Bændablaðið - 20.10.2022, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 20.10.2022, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022 FRÉTTIR Heimildamynd í vinnslu um riðuveiki í sauðfé – Loksins komin jákvæð teikn um að hægt verði að útrýma veikinni Sem kunnugt er, þá er nú í fullum gangi verkefni sem gengur út á að finna verndandi arfgerðir í sauðfé sem ver það gegn riðusmiti – og rækta síðan upp stofna um allt land sem verða ónæmir gegn þessum vágesti í íslenskri sauðfjárrækt. Verkefnið hefur vakið mikla athygli og nú hafa kvikmynda- gerðarmennirnir Guðbergur Davíðs- son og Konráð Gylfason ráðist í gerð heimildamyndar um riðuveiki í sauðfé og þetta merka verkefni. Að sögn Guðbergs kviknaði hugmyndin að þessari heimilda- myndagerð þegar tíðindi bárust frá Þernunesi í Reyðarfirði, að þar hefði fundist hrúturinn Gimsteinn með verndandi gen gegn riðuveiki. Hann hafi áður fylgst með fréttum af stórfelldum niðurskurði á nokkrum bæjum í Skagafirði í byrjun árs 2020 og svo einnig á síðasta ári. Valdið mörgum fjölskyldum miklum harmi „Við hugsuðum með okkur þegar fréttirnar af Gimsteini bárust, að þetta væri gott efni í heimildamynd. Nú væru loksins komin jákvæð teikn um að hægt væri að útrýma veikinni fyrir fullt og allt og hætta niðurskurði sem hefur valdið mörgum fjölskyldum miklum harmi. Þetta yrði sem sagt söguleg mynd með jákvæðum endi þar sem saga riðuveiki og baráttunnar við hana yrðu gerð skil í bland við persónulegar sögur nokkurra bænda af niðurskurði og afleiðingum hans, bæði á búrekstur og fjölskyldulíf,“ segir Guðbergur. Að sögn Guðbergs er undir- búningur og handrit að mestu leyti klárt, en verkefnið bíður eftir svari frá Kvikmyndasjóði Íslands um fjármagn. RÚV hafi hins vegar keypt sýningarrétt ef tekst að framleiða myndina. „Plan B er til staðar, en er torsótt og þarf vonandi ekki að virkja,“ segir Guðbergur spurður um afdrif myndarinnar berist ekki styrkur úr Kvikmyndasjóði. Stöðugur áhugi á málefnum sauðfjárbænda „Áhuginn á málefnum sauðfjárbænda hafa fylgt mér alla tíð síðan ég var í sveit í mörg ár á sauðfjárbúi í Ísafjarðardjúpi en við félagarnir höfum ekki neina beina tengingu við fólk með bitra reynslu en hluttekningin er til staðar. Við höfum tekið upp smávegis og meðal annars með hrútunum Steini og Gimsteini á Þernunesi og auk þess talað við fjölda manns um hugsanlega þátttöku. Það er mjög óljóst hvenær Kvikmyndasjóður svarar en ef hann færi núna eftir reglunum verður það ekki síðar en um miðjan nóvember,“ segir Guðbergur. Knýjandi spurningar Heimildamyndagerðin er samvinnu- verkefni framleiðslufyrirtækjanna Ljósops og KAM film, en Guðbergur er í forsvari fyrir Ljósop og Konráð fyrir KAM film. Lagt er upp með að myndin verði 60 mínútna löng og muni spanna sögu riðuveiki á Íslandi, hvernig hún komst til landsins, baráttan við hana og um hugsanlega lausn sem er í sjónmáli. Þeir Guðbergur og Konráð segja að nálgunin verði að vissu leyti sú að setja sig í spor bónda sem fær fréttir af því að riðuveiki hafi fundist í fénu hans. Sýna hvernig hann bregst við þeim nýju aðstæðum að þurfa að horfast í augu við það að kindurnar sem hann og fjölskyldan hefur verið vakin og sofin yfir verði felldar. Knýjandi spurningar vakni í kjölfarið eins og hvað verður svo í framhaldinu, hvað er til ráða – hvernig bregst kerfið við? Þeir segja að kvikmyndagerðin muni felast í samtölum við bændur og fjölskyldur sem lent hafa í niðurskurði. Opinberum aðilum verður blandað saman við framvindu sögunnar um riðuveiki á Íslandi með myndrænni og lifandi framsetningu á þessu umdeilda efni, sem lifað hefur með þjóðinni í tæpa eina og hálfa öld. /smh Konráð Gylfason stendur fjær en Guðbergur Davíðsson nær. Kvikmyndatökur hafa farið fram á Þernunesi nú í haust. Hér sést Eyþór Einarsson frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins við lambadóma á bænum, þegar gripir með hina verndandi arfgerð ARR voru metnir. Hyggjast hækka gjöld á umbúðir og heyrúlluplast Hækkun gjalda á umbúðir og heyrúlluplast, sem lagðar er til í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra, gæti þýtt mörg hundruð þúsund króna hækkun framleiðslukostnaðar fyrir bændur og matvælaframleiðendur. Í frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2023 er m.a. gert ráð fyrir hækkun gjalda á umbúðir og heyrúlluplasti. Lögð er til ný gjaldtaka á umbúðir úr málmi 25 kr./kg. og umbúðir gerðar úr viði 10 kr./kg. Auk þess sem lögð er til tvöföldun og hátt í þreföldun á úrvinnslugjaldi á umbúðir gerðar úr pappa og plasti. Þannig fer úrvinnslugjald á pappaumbúðir úr 22 kr./kg. í 42 kr./ kg. og úrvinnslugjald á plastumbúðir fer úr 30 kr./kg. í 82 kr./kg. Í umsögn sinni við frumvarpið bendir Hilmar Vilberg Gylfason, lögfræðingur Bændasamtaka Íslands, á að slík hækkun muni hafa umtalsverð áhrif á framleiðslukostnað innlendra matvælaframleiðenda. Í frumvarpinu er enn fremur lagt til að úrvinnslugjald á heyrúlluplast hækki úr 30 kr./kg í 82 kr./kg en gegn því leggjast Bændasamtökin. „Ólíklegt verður að telja að birgjar geti tekið slíka hækkun af framlegð vörunnar til að halda útsöluverði heyrúlluplasts til bænda óbreyttu. Færist öll hækkunin á útsöluverð má gera ráð fyrir að, sem dæmi, meðal kúabú þurfi að greiða á bilinu 150-200.000 kr. meira fyrir heyrúlluplast vegna fóðuröflunar á árinu 2023.“ Skjóti það skökku við þar sem ríkisstjórnin hafi á þessu ári brugðist við neyðarástandi í landbúnaði vegna hækkunar aðfanga í formi bæði áburðargreiðslna og spretthópsgreiðslna til bænda til að mæta auknum útgjöldum. „Þá hefur ríkisstjórnin skýr markmið um að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar m.a. með öflugri innlendri landbúnaðarframleiðslu en slíkum markmiðum verður ekki náð með gjaldtöku á við þá sem hér er boðuð,“ segir í umsögn Bændasamtaka Íslands. /ghp Ef tillögur frumvarpsins ná fram að ganga mun úrvinnslugjald á heyrúlluplasti hækka úr 30 í 82 kr./kg. Mynd / ghp Lítið atvinnuleysi á Suðurlandi Atvinnuleysi á Suðurlandi er nú 1,7 % og minnkaði um 0,3% frá síðasta mánuði. Um 300 manns eru í atvinnuleit á svæðinu sem nær frá Hornafirði í austri til Helliðsheiðarvirkjunar í suðri. Skráð atvinnuleysi á landinu öllu er 2,8%, því má segja að atvinnuleysi á Suðurlandi sé með því lægsta á landinu öllu og er búið að ná sama jafnvægi og fyrir Covid. „Það er eitthvað að berast inn af störfum frá fyrirtækjum á Suðurlandi en þó mættu vera fleiri skráningar. Þau störf sem eru að koma inn eru flest í ferðaþjónustu, framleiðslugreinum og þjónustu,“ segir Svava Júlía Jónsdóttir, forstöðumaður hjá Vinnumálastofnun á Suðurlandi. Flóttamönnum fjölgar á svæðinu Svava Júlía segir að Vinnumála- stofnun leitist ávallt við að skapa fjölbreytt atvinnutækifæri fyrir almenna atvinnuleitendur, atvinnuleitendur með skerta starfsgetu og flóttamenn. Flóttamönnum hefur fjölgað talsvert á svæðinu og mun sú þróun halda áfram inn í haustið. „Við erum við alltaf reiðubúin í samstarf við atvinnurekendur og hvetjum þá til að skrá inn starf hjá okkur í gegnum heimasíðuna okkar. Ávinningurinn er mikill á báða bóga. Atvinnurekandi fær starfsmann, sem vill leggja sitt af mörkum og atvinnurekandinn sýnir samfélagslega ábyrgð, eykur fjölbreytileika í starfsmannahópnum og stuðlar að jákvæðari ímynd fyrirtækis,“ segir Svava Júlía. /MHH Svava Júlía Jónsdóttir. Olíuverslun hefur aukist Samkvæmt virðisaukaskatt- skýrslum hefur velta aukist í flestum atvinnugreinum undanfarið ár, frá júlí til ágúst 2021 til sömu mánaða 2022. Í sumum atvinnugreinum var aukningin þó minni en hækkun verðlags en vísitala neysluverðs hækkaði um 10% á þessu tímabili. Velta jókst um 84% í olíuverslun. Samkvæmt verslunarskýrslum var svipað magn eldsneytis flutt inn í júlí til ágúst 2021 og sömu mánuði 2022 en einingarverð hækkaði mikið á milli ára. Sömuleiðis má skýra 46% aukningu veltu í framleiðslu málma með verðhækkunum þar sem svipað magn var flutt út en einingarverð hækkaði. Aukningu veltu í byggingarstarfsemi um 34% má að einhverju leyti skýra með auknum umsvifum. Þannig fengu 10% fleiri einstaklingar laun í þessari atvinnugrein í júlí til ágúst 2022 en á sama tímabili ári fyrr. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.