Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 11
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 539 R A N N S Ó K N Björn Vilhelm Ólafsson1 BS í læknisfræði Hjalti Már Björnsson1,2 bráðalæknir 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2bráðamóttöku Landspítala. Fyrirspurnum svarar Hjalti Már Björnsson, hjaltimb@landspitali.is Á G R I P INNGANGUR Flugeldanotkun almennings er mikil á Íslandi og hefur henni fylgt nokkur slysatíðni. Engar fyrri heildstæðar rannsóknir liggja fyrir á flugeldaslysum hér á landi. Markmið rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um umfang, orsakir og afleiðingar flugeldaslysa á höfuðborgarsvæðinu. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Gerð var textaleit í sjúkraskrám til að finna komur á bráðamóttöku Landspítala á tímabilinu desember 2010 til janúar 2022 af völdum flugeldaslysa. Voru sjúkraskrár yfirfarnar til að finna nánari lýsingar á tildrögum slyss og áverkum. NIÐURSTÖÐUR Á rannsóknartímabilinu leituðu 248 manns til Landspítala vegna flugeldaslysa, þar af 181 (73%) karl. Aldursbilið var frá 9 mánaða til 79 ára, alls 114 börn, þar af 12 á leikskólaaldri. Til viðbótar leituðu 54 á bráðamóttöku vegna hliðarslysa. Alls voru 96 (39%) slysanna rakin til gallaðra flugelda. Rakettur ollu flestum slysum, eða 56 (23%), þar á eftir skottertur 43 (17%) svo blys 32 (13%). Flugeldategund var óskráð í 62 (25%) tilfellum. Brunaáverka hlutu 157 einstaklingar, þar af 104 á höndum. Augnáverkar fundust hjá 67 einstaklingum og 97 einstaklingar hlutu opin sár. Inn á Landspítala lögðust 22 sjúklingar sem lágu samtals í 91 dag. Enginn lést en að minnsta kosti 13 hlutu varanlegt heilsutjón vegna flugeldaáverka. ÁLYKTANIR Síðasta áratug hefur 21 einstaklingur slasast og einn hlotið varanlegt heilsutjón að meðaltali vegna flugeldanotkunar á höfuðborgarsvæðinu ár hvert sé miðað við heil ár. Alls eru 73% slasaðra karlkyns, börn eru helmingur slasaðra og eitt barn á leikskólaaldri slasast venjulega um hver áramót. Efla þarf forvarnir gegn flugeldaslysum og íhuga að setja strangari reglur um notkun þeirra. Flugeldaslys á höfuðborgarsvæðinu 2010­2022 Frá bráðamóttöku Landspítala Inngangur Frá því að flugeldar voru fyrst sprengdir í Kína fyrir um 2000 árum hafa þeir víða verið notaðir til að fagna merkum áföngum, sigr­ um eða viðburðum. Elstu heimildir um flugeldanotkun á Íslandi eru frá árinu 1662 við undirritun einveldisskuldbindingarinnar í Kópavogi.1,2 Sala flugelda hófst hér á landi í kringum aldamótin 1900. Neyðarblys voru seld til skipsverja og var skylda að endur­ nýja þau árlega. Skapaðist sú hefð að skjóta gömlu merkjunum á loft á nýársnóttu ár hvert og lagði það grunninn að hefðinni fyrir því að skjóta upp flugeldum um áramót á Íslandi.3 Hér á landi hafa björgunarsveitir staðið fyrir sölu á stórum hluta þeirra flugelda sem fluttir eru til landsins. Hefur flugelda­ salan reynst mikilvæg leið til tekjuöflunar sveitanna, auk þess sem íþróttafélög og einkaaðilar hafa selt flugelda.4 Þrátt fyrir að flugeldar séu almennt taldir fólki til skemmtunar fylgja skuggahliðar notkun þeirra. Hefur slysatíðni verið allmikil, helst brunasár og einnig nokkuð um alvarlega augnáverka.5­7 Inn­ flutningur á flugeldum hefur margfaldast á síðustu áratugum og vaxandi umræða er um skaðleg umhverfisáhrif þeirra. Það á bæði við um skaðlega loftmengun ásamt mengun vegna þungmálma sem berast út í náttúruna.8 Í gildandi löggjöf eru takmarkanir á tegundum sem heimilt er að selja almenningi en ekki á magni inn­ fluttra flugelda.9 Í erlendum rannsóknum hafa flugeldaslys reynst að mestu leyti valda bruna­ og sprengjuáverkum í andliti og á höndum og tals­ vert hefur verið um alvarlega augnáverka. Erlendis hefur verið

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.