Bændablaðið - 20.10.2022, Qupperneq 33

Bændablaðið - 20.10.2022, Qupperneq 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022 Austast á Rauðasandi býr Ástþór Skúlason, ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Maríu Sigurðardóttur, á bænum Melanesi. Þau reka þar ferðaþjónustu á sumrin með tjaldstæði og þremur gestahúsum. Þar til nýlega voru þau einnig með nokkuð stóran sauðfjárbúskap, en hafa skorið stofninn niður í 35 kindur. Báðir foreldrar Ástþórs eru frá Rauðasandi, faðir hans frá Stökkum og móðir frá Melanesi. Fyrstu mánuðina bjó Ástþór hins vegar í Sauðlauksdal í Patreksfirði þar sem foreldrar hans voru síðustu ábúendurnir. Árið 1975 fluttist fjölskyldan að Stökkum, þegar Ástþór er á öðru ári. Fjölskyldan færði sig yfir að Melanesi árið 1980 þar sem Ástþór óx úr grasi og fór inn í búskapinn með foreldrum sínum. Þegar líða fór að aldamótum var búskapurinn orðinn nokkuð stór á þess tíma mælikvarða, eða 38 mjólkandi kýr og 500-600 kindur. Nánast allt hægt, þrátt fyrir mænuskaða Ástþór tekur ekki formlega við búskapnum fyrr en eftir að hann lendir í mænuskaða í alvarlegu bílslysi árið 2003. Hugur Ástþórs var við landbúnað og lét hann lömunina ekki stöðva sig við að starfa sem bóndi. Hann sá þó fljótlega að hann þyrfi að hætta með kýrnar, en lengi vel eftir slysið voru 300–400 ær á bænum. Ástþór segir að rekstrargrundvöllur búsins hafi farið um leið og það var minnkað. „Það lifir enginn á þessum litlu búum sem voru hér áður. Þó menn lendi í svona slysförum er ekkert þar með sagt að þeir geti ekki gert nánast allt það sem þá langar til – bara að finna rétta aðferð til þess. Tæknin er þannig í dag að það er hægt að leysa nánast hvaða mál sem upp kemur ef viljinn er fyrir hendi,“ segir Ástþór Ferðaþjónustan sífellt mikilvægari Árið 2007 byrja hjónin í Melanesi með ferðaþjónustu og með tíð og tíma hefur aðstaðan þróast og stækkað og orðið þeirra aðalatvinna. Í nokkur ár stóð bróðir Ástþórs fyrir útihátíðinni Rauðasandur Festival sem haldin var í Melanesi. Ástþór segir ferðaþjónustuna ganga vel. Sumarið í sumar hafi verið með fjölmennari sumrum og aðsóknin sé sambærileg því sem hún var árið 2019. Á meðan heimsfaraldurinn gekk yfir hafi aðstreymið minnkað, en Íslendingar hafi þó verið duglegir að koma á Vestfirðina. Fólksfækkun komin til að vera Eins og áður hefur komið fram er stöðug fólksfækkun í sveitinni. „Ég held að þegar þeir ábúendur sem eru hérna núna fara, þá sé þetta komið í eyði,“ segir Ástþór aðspurður um framtíðarhorfur byggðarinnar. „Þetta verða sumardvalarstaðir, en hve lengi þetta verða búsettar jarðir er orðið áraspursmál.“ Ef ungt fólk á að sjá sér fært að setjast að á Rauðasandi er nauðsynlegt að byggðin tengist við þriggja fasa rafmagn, ljósleiðara og samgöngur verði tryggari. Til stóð að net- og rafmagnstengingin yrði bætt fyrir árið 2020, en því hefur verið frestað nokkrum sinnum án þess að gefnar séu almennilegar skýringar. Innviðir láta bíða eftir sér Búið var að flytja ljósleiðara og rafmagnsstreng í Patreksfjörðinn í fyrrasumar og var allt klárt til að hefja niðurplægingu. Strengirnir voru síðar fluttir annað og plægðir niður þar. „Við höfum sjálfsagt lent enn einu sinni aftast á listanum – erum svo sem vön því, hvort sem það er í samgöngum eða annarri þjónustu.“ Í haust var settur upp farsímasendir á Rauðasandi. Fram að því hafði sambandið á svæðinu verið afar slitrótt. Þessi sendir var svæðinu nauðsynlegur þar sem síminn er ekki lengur tengdur með landlínu. Varðandi vegasamgöngurnar segir Ástþór lítið mál að bæta þær, ef bara fengist til þess fjármagn. Vegurinn yfir á Rauðasand er gamall malarvegur og ástand hans ræðst mikið af veðráttu. Mest aðkallandi sé þó að fá á hann vetrarþjónustu. Á meðan ekki sé tryggt að vegurinn sé opnaður á veturna getur ungt fólk með börn ekki gengið að því vísu að geta sent ungviðið í skóla, nema að senda þau í fóstur hluta vetrar á Patreksfirði. Póstflutningur á röngum dögum Hið opinbera stendur straum að einum mokstri að hausti og hreinsun að vori. „Ef það þarf að opna fyrir mjólkurbíl, þá hefur Mjólkursamlagið og sveitarfélagið sameinast um að moka.“ Ástþór er gagnrýninn á að Pósturinn skuli ekki samnýta þá daga þegar mjólkurbíllinn er á ferðinni. „Ef það verður ófært sama dag og mjólk er sótt geta liðið ein til tvær vikur þangað til við fáum póst.“ Vandamálið sé líka að Pósturinn hefur ekki yfir að ráða almennilegum bíl. Hann segir að ef notast væri við sæmilegan jeppa í stað lítils sendibíls væri algjör undantekning að vegurinn væri hindrun. Þrátt fyrir að þessir þjónustuaðilar þurfi oft frá að hverfa vegna færðar vill Ástþór ekki meina að íbúar Rauðasands séu oft innilokaðir. Sorphirða í skötulíki Ástþór kemur inn á sorphirðuna í sveitinni. Á öllum Rauðasandi sé einungis einn gámur sem sé ekki tæmdur nema íbúarnir hringi og kvarti nógu oft við bæjarskrifstofurnar á Patreksfirði. Ástandið sé sæmilegt yfir sumarið, en á veturna sé sorpið yfirleitt ekki sótt. „Við erum tilneydd til að brenna sorpið af og til ef við höfum ekki geymslustað fyrir það, þó það sé neyðarúrræði. Þar sem við þurfum að borga fyrir alla þjónustu ættum við að eiga rétt á að fá hana. Það eru ekki lægri gjöld á þessum jörðum en annars staðar.“ Sameining banabiti sveitarinnar Þegar kom að því að kjósa hvort Rauða- sandshreppur ætti að ganga inn í sveitarfélagið Vesturbyggð segir Ástþór að íbúarnir hafi skipst í tvær fylkingar og mjótt hafi verið á munum. Þeir sem hafi kosið með sameiningu hafi svo margir flutt í burtu. „Þeir sem voru á móti voru þeir sem sátu eftir og hafa þurft að glíma við afleiðingarnar. Að mörgu leyti myndi ég segja að þessi sameining hafi verið banabiti sveitarinnar.“ Gagnrýninn á bótakerfi Ástþór er gagnrýninn á bótakerfið sem öryrkjar búa við í dag. „Kerfið er byggt þannig upp að ég sem öryrki á ekki að vera á vinnumarkaði. Ef ég vinn mér inn einhverjar krónur er mér refsað fyrir það.“ Hann segir að ef tekjurnar fari upp fyrir eitthvert hámark þá sé dregið meira af honum en hann vinnur sér inn. „Ég er sannfærður um það að fólk sem fær að vinna – þó það sé ekki nema eitthvað smávegis – þarf það að reiða sig miklu minna á heilbrigðiskerfið. Bara það að finnast maður skipta einhverju máli í stóra samhenginu gefur fólki ótrúlega mikið.“ Lambavatn á Rauðasandi er eini bærinn á Vestfjörðum sem hefur stundað markvissa kornrækt á seinni árum. Til þess að geta nýtt byggið sem fóður er nauðsynlegt að hafa aðgang að vélum sem geta þreskt á haustin. Þess vegna eru tvær þreskivélar á Lambavatni og mjög líklegt að þær séu þær einu sem hafa verið í notkun á Vestfjörðum. Upphaf kornræktar á Lambavatni má rekja til ársins 1999, þegar Þorsteinn keypti traktorsdrifna þreskivél úr þrotabúi á öðrum bæ á Rauðasandi. Þangað hafði vélin verið keypt skömmu áður, en var aldrei notuð. Hún er af gerðinni JF MS 707, framleidd í kringum 1980. Árið 2000 hóf hann jarðvinnu og sáði korni í nokkra hektara um vorið. Eftir það var kornrækt á bænum samfleytt til ársins 2017. Stórtækastir voru Lambavatnsbændur árið 2011 þar sem sáð var í tíu hektara. Traktorsdrifnu þreskivélina segir Þorsteinn hafa verið nokkuð erfiða í notkun. Hún var knúin áfram af afturhjóladrifnum Zetor sem gat átt í vandræðum með að komast yfir akurinn í blautu árferði. Aflið er flutt milli vélarhluta með reimum sem getur haft ókosti í för með sér. Ef ein reim slitnar getur verið nauðsynlegt að losa margar aðrar reimar til að koma nýrri reim fyrir. Árið 2009 kom sjálfkeyrandi Massey Ferguson 16 þreskivél, árgerð 1988, á bæinn sem leysti JF MS vélina af hólmi. Massey Ferguson þreskivélin var betri að því leyti að hún var afkastameiri og með betra útsýni yfir kornið. Hún var líka með stærri dekk sem gerði henni kleift að fara yfir blautara land en hin. Það kom þó ekki í veg fyrir að hún sykki ef aðstæður voru nógu slæmar. Fyrir utan nokkrar festur segir Þorsteinn að notkun vélanna hafi gengið klakklaust fyrir sig. Undir lokin var þreskivélin farin að láta á sjá vegna ryðs og var henni endanlega lagt árið 2017 þegar kúplingin skemmdist. Þorsteinn reiknar ekki með að endurvekja kornrækt á bænum. /ÁL Einu þreskivélar Vestfjarða Þreskivél af gerðinni JF MS 707 framleidd í kringum 1980. Fyrsta vélin af slíku tagi sem kom að Lambavatni. Við notkun var hún tengd við traktor. Myndir / ÁL SAGA VÉLAR Melanes: Ferðaþjónusta forsenda búsetu Sjálfkeyrandi þreskivél af gerðinni Massey Ferguson 16 kom að Lambavatni árið 2009. Hún var í notkun til ársins 2017 þegar hún bilaði. Melanes var vettvangur frægrar útihátíðar kennda við Rauðasand. Ástþór Skúlason er bóndi á Melanesi ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Maríu Sigurðardóttur. Undanfarin ár hafa þau minnkað bústofninn hjá sér og einbeitt sér meira að ferðaþjónustu. Ástþór segir jarðir á Rauðasandi bera sömu gjöld og aðrar, en þjónustustigið sé minna. Myndir / ÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.