Bændablaðið - 20.10.2022, Síða 35

Bændablaðið - 20.10.2022, Síða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022 Talið er að villtum dýrum í heiminum hafi fækkað um nálega 70% á árunum frá 1970 til 2018. Fækkunin er að stærstum hluta rakin til ágangs manna inn á búsvæði dýranna og ofveiði. Samkvæmt útreikningum sem birtast í Living planet report 2022 er talið að villtum dýrum í heiminum hafi fækkað um tæplega 70% á þeim 50 árum sem könnunin nær yfir, frá 1970 til 2018. Skýrslan er unnin af Alþjóðasjóði villtra dýra (WWF) breskum dýrafræðisamtökum (ZSL). Í sambærilegi skýrslu sem kom út 2020 var áætlað að fækkunin næmi um 60%. Mest er fækkunin í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og í höfunum. Helstu orsakir fækkunarinnar eru sagðar vera skógarhögg, ofveiðar, mengun, eyðing náttúrulegra heimkynna dýranna, landbúnaður og hlýnun andrúmsloftsins. Í skýrslunni segir að til þess að vernda eftirlifandi villt dýr og dýrastofna verði að skipuleggja landnotkun og draga úr ofveiði því að ef ekkert verði að gert sé ekki lagt í að það sem við köllum villt dýr finnist aðeins í dýragörðum. /VH Nútíma landbúnaður krefst mikils vélakosts. Gæðasmurefni skipta öllu máli fyrir virkni og endingu véla. Olís veitir ráðgjöf um olíu- og smurefnanotkun fyrir allar landbúnaðarvélar. Ráðgjafar Olís veita allar nánari upplýsingar í síma 515 1100 eða pontun@olis.is. Smurefni fyrir vélvæddan landbúnað Scanice er komið í samstarf við fyrirtækið Lark, einn stærsta framleiðanda á stöðuhýsum og öðru tilheyrandi. Við bjóðum upp á ýmsar útgáfur húsa til dæmis sérstakra húsa sem hönnuð eru með ferðaþjónustu í huga. Möguleikarnir eru margir og flestar óskir hægt að uppfylla. Heyrið í okkur! Scanice I n n f l u t t a f www.scan ice . i s +354-8985469 Vallargata 1, 580 Siglufjörður · s. 898 5469 · info@scaniceexport.com · www.scanice.is Helluhraun 4, Hafnarfirði sími 565 2727 & 892 7502 www.rag.is Fliegl stimpilvagn sérhannaður fyrir malbik VIÐ AUGLÝSUM ALDREI „VERÐ FRÁ“ Fliegl Stone - Master fyrir Malbik Fliegl vélavagnar,flatvagnar,gámagrindur ofl. Hlýnun jarðar: Kolefnisbinding og uppskera í hættu Miklir þurrkar og lág grunnvatnsstaða dregur úr möguleikum á að framleiða matvæli og að rækta tré. Mynd / npr.org Umhverfismál eru flókið samspil þar sem huga þarf að mörgum ólíkum þáttum. Auknir þurrkar víða um heim ógna ekki bara matvælaöryggi því þeir hafa einnig letjandi áhrif á möguleika á að auka kolefnisbindingu með því að planta út trjám. Bændur víða um heim hafa áhyggjur af spám um áframhaldandi og aukna þurrka á næstu árum vegna breytinga á veðurfari. Að sögn bænda ógnuðu þurrkar síðastliðið sumar uppskeru ávaxta og grænmeti. Lítil úrkoma á Bretlandseyjum í haust og að spár geri ráð fyrir áframhaldandi þurrkum gerir illt verra. Bændur hafa því lítinn aðgang að vatnsbirgðum auk þess sem grunnvatnsstaða er lág og ekki er gert ráð fyrir að það eigi eftir að breytast á næstunni. Talsmenn bænda segja að stjórnvöld verði að aðstoða þá við að skipuleggja vatnsnotkun og það hvernig á að beina vatni á svæði þar sem ræktaðar eru plöntur sem þurfa mikið vatn. Stjórnvöld hafa bent á að skortur á vatni muni að öllum líkindum draga úr möguleikum Breta til kolefnisjöfnunar með útplöntun á trjám þar sem tré þurfa mikið vatn. /VH Umhverfismál: Villtum dýrum fækkar hratt

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.