Evrópu hafa komið fyrirspurnir frá Danmörku þar sem áhugi er á að kaupa spónakögglana sem eldivið. Enn sem komið er vill Þorvaldur einblína á að sinna innlendum markaði, enda hefur salan aukist umtalsvert eftir að innfluttur undirburður hækkaði í verði. /ÁL Skógarafurðir ehf. hafa náð samningum við danskan heildsala um útflutning á þeirra afurðum. Hér má sjá íslenskt lerki sem er klárt fyrir erlendan markað. Mynd / Aðsend Reglur um viðbrögð við riðuveiki enn í vinnslu í ráðuneytinu: Lóga þarf gripum með verndandi arfgerðir ef riða kemur upp Matvælaráðuneytið hefur samþykkt beiðni Matvæla­ stofnunar um heimild til að nýta sér undan þágu í lögum um dýrasjúkdóma og gefa út leyfi fyrir sölu á líflömbum og kynbótagripum með mögulegar verndandi arfgerðir gegn riðusmiti yfir sauðfjárveikivarnarlínur. Reglum um viðbrögð við riðu hefur hins vegar ekki verið breytt, þannig að ef kemur riða í hjörðum þarf að skera alla gripina niður – hvort heldur þeir eru með mögulega verndandi arfgerðir eða ekki. Sigurborg Daðadóttir yfir- dýralæknir var fyrir rúmum tveimur árum fengin til að ráðast í endurskoðun á reglum sem varða viðbrögð við riðuveiki, fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, eftir stórtækan niðurskurð í kjölfar nokkurra riðutilfella. Hún skilaði sínum tillögum að nýjum reglum í desember 2021, sem fóru síðan í lokað umsagnarferli. Hjá matvælaráðuneytinu er nú unnið að því að móta nýjar reglur eftir yfirferð á umsögnum. Umfangsmikil vinna við breytingar á lögum Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn um stöðu mála, kemur fram að tillögur yfirdýralæknis hafi falið í sér umtalsverðar breytingar á því regluverki sem snýr að riðuvörnum. „Við skoðun kom í ljós að þær breytingar taka einnig til ýmissa þátta sem varða skipulag almenns dýraheilbrigðis. Í ljósi þessa hefur sú ákvörðun verið tekin að fara í tímabæra heildarendurskoðun á þeim lagabálkum sem snúa að dýraheilbrigði. Sú vinna er umfangsmikil, og liggur því ekki ljóst fyrir á þessari stundu hvenær henni lýkur“, segir í svarinu úr ráðuneytinu. Á meðan unnið er að nýju regluverki í ráðuneytinu dreifast hinir verðmætu gripir með verndandi arfgerðir um landið – einkum þó á þau svæði þar sem mestar líkur eru að upp komi riðusmit. Það eru forgangssvæði, samkvæmt skilgreiningu Matvælastofnunar, varðandi kaup á þessum gripum. Vitað er um 128 gripi með annaðhvort ARR- eða T137-arfgerð. Í öðrum Evrópulöndum er leitast við að vernda gripi með verndandi arfgerðir. Víða hafa gilt þær reglur að þegar upp kemur riða eru arfgerðir gripanna í hjörðinni strax yfirfarnar, til að meta líkur á smiti. Algengt er að kindum með ARR-arfgerð sé hlíft en aðrar aflífaðar. /smh – Sjá nánar í fréttaskýringu á blaðsíðum 42-43. Landeigandi getur farið fram á það við sveitarstjórn, ef ágangur búfjár er verulegur, að þeir beri ábyrgð á smölun ágangsbúfjár á kostnað eigenda fjárins. Umboðsmaður Alþingis áréttar þann skilning í nýútgefnu áliti. Tilefni álitsins var að lögbýli á Snæfellsnesi, þar sem stunduð er skógrækt, varð fyrir ágangi kinda og óskuðu þá eigendur þess eftir að sveitarfélagið smalaði ágangsfénu í samræmi við lög um afréttarmálefni. Sveitarfélagið neitaði að smala og óskuðu þá eigendur jarðarinnar eftir áliti næsta stjórnvalds, sem var innviðaráðuneytið, sem fer með málefni sveitarfélaga. Að höfðu samráði við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf innviðaráðuneytið svo út álit sitt og leiðbeiningar í júní 2021. Í þeim kemur fram sú efnislega afstaða að ákvæði laga um búfjárhald gangi framar ákvæðum laga um afréttarmál, fjallskil o.fl. Það feli í sér annan skilning, að landeigandi þurfi að friðlýsa svæði til að geta farið fram á það við sveitarstjórn að ágangsfé sé fjarlægt. Landeigendurnir fóru með erindi sitt til umboðsmanns Alþingis sem hefur nú tekið efnislega afstöðu til þess. Í því segir hann ljóst að lög um afréttarmálefni (nr. 6/1986) mæli fyrir um verndarrétt umráðamanns lands. Lögin fjalla um þau úrræði sem umráðamanni lands er tiltæk í krafti eignarréttar við þær aðstæður að hann verður fyrir ágangi búfjár. Þau séu í samræmi við stjórnarskrárverndaða friðhelgi eignarréttarins og styðjist við þau aldagömlu grunnreglu að bjúfjáreigendum sé óheimilt að beita fé sínu leyfislaust á annars manns land. „Hafi ætlunin verið að gera breytingu á þessari réttarstöðu umráðamanns lands með yngri lögum, s.s. með þeirri takmörkun á eignarrétti hans að hann verði að þola ágang búfjár annarra á eign sína eða njóti ekki fyrrgreinds verndarréttar sem mælt er fyrir um í lögum nr. 6/1986, verður að gera kröfu um að það verði skýrlega ráðið af orðalagi og efni þeirra lagaákvæða sem til álita koma,“ segir í álitinu. Álit umboðsmanns sé að varhugavert sé að skýra tilteknar greinar nýrra laga (nr. 38/2013) á þá leið að vilji löggjafans hafi staðið til þess að kollvarpa aldagömlu réttarástandi og takmarka eignarrétt umráðamanns lands m.t.t. ágangs búfjár. „Án tillits til fyrrgreindrar niðurstöðu tel ég að atvik máls þessa, svo og breyttir samfélagshættir og landnýting á undanförnum áratugum, gefi tilefni til þess að hugað verði að endurskoðun þeirra réttarreglna sem fjallað er um í áliti þessu með það fyrir augum að réttarstaða allra hlutaðeigandi verði skýrð.“ Umboðsmaður hefur því mælst til þess að innviðaráðuneytið taki leiðbeiningar, sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið veitti vegna fyrrnefnds máls, í heild sinni til endurskoðunar þar sem þær samrýmast ekki lögum. /ghp Lausaganga búfjár: Sveitarstjórn ber ábyrgð á smölun Eigendur lögbýlis, þar sem stunduð er skógrækt, fóru fram á það við sveitarfélag að ágangskindur yrðu fjarlægðar. Mynd / ghp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.