Bændablaðið - 20.10.2022, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 20.10.2022, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022 vallarbraut.is S-4540050 vallarbraut@vallarbraut.is Trönuhrauni 5 220 Hafnarfirði Mest selda dráttarvélin sl. 2 ár á Íslandi SOLIS 26 beinskipt. Verð: 1.620.000+vsk Með ámoksturstækjum Verð: 2.640.000+vsk SOLIS 16 beinskipt. Verð: 1.250.000+vsk Með sláttuvél Verð: 1.400.000+vsk SOLIS 50 Verð: 4.950.000+vsk Með ámoksturstækjum Verð: 6.180.000+vsk SOLIS 90 Verð: 5.695.000+vsk Með ámoksturstækjum Verð: 6.970.000+vsk BÆKUR Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237Tvær bækur skáldkvenna Bókasamlagið hefur sent frá sér tvær bækur í samvinnu við skáldkonurnar Sveinbjörgu Svein björnsdóttur og Lilju Magnúsardóttur. Báðar sögurnar gerast í sveit á fyrri tímum. Önnur bókin er heimildaskáldsaga ættuð úr Skagafirði á 18. öld og segir frá ferð vinnukonu til Vesturheims. Hin bókin fjallar um líf barna í sveit fyrir nokkrum áratugum. Aldrei nema vinnukona Sveinbjörg Svein- björnsdóttir er höfundur bókarinnar Aldrei nema vinnukona. Sagan gerist um aldamótin síðustu og segir frá vinnukonunni Þuríði Guðmundsdóttur sem fór utan til Ameríku 36 ára gömul til að freista gæfunnar. Sagan segir frá ferðalagi hennar vestur í heim en á þeirri ferð rifjar hún upp 16 ára starfsferil sem vinnukona í Skagafirði og Húnavatnssýslu. Saga Þuríðar er einnig saga annarra kvenna og þjóðarinnar allrar á erfiðum tímum. Seinni hluti 19. aldar einkenndist af sívaxandi erfiðleikum bænda vegna hafísa, eldgosa, skipskaða, veikinda og barnadauða. Þess vegna varð freistandi að flytja til Ameríku í von um meira frelsi og betri afkomu. Gaddavír og gotterí Gaddavír og gotterí eftir Lilju Magnúsdóttur segir stuttar sögur af lífi barna í sveit á Íslandi fyrir nokkrum áratugum. Lífið er einfalt og skemmtilegt en líka flókið og hættulegt. Börnin leika sér mikið ein og verða að hafa ofan af fyrir sér sjálf. Dýrin og náttúran eru lífið sjálft. Ævintýri hversdagsins eru viðfangsefnið. Þessi heimur er okkur horfinn, heimur þar sem voru engin fjarskipti nema sveitasíminn, og enginn skjár nema eitt svarthvítt sjónvarp í stofunni á betri b æ j u m . Allt snýst um búskapinn og dýrin. Hestarnir eru leikfélagarnir. Þeir eru oftast góðir en stundum láta þeir ekki að stjórn og þeir geta líka veikst og dáið. Hænurnar þarf að baða og það gengur ekki átakalaust. Óveður og rafmagnsleysi þekkja allir úr sveitinni, gat verið þreytandi og stundum varasamt. Réttirnar eru toppurinn á tilverunni, heill dagur af skemmtilegheitum en líka áhættuatriðum. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.