Bændablaðið - 20.10.2022, Síða 43

Bændablaðið - 20.10.2022, Síða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022 Hópmynd af gripum með ARR-arfgerð á Þernunesi. Á bænum eru allir þeir gripir á Íslandi sem staðfest er að bera þessa arfgerð. Mynd / Eyþór Forgangssvæði samkvæmt skilgreiningu Matvælastofnunar eru hér rauðmerkt, þar sem riða hefur greinst á síðustu sjö árum. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn um stöðu mála, kemur fram að tillögur yfirdýralæknis hafi falið í sér umtalsverðar breytingar á því regluverki sem snýr að riðuvörnum. „Við skoðun kom í ljós að þær breytingar taka einnig til ýmissa þátta sem varða skipulag almenns dýraheilbrigðis. Í ljósi þessa hefur sú ákvörðun verið tekin að fara í tímabæra heildarendurskoðun á þeim lagabálkum sem snúa að dýraheilbrigði. Sú vinna er umfangsmikil, og liggur því ekki ljóst fyrir á þessari stundu hvenær henni lýkur,“ segir í svarinu úr ráðuneytinu. Verndandi arfgerðir dreifast um landið Á meðan unnið er að nýju regluverki í ráðuneytinu dreifast hinir verðmætu gripir með verndandi arfgerðir um landið – einkum þó á þau svæði þar sem riða hefur oftast greinst og mestar líkur eru á að þar komi tilfelli aftur upp. Það eru forgangssvæði, samkvæmt skilgreiningu Matvælastofnunar, varðandi kaup á þessum gripum. Vitað er um 128 gripi með annað hvort ARR- eða T137-arfgerð. Í öðrum Evrópulöndum er leitast við að vernda gripi með verndandi arfgerðir. Víða hafa gilt þær reglur að þegar upp kemur riða eru arfgerðir gripanna í hjörðinni strax yfirfarnar, til að meta líkur á smiti. Algengt er að kindum með ARR- arfgerð sé hlíft en aðrar aflífaðar. Eyþór segir það bagalegt ef kæmi upp riða á þessum svæðum og ekki væri búið að breyta þessum reglum. „Til dæmis á næsta ári og bændur sem væru búnir að setja á gimbrahóp með ARR-arfgerðina og þá yrði væntanlega að lóga þeim jafnt og öðrum gripum á viðkomandi búum.“ /smh Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogi | S. 544 4656 | mhg.is VETRARBÚNAÐUR Salt- og sanddreifarar. Amerísk gæðatæki sem endast.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.