Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 39
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 567 V I Ð T A L Pääbo og Denisova Agnar leiðir talið að Altai­fjöllunum þar sem Pääbo fann Denisova. „Eftir því sem menn reyna við eldri og eldri líkamsleifar hefur komið í ljós að hægt er að greina DNA úr líkamsleifum sem eru allt að milljón ára gamlar. Menn fóru því að fara í gegnum bein sem fundust. „Það fannst þetta fingurbein, endi af litla fingri. Þar fannst Denisova, fjarskyldari okkur en Neanderdalsmenn, en leiðir skildu á milli Neanderdalsmanna og okkar fyrir 400­ 500.000 árum en Denisova enn lengra aft­ ur,“ segir hann. „En við vitum að erfðafræðilega er þetta önnur tegund, kannski Homo erect­ us, kannski Homo Heidelbergensis sem er þarna á milli erectus og Neanderdals­ manna, en svona varpar erfðafræðin nýju ljósi á forsögu okkar á forvitnilegan hátt.“ Ekki eru nema rúm tvö ár síðan Agnar kynnti rannsóknir Íslenskrar erfðagrein­ ingar á því að hvert okkar Íslendinga, eins og aðrir Evrópubúar, hefði um 2% erfða­ mengis okkar frá Neanderdalsfólki. „Það eru ekki nákvæmlega sömu Neandertalsbútarnir hjá öllum en við söfnuðum þeim öllum saman og gátum þannig endurskapað tæplega helming af erfðamengi Neanderdalsmanna,“ segir hann. Þessi rannsókn hafi einmitt verið gerð í samvinnu við Laurits Skog sem er nú í Leipzig að vinna með Svante Pääbo. „Þetta hefur haft áhrif á okkur en ekki er hægt að segja að það hafi gert manninn frumstæðari að hafa Neanderdalsgen. Neanderdalsfólk hafði einhverja eigin­ leika, mjög svipaða og við, en á ýmsan hátt ólíka og það getur vel verið að það hafi verið gagn í þeim erfðabreytum sem við fengum frá þeim,“ segir hann. Agnar segir rannsóknir á þróunarsögu mannhópa og tegunda, bæði rannsóknir Pääbo og aðrar um nýlegri atburði, geta haft áhrif á sjálfsmynd manna. Hann bendir á að Evrópubúar hafi til að mynda haft aðrar hugmyndir um uppruna sinn en hafi verið afhjúpaðar. Þeir hafi orðið til úr blöndun þriggja hópa; safnara og veiði­ manna sem komu til Evrópu fyrir 30.000 árum, bænda sem streymdu að frá Mið­ austurlöndum með tilkomu landbúnaðar, og svo hópa sem komu á hestum frá Asíu fyrir um 4000 árum. „Þessar niðurstöður komu mörgum á óvart,“ segir hann og að rannsóknir á uppruna mannsins geti leitt af sér minni fordóma. „Já, ég gæti trúað því. Ég held að þekking geri það almennt. Það liggur í orðinu fordómar að við dæmum áður en við vitum eitthvað. Þekking stangast á við það.“ Elon Musk og framtíðargenin En munum við í framtíðinni kvíslast í ólík­ ar manntegundir? „Nei, ekki ef við höld­ um þessum lifnaðarháttum og aðstæðum sem eru á jörðinni í dag þar sem mikið genaflæði er milli hópa,“ segir hann. „En ef menn eins og Elon Musk fá ráðið gætu einhverjir sest að á Mars eða víðar.“ Ein­ angrun, fátíð ferðalög og langur tími geti leitt til þess að stökkbreytingarnar safnist saman og skapi á endanum möguleika á að aðskildar manntegundir verði úr okkur. „Þetta er vísindaskáldskapur og erfitt að spá fyrir um framtíðina,“ segir Agnar. Agnar segir verðlaunin til Pääbo auka virðingu fyrir þessu sviði rannsókna. „Þetta er þó engin bylting eða gjörbreyting en sviðinu til framdráttar til lengri tíma.“ En hefðu aðrir en Pääbo átt að koma til greina? „Þetta er alltaf svolítið lotterí og einhvers konar geðþóttaákvörðun. Ég ætla ekki að deila við þessa nefnd. Ég er ánægður fyrir hönd Svante og þeirra sem vinna á þessu sviði en ég er viss um að það er fullt af öðrum merkilegum rann­ sóknum og vísindamönnum sem áttu vegsemdina jafnmikið skilið. Keppni í vísindum. Það er erfitt að meta útkomu í slíku,“ segir Agnar. „Vísindi eru dálítið skrýtin. Oft leggja margir hönd á plóg og erfitt að sundra útkomunni, þekkinguna sem skapast, og skrifa á einn einstakling. En segja má að Svante Pääbo, stofnun hans, ástríða og sýn hafi skilað af sér grundvallarþekkingu á þróunarsögu okkar tegundar.“ Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, fer yfir veitingu Nóbelsverðlauna til Svan- te Pääbo og mikilvægi þekkingarinnar á þróunarsögu mannkyns. Mannfólkið sé einn hrærigrautur gena. Mynd/gag HVER ER SVANTE PÄÄBO? • Pääbo fæddist 20. apríl 1955 í Stokkhólmi • Hann ólst upp hjá einstæðri eistneskri móður sinni, efnafræðingnum Karin Pääbo • Faðir hans, Sune Bergström, hlaut Nóbelsverðlaun í læknisfræði árið 1982 og er þetta í 8. sinn sem barn Nóbels- verðlaunahafa endurtekur leikinn • Verðlaun Nóbels eru 10 milljónir sænskra króna, eða um 140 milljónir íslenskra króna Svante og ættfaðir okkar, Neanderdalsmaðurinn. Mynd/Karsten Möbius

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.