Bændablaðið - 20.10.2022, Page 18

Bændablaðið - 20.10.2022, Page 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022 HAGTÖLUR LANDBÚNAÐARINS MarkaðirJákvæð þróun í nýtingu mannauðs, aðfanga og fjármagns Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur fjöldi starfandi í landbúnaði og skógrækt fækkað um rúm 11% frá því árið 2008. Er það þrátt fyrir að fjöldi íbúa landsins hafi hækkað um 17%, þannig að fækkunin sem hlutfall af þjóðinni er enn meiri. Fækkun sláturdýra á Íslandi hefur einnig verið töluverð á þessu tímabili. Á sama tíma hefur eftirspurn eftir matvælum á landinu aukist í beinu sambandi við mannfjölda og ferðamannaaukningu. Þrátt fyrir þessa þróun hafa afköst starfsgreinarinnar ekki minnkað ef horft er á magn framleiddra matvæla ár hvert. Framleiðsla hefur aukist með betri nýtingu afurða. Kinda- og svínakjötsframleiðsla hefur aukist þrátt fyrir samdrátt i sláturdýrum og framleiðsla á nautakjöti hefur aukist langt umfram fjölgun nautgripa. Á árunum 2008 til 2021 jókst kjötframleiðsla á Íslandi um 12,5% og keppist þannig við að halda við í mannfjöldaaukningu sama tímabils. Framleiðniþróun er því jákvæð í landbúnaði, sama hvort það er framleiðni vinnuafls eða betri nýting afurða. Framleiðsla hefur einnig aukist langt umfram þróun í opinberum styrkjum til landbúnaðarins. Ef rýnt er í stuðning ríkisins til landbúnaðarins frá 2008 á föstu verðlagi sést að hann dróst saman um þriðjung á meðan kjöt-, eggja- og mjólkurframleiðsla jókst töluvert. 140,9 kr Evra 144,68 kr USD 163,36 kr Pund 324,62 kr 95 okt bensín 324,3 kr Díesel 21,76 kr Mjólk (USD/100 pund) 8,55 kr Korn (USD/sekkur) 21 kr Kartöflur (EUR/100 kg) 1,271 kr Ull (AUD/100 kg) 2,16 kr Ostur (UDS/pund) 7,050 kr Smjör (EUR/tonn)

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.