Bændablaðið - 20.10.2022, Síða 32

Bændablaðið - 20.10.2022, Síða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022 LÍF&STARF Ekkert kúabú er vestar á landinu en það á Lambavatni. Þar býr Þorsteinn Gunnar Tryggvason með hátt í 30 mjólkandi kýr. Búskapur á afskekktum slóðum sem þessum hefur ýmsar áskoranir í för með sér, sérstaklega þegar framleidd er ferskvara eins og mjólk. Þar sem vetrarþjónusta á Skersfjalli, sem er heiðin sem skilur að Patreksfjörð og Rauðasand, er í algjöru lágmarki getur komið fyrir að mjólkurbíllinn komist ekki vegna færðar og veðurs. Ef of langur tími líður milli ferða getur Þorsteinn neyðst til að henda mjólkinni sem er í tankinum. Lengi vel var hann í búskap með foreldrum sínum, sem bjuggu á Lambavatni fram á háan aldur. Þorsteinn hefur í gegnum tíðina fengið fólk til liðs við sig í búskapinn, ýmist fjölskyldu eða vinnufólk. Bændum hefur fækkað í þessum landshluta undanfarna áratugi og er svo komið að hann er síðasti kúabóndinn á stóru svæði. Næstu starfandi kúabú er að finna á Barðaströnd, en síðan þarf að leita alla leið í Önundarfjörð og Reykhólasveit. Þorsteinn segist ekki geta svarað því af hverju þróunin hefur verið á þennan veg. Hann nefnir þó að ótryggar samgöngur gætu vel spilað þarna inn í. Franska kaffihúsið á Kirkjuhvammi selur ferðamönnum veitingar á sumrin. Kort af Rauðasandi. Föst búseta er á þremur bæjum. Vestast er Lambavatn efra, yfirleitt kallað Lambavatn. Skammt þar frá er bærinn Stakkar. Austast er bærinn Melanes. Aðrir bæir eru ýmist sumardvalarstaðir eða komnir í eyði. Loftmynd / Landmælingar Íslands Á Stökkum eru hjón með fasta búsetu. Þar er búið með sauðfé og geldneyti. Lambavatn: Vestasta kúabú landsins Lambavatn er fallegur bær í fallegu umhverfi. Þorsteinn á Lambavatni er síðasti kúabóndinn á stóru svæði. Nýborin kýr frá Lambavatni. Á Rauðasandi í Vesturbyggð eru þrír bæir í byggð; Lambavatn, Stakkar og Melanes. Tveir fyrstnefndu bæirnir eru vestarlega á sandinum, á meðan síðastnefndi bærinn er austast á undir­ lendinu. Á Lambavatni er rekið kúabú, á Stökkum eru ræktuð geldneyti og á Melanesi er ferðaþjónusta og sauðfé. Aðrir merkir bæir á Rauðasandi eru m.a. Saurbær í miðri byggðinni, sem er gamall kirkjustaður og bústaður höfðingja. Á Kirkjuhvammi, rétt austan við Saurbæ, er á sumrin rekið Franska kaffihúsið, sem er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Einnig er bærinn Sjöundá, austan við Melanes, þekktur fyrir að vera vettvangur Sjöundármorðanna og viðfangsefni bókarinnar Svartfugls eftir Gunnar Gunnarsson. Fram til ársins 1994 tilheyrði sveitin Rauðasandshreppi, sem innihélt Rauðasand og sunnanverðan Patreksfjörð. Íbúatal og þjónusta Þjónusta hreppsins var staðsett í Örlygshöfn þar sem var grunnskóli, félagsheimili, sparisjóður, verslun og höfn. Nú hefur öll þessi starfsemi verið lögð niður og flutt á Patreksfjörð. Samkvæmt Hagstofu Íslands var íbúafjöldi Rauðasandshrepps 93 einstaklingar árið 1993. Eftir að hreppurinn varð hluti af Vesturbyggð eru uppfærðar tölur ekki aðgengilegar hjá Hagstofunni. Íbúum á svæðinu telst þó til að núna, haustið 2022, séu níu einstaklingar með fasta búsetu í hinum forna Rauðasandshreppi, þar af fimm á Rauðasandi. Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is Lambavatn-Efra Stakkar Melanes Saurbær Kirkjuhvammur X Sjöundá Rauðasandur: Byggð stendur hallandi fæti

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.