Bændablaðið - 20.10.2022, Qupperneq 28

Bændablaðið - 20.10.2022, Qupperneq 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022 LÍF&STARF Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Fyrsti metantraktorinn – Dráttarvél sem gengur fyrir eldsneyti sem hún framleiðir sjálf Á morgun, föstudag, fær Sorpa afhenta nýja New Holland T6.180 dráttarvél sem gengur fyrir metani. Þessi vél verður notuð á athafnasvæði Sorpu á Álfsnesi og mun ganga fyrir orku framleiddri á staðnum. Kraftvélar voru með vélina til sýnis á nýafstaðinni Landbúnaðarsýningu í Laugardalshöll. Eiður Guðmundsson, stöðvar­ stjóri Gas og jarðgerðarstöðvarinnar (GAJA) á Álfsnesi, segir dráttar­ vélina verða notaða í mörg störf á athafnasvæðinu. Nú þegar notar Sorpa traktora og mun þessi leysa af hólmi elstu vélina þeirra. Fyrir utan að ganga fyrir öðru eldsneyti en gengur og gerist er þessi dráttarvél mjög sambærileg þeim sem þegar eru á markaðnum. Helsta verkefni vélarinnar er að knýja 24 rúmmetra fóðurblandara sem er nýttur til að brjóta niður og blanda stoðefnum við lífræna úrganginn. Blandarinn losar efnið síðan á færiband sem flytur það inn í vinnsluna. Önnur verkefni eru að dreifa sjó með haugsugu á urðunarstaðinn til að minnka lykt á sumrin. Á veturna er hægt að nota vélina í snjómokstur og hálkuvarnir. Unnið að orkuskiptum Eiður hefur lengi fylgst með þróun þessara mála, en frumgerð vélarinnar var kynnt árið 2013. Eftir að hafa verið með dráttarvélarnar í prófunum undanfarin ár hefur framleiðandinn fyrst núna boðið vélarnar í almenna sölu. Aðspurður hvort fleiri vélar af þessu tagi verði keyptar þá telur Eiður það líklegt. „Við endurnýjun munum við að sjálfsögðu velja metan, að því gefnu að þetta komi vel út hjá okkur.“ Metan er plássfrekt og því rúmast minna eldsneyti í þessari vél en í sambærilegum dísildráttarvélum. Það mun þó ekki koma að sök þar sem megnið af því metani sem búið er til fyrir íslensk farartæki er framleitt á Álfsnesi. „Það má segja að þessi dráttarvél keyri á afurð GAJA sem hún sjálf er notuð til að framleiða,“ segir Eiður. Orkusjóður styður við verkefni sem vinna að orkuskiptum. Eiður sótti um styrk fyrir hönd Sorpu og fá þau fimm milljónir upp í kaupverð vélarinnar. Þó svo að upphæðin sé ekki stór hluti af verkefninu, þá segir Eiður að í þessu felist talsverð viðurkenning. /ÁL Kraftvélar kynntu nýjan metantraktor á Landbúnaðarsýningunni. New Holland er fyrsti dráttarvélaframleiðandinn sem setur á markað dráttarvél sem er hönnuð frá grunni til að ganga fyrir metani. Mynd /ÁL Hafrannsóknastofnun: Eldvarnarefni finnast í langreyðum Í sýnatökum Hafrannsókna- stofnunar sumarið 2018 voru tekin sýni úr átta þunguðum langreyðum og fóstrum. Sýni voru tekin úr spiki fullorðnu dýranna en úr bakugga fóstra. Langreyðarnar voru veiddar á fæðuslóð vestur af landinu. Í öllum sýnunum fundust uppsöfnuð eldvarnarefni. Halógen eldvarnarefni og klór­ parafínefni fundust í 87,5% kúnna og 100% fóstra, á meðan lífrænir fosfatsesterar fundust í öllum kúm og fóstrum. Yfirleitt voru styrkir þessara efna hærri í fóstrum en kúnum, sem er einkennandi fyrir þrávirk efni sem safnast fyrir í lífverum. Eitruð efni sem valda skaða Fram kemur á vef Hafrannsókna­ stofnunar að eldvarnarefni eru hópur efna sem notuð eru til að minnka brennanleika efna í húsgögnum, raftækjum, byggingarefnum, bílum og textíl. Lengi vel voru slík efni aðallega svokölluð brómeruð eldvarnarefni, en rannsóknir leiddu í ljós að þau voru eitruð og söfnuðust fyrir í lífríkinu þar sem þau geta valdið skaða. Þau geta valdið hormónaójafnvægi, skjaldkirtils­ og lifrarskaða og því voru sum þeirra bönnuð. Ný efni sem voru þróuð í staðinn, virðast einnig vera skaðleg, þó að áhrif þeirra séu minna þekkt. Rannsókn á nýju eldvarnarefnunum Nýlega var birt í ritinu Environmental Pollution grein sem ber fyrirsögnina Transplacental transfer of plasticizers and flame retardants in fin whales (Balaenoptera physalus) from the North Atlantic Ocean. Einn höfunda er Gísli Víkingsson heitinn, fyrrverandi sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar. Rannsóknin tók til þriggja tegunda þessara nýju eldvarnarefna; halógen eldvarnarefni, lífrænir fosfatsestarar og klór­parafínefni. Skoðað var hvort efnin byggðust upp í langreyðum og hvort þessi efni bærust milli móður og fósturs. Þessar niðurstöður sýna að eldvarnarefni sem notuð eru í dag berast á milli móður og fósturs í langreyðum, sem kallar á frekari rannsóknir á áhrifum þessara efna á líffræði sjávarspendýra. /VH Umhverfismál: Brasilískur kjúklingur eyðir Amazon Nýútkomin skýrsla rekur hvernig brasilískt kjúklingakjöt sem stendur breskum neytendum til boða er fóðrað á maís og soja sem hægt er að rekja til eyðingar regn- skóganna í Amazon. Brasilíska félagið JBS, sem er stærsta kjötafurðafyrirtæki heims, flutti umrætt kjúklingakjöt til Bretlands. Skýrslan, sem gefin var út í samvinnu Reporter Brasil og Ecostorm, var gefin út á fimmtu­ daginn í síðustu viku. Þar er sagt að kerfin sem við búum við í dag séu ófullkomin þegar kemur að því að hindra notkun á fóðri af óstaðfestum uppruna. Guardian greinir frá.JBS hefur selt mikið magn kjúklings undir vörumerkinu Seara til Evrópu, Kína og Mið­ Austurlanda. Bretar fluttu inn kjúkling frá fyrirtækinu fyrir minnst 500 milljónir bandaríkjadala. Kjötið hefur m.a. verið keypt af heildsölum, matvæla­ framleiðendum og mötuneytum sem þjóna skólum, sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og smásölum. Þrátt fyrir að JBS neiti öllum ásökunum, gátu skýrsluhöfundar rekið soja og maís sem samsteypan keypti beint til nokkurra stórra framleiðenda sem ræktuðu þessar afurðir á landi þar sem regnskógur hafði verið ruddur. /ÁL Hægt er að tengja kjúklingakjöt í breskum verslunum við skógareyðingu. Mynd / Ibamagov
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.