Bændablaðið - 20.10.2022, Síða 21

Bændablaðið - 20.10.2022, Síða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022 höfðu fellt tillögu í atkvæðagreiðslu, um afnám mjólkurkvóta í greininni. Samkvæmt samningunum 2016 átti kvótakerfi í mjólkur­ framleiðslunni að fjara út á samnings tímanum. Á árinu 2019 var hins vegar sú þróun stöðvuð. Í endurskoðun sauðfjársamnings voru þær breytingar helstar að bændum var gert fært að hætta í greininni eða draga úr umfangi síns búskapar og innleyst sitt greiðslumark í gegnum sérstaka aðlögunarsamninga við ríkið. Skilyrði fyrir slíkum samningum, sem gilda út þetta ár, voru veruleg fækkun á fé hjá viðkomandi og að settar væru fram trúverðugar áætlanir um aðra atvinnustarfsemi á jörðunum. Í endurskoðun nautgripasamnings voru sett inn ákvæði um lofts ­ lagsmál og markmið um að íslensk nautgriparækt verði að fullu kolefnisjöfnuð eigi síðar en árið 2040, að þá verði allar afurðir frá íslenskum nautgripabændum vottaðar sem kolefnishlutlausar. Þá var gert ráð fyrir endurskoðun á fyrirkomulagi verðlagningar mjólkurafurða í stað verðlagsnefndar búvöru. Það var gert í þeim tilgangi að skoða hvort hætta eigi opinberri verðlagningu. Niðurstaða starfshóps um málið varð hins vegar sú að fyrirkomulagið yrði óbreytt. Garðyrkjusamningur fyrst gerður 2002 Garðyrkjusamningur var fyrst gerður árið 2002 eftir að ákveðið var að fella niður tolla af gúrkum, tómötum og papriku en taka upp beingreiðslur í staðinn. Í grunnsamningnum um starfsskilyrði garðyrkjunnar, sem tók gildi á árinu 2017, var áfram gert ráð fyrir þessum beina stuðningi, í þeim tilgangi að jafna samkeppnisskilyrði innlendra framleiðenda gagnvart innflutningi. Heildarbeingreiðslur til fram­ leiðenda í þessum greinum skiptast þannig eftir tegundum, að tómataframleiðsla fær 49 prósent, gúrkuframleiðsla 37 prósent og paprikuframleiðslan 14 prósent. Þá kom inn nýtt ákvæði um hlutdeild ríkisins í kostnaði við dreifingu og flutningi raforku, þannig að ylræktendum verði tryggt rafmagn til lýsingar með niðurgreiðslum á kostnaði við flutning og dreifingu raforku fyrir hagfelldari starfsskilyrði greinarinnar. Í endurskoðun garðyrkjusamnings 14. maí 2020 er fyrirkomulagi á niðurgreiðslum á raforku breytt með þeim hætti að ylræktendum voru tryggðar beingreiðslur vegna lýsingar í stað niðurgreiðslu kostnaðar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þar er kveðið á um að beingreiðslur vegna lýsingar skuli standa straum af magnliðum og fastagjaldi í gjaldskrá fyrir flutning og dreifingu raforku um allt að 95 prósent, en framleiðendur skuli greiða að lágmarki fimm prósent af þessum kostnaði. Er þar um að ræða fasta krónutölu, þannig að ef bændum fjölgar í ylræktinni þá minnkar greiðsluhlutfallið til allra. Þá komu einnig inn beingreiðslur fyrir annað ylræktað til manneldis en tómata, gúrkur og paprikur – en þó með mun minna fjármagni. Inn í endurskoðunina bættust einnig við jarðræktarstyrkir til útiræktunar grænmetis og garð­ ávöxtum til manneldis, frá árinu 2021. Sá stuðningur sem garðyrkjan gat nýtt í rammasamningi var færður yfir í garðyrkjusamning. Garðyrkjan verður kolefnisjöfnuð Líkt og í nautgripasamningnum er í endurskoðuðum samningi stefnt að kolefnisjöfnun íslenskrar garðyrkju eigi síðar en 2040. Í samningnum segir að það verði gert með því að byggja upp þekkingu á losun og bindingu kolefnis, vinnu að bættri meðhöndlun og nýtingu aðfanga og áburðar, minni sóun, markvissri jarðrækt, aukinni sjálfbærni og öðrum aðgerðum. Samhliða er stefnt að því að allar afurðir garðyrkjubænda verði vottaðar kolefnishlutlausar fyrir árið 2040. Endurskoðaður rammi Í endurskoðuðum rammasamningi 4. febrúar 2021 er skrefið í lofts­ lagsmálum landbúnaðarins tekið til fulls og því markmiði lýst að íslenskur landbúnaður verði allur að fullu kolefnisjafnaður í síðasta lagi árið 2040. Eins og áður segir höfðu slík markmið verið sett í endurskoðun bæði garðyrkju­ og nautgripasamnings. Nokkur mál komu inn í endurskoðunina sem á undanförnum misserum hefur verið hrint í framkvæmd. Má þar nefna stofnun íslensks búvörumerkis, Íslenskt staðfest, stofnun Matvælasjóðs og hið veflæga Mælaborð landbúnaðarins. Þess má geta að fyrir gerð samninganna 2016 var upplýsingakerfið Afurð, stafrænt stjórnsýslukerfi Matvælastofnunar, þróað. Í gegnum það fara lög­ bundnar stuðningsgreiðslur frá stjórnvöldum til landbúnaðarins, stuðningsgreiðslur til þúsunda framleiðenda í landbúnaði á ári hverju í samræmi við búvörusamninga. Upplýsingarnar sem birtast á Mælaborði landbúnaðarins eru einmitt meðal annars upprunnar í Afurð, þar sem margþættum upplýsingum sem tengjast land­ búnaðarframleiðslu er safnað saman. Tollvernd kemur inn í rammasamninginn Ekki var fjallað um tollvernd í rammasamningi fyrr en við endurskoðunina 2021. Af því tilefni var haft eftir Gunnari Þorgeirssyni, formanni BÍ, við undirritun samn­ ingsins, að þetta væri mikilvæg grein samningsins, að tollar væru nú viðurkenndir sem hluti af starfsskilyrðum íslensks landbúnaðar og að tekið verði tillit til þróunar á þeim vettvangi. Inn í endurskoðunina var sett sérstök grein þar sem kveðið var á um að ný landbúnaðarstefna verði grunnur endurskoðunar búvörusamninga árið 2023, en drög að slíkri stefnu voru einmitt kynnt formlega undir heitinu Ræktum Ísland um miðjan september á síðasta ári. Ekki er skylt að setja samninga í atkvæðagreiðslur hjá bændum. Þannig hafa hvorki garðyrkjusamningar né búnaðarlaga­/rammasamningur farið í atkvæðagreiðslu. Stjórn Sambands garðyrkjubænda hefur afgreitt garðyrkjusamning og stjórn Bændasamtaka Íslands eða Búnaðarþings samninga um almenn starfsskilyrði í íslenskum landbúnaði. Í atkvæðagreiðslum um sauðfjársamninga, mjólkursamninga (forveri nautgripasamnings) og nautgripasamninga hafa án undan­ tekninga samningar verið samþykktir meðal bænda með yfirgnæfandi meirihluta. Um nánari útfærslu samninganna er fjallað í reglugerðum sem settar eru með stoð í búvöru­ og búnaðarlögum. Undirbúningsvinna hafin Sem fyrr segir er undir búningsvinna hafin hjá BÍ við mat á því hvort markmið samninganna frá síðustu endurskoðun náist. Liður í því er sjálfstæð gagnaöflun og uppbygging gagnagrunns hagtalna fyrir landbúnaðinn. Góð gögn munu þannig bæta samningsstöðu bænda, auk ýmissa greininga, og er þar mikil vinna fram undan. Síðan taka við samtöl við allar búgreinar um áherslur og væntingar til komandi viðræðna, auk samráðsfunda við ráðuneyti og hagaðila. Gert er ráð fyrir að eiginlegar efnislegar viðræður hefjist svo strax á nýju ári og og er stefnt að því af hálfu BÍ að ljúka þeim sem fyrst. Munu þau leggja áherslu á að opna á viðræður um alla fjóra samningana í einu, sem talið er skilvirkari leið en að vera með einn samning undir í einu. Áherslur BÍ BÍ leggja áherslu á við sinn undirbúning, að einfalda samningana eins og hægt er – en skýra líka betur út ýmis atriði í útfærslum þeirra. Varðandi einstök efnisatriði er ljóst að sauðfjárbændur hafa kallað eftir endurskoðun á niðurtröppun greiðslumarks. Garðyrkjubændur hafa rætt um að skoða útfærslu á niðurgreiðslu rafmagns til lýsingar, þannig að greiðslur til einstakra garðyrkjubænda skerðist ekki þó það fjölgi í greininni. Einnig þurfi að setja inn ákvæði um hvata til nýliðunar í garðyrkju og aukinnar framleiðslu núverandi bænda. Innan BÍ er horft til þess að endurskoða mikilvæg atriði sem ekki koma fram í samningunum en eru á forræði stjórnvalda, eins og að taka til skoðunar kröfur um hagræðingu í afurðastöðvageiranum. Samtökin munu einnig kalla eftir breytingum á tollverndinni. Hún sé ein af meginstoðum landbúnaðarkerfisins. Afkoma bænda verður einnig til umfjöllunar, þar sem farið er inn í samningaviðræðurnar á erfiðum tímum hvað rekstrarumhverfið varðar með miklum verðhækkunum á aðföngum. Afurðaverð tryggir ekki viðunandi afkomu. Á þessu ári var bætt í stuðning til bænda til að takast á við erfiðleika í rekstri vegna ytri aðstæðna, en sú aðgerð gildir einungis fyrir þetta ár. Loftslagsmál til umræðu Síðan er ljóst að aðgerðir stjórnvalda varðandi loftslagsmál verða til umræðu í þessari endurskoðun. Þar eru BÍ komin af stað með verkefni sem þarf að styrkja enn frekar og ekki síður að byggja upp hvata sem tryggja að árangur náist í að draga úr losun eða auka bindingu. Verkefnin Loftslagsvænn land­ búnaður og Kolefnisbrúin verða lykilstoðirnar í þeirri vinnu. Nautgripasamningur Endurskoðun 25. október 2019 Markmið Markmið samkomulagsins er meðal annars að stuðla að framþróun og nýsköpun í nautgriparækt með áherslu á rannsóknir og menntun ásamt sjálfbærari og umhverfisvænni framleiðslu. Sauðfjársamningur Endurskoðun 11. janúar 2019 Markmið Markmið samkomulagsins er meðal annars að stuðla að jafnvægi framboðs og eftirspurnar á markaði með sauðfjárafurðir, auka frelsi sauðfjárbænda, að auðveldara verði að takast á við sveiflur í ytra og innra umhverfi greinarinnar og auðvelda aðlögun að breyttum búskaparháttum. Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Rammasamningur Endurskoðun 4. febrúar 2021 Markmið Markmið endurskoðunar rammasamningsins er meðal annars að stuðla að framþróun og nýsköpun í framleiðslu með áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum og fjölþætta stefnumótun. Þar kemur fram að landbúnaður á Íslandi sé burðarás í atvinnulífi hinna dreifðu byggða í landinu. Samningnum sé ætlað að hvetja til aukinnar verðmætasköpunar, hagkvæmni, sjálfbærni, fjölbreytileika og nýsköpunar í greininni. Samningsaðilar eru sammála um að strangar kröfur eigi að gilda um dýravelferð, hreinleika og heilbrigði ásamt því að fæðu­ og matvælaöryggi þjóðarinnar þarf að vera í fyrirrúmi. Tryggja verður að bæði innlend framleiðsla og innfluttar landbúnaðarafurðir feli ekki í sér sýkingarhættu fyrir innlenda bústofna. Traust umgjörð um merkingar á búvöru, meðal annars hvað varðar uppruna og framleiðsluhætti, sameinar hagsmuni bænda og neytenda. Frá undirritun á endurskoðuðum rammasamningi 4. febrúar 2021. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður samninganefndar ríkisins, Kristján Þór Júlíusson, þáv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Mynd / Matvælaráðuneytið – Golli Garðyrkjusamningur Endurskoðun 14. maí 2020 Markmið Markmið samkomulagsins er meðal annars að stuðla að framþróun og nýsköpun í f r a m l e i ð s l u garðyrkjuafurða með áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum og fjölþætta stefnumótun. Jafnframt er markmið samkomulagsins að við endurskoðun samningsins 2023 hafi framleiðsla á íslensku grænmeti aukist um 25 prósent miðað við meðalframleiðslu áranna 2017 til 2019, til að auka markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.