Bændablaðið - 20.10.2022, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022
LÍF&STARF
Út skal hrinda úr óðar vör,
Yggjar lind að blanda.
Sælir vindar flýta för
fram til yndisstranda.
T ilvalið er að kynna efni þessa
þáttar með hinni landsþekktu
vísu dr. Kristjáns Eldjárn sem
er tekin úr rímu sem Kristján orti um vin
sinn og skólabróður, Unndór Jónsson.
Enn verður nefnilega sótt efni á fjörur
rímnaskáldsins Jóns Ingvars Jónssonar
sem lést nýverið um aldur fram. Jón
Ingvar var einkar frjór rímnasmiður.
Við hefjum þáttinn með sýnishorni úr
„Rímu af Karli konungsleysu“ sem ort
var löngu fyrr en Karl varð svo konungur
að Elísabetu móður sinni látinni:
Hann Kalli var ungur og átti met
í afglöpum miklum og stórum,
heillaðist mest af hórum.
En, alein í dyngju ákaft grét
Elísabet.
Hann fór í pils og heljar skart
og hélt svo til Skotlands grundar
hvar fljóð voru mörg til fundar.
En Hálandavindur hreðjar snart.
Hann var smart.
Þá sagði hún Beta: „heill mín, hæ,
ég hef þér nú konu fundið,
fagurt og sprækt er sprundið.
Henni mátt ekki henda á glæ,
heitir Dæ.“
Af tillitssemi við viðkvæma verður
ekki birt frekar úr þessum annars fágæta
rímnaflokki, svo næst lítum á fleiri limrur
Jóns Ingvars þar sem frá var horfið í
síðasta þætti. Mikið var rætt og rifist um
þá ákvörðun Alþingis að standa með hinum
„viljugu þjóðum“ og hefja innrás í Írak.
Efni umræðunnar á þingi setti Jón í næstu
tvær limrur:
Ég kynna mér efalaust ætti
íraska búskaparhætti
sagði höfðinginn slyngi
Halldór á þingi
í ágúst að afloknum slætti.
Ef Saddam hér kæmi af sænum
og sálaði eittþúsund hænum
þá dygði ei hefnd
sagði Dóri í nefnd
eitt vorkvöld í Vesturbænum.
Næstu tvær limrur Jóns Ingvars segja
af Gretti og Glámi:
Hann Glámur sem oft yfir ám hékk
og aldrei að mönnum á tám gekk
varð öldungis bit
og ört skipti lit
er Grettir lá aleinn á glámbekk.
Í gröfinni dauður lá Glámur
og glaðbeittur sagði, en rámur:
“Það gleður mig að
ég get þó sagt það
að Grettir fékk heilmargar skrámur.”
Þegar ræðu Davíðs var lekið:
Þing vort með siðprúðum seggjum
vér sífellt til stórræða eggjum,
þó er mér samt téð
að einn sé þar með
lekanda' og læðist með veggjum.
Og svo lak meira frá Alþingi:
Að þing vort sé sé rammgert og þétt
veit þjóðin, sem eflaust er rétt,
en drullan, oss kunn,
er dæmalaust þunn,
og lekur því helvíti létt.
Hér er svo limra af störfum Alþingis:
Á Alþingi valda menn usla
og ólmir í forinni busla,
en oddviti stjórnar
sér ekki þar fórnar
því Davíð er gunga og drusla.
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggd1@gmail.com
307MÆLT AF
MUNNI FRAM
Krakkarnir í 6.–7. bekk Waldorfsskólans Sólstöfum, þau Björn, Ilia, Ísak Björn, Indíana,
Bjargmundur, Snorri, Ísabella, Fróði, Kolka, Hlynur, Víkingur, Valva, Bragi, Birgir,
Náttúlfur, Bergrós, María og Emelía lögðu land undir fót á dögunum og fóru í þriggja
daga hestaferðalag austur að Flúðum.
Þar tóku á móti þeim aðstandendur gistiheimilisins og hestabúgarðsins að Syðra-Langholti,
og naut ungviðið sín af fullum krafti við útreiðar og annað brask í heilnæmu sveitaloftinu
– undir vökulum augum Shabönu, kennara síns, Snorra skólastjóra og foreldra sem flutu
með sem liðsauki. Lukkaðist ferðin vel og var skemmtileg tilbreyting í annars almennu
skólastarfi. / SP Myndir / Sigurður Grétar & Snorri
Alls komu kindur frá tólf
bæjum í sveitinni og gat þar að
líta lambhrúta af ýmsum litum
og gerðum og lambgimbrar
sömuleiðis og margar mjög
litskrúðugar. Einnig mátti sjá
forystufé. Það kom einmitt
í hlut forystugimbrarinnar
Geðprýði að útnefna sigurvegara
í rollubingóinu en þar var afgirtu
hólfi skipt í 36 reiti og viðstaddir
biðu í ofvæni eftir því að Geðprýði
gerði stykkin sín í réttu reitina.
Dómarar og helstu úrslit
Sérlegir dómarar hrútasýning-
arinnar voru Sigurfinnur Bjarkar-
son frá Tóftum og Jökull Helgason
á Ósabakka. Þeir sýndu mikla
færni í störfum sínum og útskýrðu
dómana fyrir viðstöddum.
Í flokki mislitra lambhrúta varð
efstur grár hrútur, undan Brekasyn,
frá Skipholti 3, í öðru sæti varð
Hnokkasonur frá Þverspyrnu og
í því þriðja varð mórauður hrútur
frá Hruna undan Gretti. Í hópi
veturgamalla hrúta varð í fyrsta
sæti hrútur frá Langholtskoti
undan Heimakletti, í öðru sæti
hrútur undan heimahrúti í Hruna
og í því þriðja Heimaklettssonur
frá Þverspyrnu. Í fyrsta sæti í
flokknum best gerða gimbrin
varð gimbur frá Hrepphólum sem
er undan Amorssyni. Í öðru sæti
gimbur frá Hruna undan Viðari
sæðingarstöðvarhrúti og í því
þriðja gimbur frá Grafarbakka
undan heimahrúti.
Um fjörutíu hrútar komu til
álita í flokki hvítra lambhrúta en
þar varð efstur, eftir mikið þukl
og vangaveltur hjá dómurum,
hrútur frá Hruna sem er undan
heimahrúti, í öðru sæti varð
kollóttur hrútur frá Magnúsi og
Alinu á Kópsvatni sem er ættaður
frá Broddanesi á Ströndum og í
því þriðja hrútur frá Haukholtum
undan Viðari.
Þukl og skrautlegasta gimbrin
Gestum hrútasýningarinnar
boðið að þukla fjóra lambhrúta
og raða þeim upp eftir gerð.
Góð þátttaka var í þuklinu og
svo fór að Björgvin Ólafsson
frá Hrepphólum og Ragnar
Lúðvík Jónsson, tengdasonur á
Högnastöðum, fóru með sigur af
hólmi. Einnig kom til kasta allra
viðstaddra á sýningunni að kjósa
skrautlegustu gimbrina en þar
komu margar fallegar til álita.
Þegar búið var að telja upp úr
kössunum stóð efst móflekkótti
bingóstjórinn, Geðprýði, frá
Hrafnkelsstöðum.
Það kom í hlut íhaldsmanns
síðustu hrútasýningar, Unnsteins
Hermannssonar í Langholtskoti,
að útnefna arftaka sinn. Hann
valdi Óskar Snorra Óskarsson, frá
Hruna, íhaldsmann sýningarinnar
eftir elju og dugnað við að halda
lömbum af öllum stærðum og
gerðum undir dóm. /ÓHÓ
Hrútasýning Hrunamanna:
Rífandi stemning
Fjölmenni sótti vel heppnaða hrútasýningu sem Sauðfjárræktar-
félag Hrunamanna hélt laugardaginn 15. október síðastliðinn í
Reiðhöllinni á Flúðum. Ekki var aðeins margt um manninn heldur
var líka mikið af fallegu fé.
Syðra-Langholt:
Heimsókn á hestabúgarð
Margrét Friðriksdóttir frá Iðu heldur við forystugimbrina Geðprýði sem stýrði rollubingóinu.
Elínbjört Edda Óskarsdóttir í Hruna og Katrín
Katla Guðmannsdóttir í Langholtskoti.
Þrír fremstu sem halda í hvíta hrúta eru Atli Geir Scheving
á Hrafnkelsstöðum, Hjálmar Gunnarsson í Miðfelli,
Hermann Stefánsson frá Langholtskoti.