Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 26
554 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N ættum, að þekkt er, eru arfberar á lífi árið 2022. Í hinum ættun­ um hefur stökkbreytta genið dáið út vegna þess að arfberar létust ungir áður en þeir eignuðust afkvæmi. Mögulega eru óþekktar arfberaættir ófundnar. Nú eru í gagnagrunni 384 einstaklingar sem hafa nær örugglega erft L68Q­stökkbreytinguna frá upphafi. Ætla má að álíka margir einstaklingar séu líklegir arfberar en hafa ekki verið prófaðir eða staðfestir. Foreldraáhrif Við athugun á ættum kom í ljós að þeir sem erfðu stökkbreytta genið frá móður lifðu að meðaltali 9,4 árum skemur en þeir sem fengu stökkbreytingu frá föður. Þessi munur kom fram um miðja 19. öldina, jókst út öldina og varð tölfræðilega marktækur.7 Mögu­ lega eru foreldraáhrifin einnig tengd fæðunni. Þessi breyting í ævilengd varð samtímis í öllum undirættum á öllum svæðum þar sem sjúkdómurinn fannst, sem bendir til almennra umhverfisþátta.7 Þó lækkaði ævilengd arfbera á Barða­ strönd um það bil 20 árum seinna en annars staðar.7 Engin meðferð hefur verið til við arfgengri heilablæðingu en nýjar rannsóknir hafa gefið vonir um að meðferð geti verið við sjóndeildarhringinn. Í vísindatímaritinu Nature Communications (NC) birtist grein sem lýsir mögulegu meðferðarúrræði fyrir arf­ bera með L68Q­stökkbreytinguna í cystatin C geninu. Glútathí­ on og N­acetyl cystein (NAC), sem er forveri glútathíons, hindrar uppsöfnun cystatin C og brýtur fáliður (oligomers) L68Q­Cystatin C niður í einliður (monomers).10 Það er mikilvægt því fáliður eru taldar grunnbyggingaeiningar stærra mýlildis sem er þekkt að því að falla út í æðar og aðra líkamsvefi, sem einliður gera ekki. Hægt er að kanna ástand uppsöfnunar á cystatin C í húð arfbera með því að ónæmislita fyrir cystatin C uppsöfnun í stungusýni úr húð þeirra.6 Vegna nýrrar vitneskju var athyglisvert að kanna hvort glútathíon gæti mögulega tengst breytingum í fæðu á 19. öld. Aðferðir Í byrjun 19. aldar var mataræði Íslendinga mjög einhæft.11 Fyrir utan fiskveiðar snerist landbúnaður aðallega um mjólkurafurðir, smjör, skyr og mysu. Salt var illfáanlegt og því var matur geymdur í súrri mysu. Þynnt mysa var einnig notuð til drykkjar. Harðfiskur (skreið) var stór hluti af fæðunni, étinn með súru, gerjuðu smjöri. Kornmeti var allt innflutt, svo og sykur. Stuðst var við innflutn­ ingsskýrslur sem eru ítarlegar frá 1840. Innflutningur kolvetnaríks fæðis, sykurs, síróps og mjöls var skoðaður sérstaklega.12 Ævilengd arfbera (384), ættingja og maka (173) var fengin úr kirkjubókum, gögnum úr Blóðbanka og Íslendingabók Íslenskrar erfðagreiningar. Stundum var dánarorsök einstaklings skráð í kirkjubók. Eftir 1911 var farið að gefa út dánarvottorð lækna. Þau er nú hægt að nálgast hjá Embætti landlækni með leyfi frá vísindasiðanefnd. Einstaklingur í áhættu fékk skilgreininguna arfberi eingöngu ef dánarorsök var skráð sem slag eða heilablóðfall í kirkjubók eða dánarvottorði. Niðurstöður Ævilengd Mynd 1 sýnir lækkun í ævilengd 384 arfbera yfir langt tímabil mið­ að við fæðingarár. Skylduarfberar voru skilgreindir sem einstak­ lingar sem vegna stöðu sinnar í ættartré voru mjög líklegir til að hafa erft L68Q­stökkbreytinguna. Þarna sést að ævilengd arfbera styttist hratt eftir miðja 19. öld. Til samanburðar var ævilengd maka arfberanna á sama tímabili könnuð (mynd 2). Makar voru valdir sem viðmið því þeir bjuggu í sömu húsum og ekki óvarlegt að ætla að mataræði maka og arfbera hafi því yfirleitt verið mjög svipað. Það sést að í upphafi tímabilsins er ekki munur á ævilengd þessara tveggja hópa en um miðja 19. öld helst ævilengd maka stöðug á Mynd 1. Ævilengd arfbera með L68Q-stökkbreytinguna miðað við fæðingarár. Mynd 2. Ævilengd maka arfbera miðað við fæðingarár. Arfberar Makar Fæðingarár Fæðingarár

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.