Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 21
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 549 R A N N S Ó K N MIGS­aðgerðirnar voru framkvæmdar með ígræði og með eða án augasteinsskipta. Ígræðin voru iStent Inject, XEN gel stent og Preserflo Microshunt. iStent Inject er minnsta ígræði (0,23x0,36 mm) sem grætt hefur verið í mannslíkamann. Það er gert úr títan og komið fyrir í síuvef augans (trabecular meshwork). Xen gel stent er 6 mm löng túpa gerð úr collageni og myndar útflæði úr framhluta augans yfir í slím­ húð (subconjunctival space). Preserflo er aðeins stærri túpa, 8,5 mm á lengd og gerð úr poly (styrene-block-isobutylene-block-styrene) eða SIBS. Með þessari túpu er einnig komið á auknu flæði frá fram­ hólfi augans og undir slímhúð þannig að vökvablaðra myndast. Í rannsóknina voru 112 augu tekin með. Sjónsvið varð að liggja fyrir og framkvæmd mæling að minnsta kosti 12 mánuðum fyrir aðgerð. Tíu augu fóru í fleiri en eina aðgerð á tímabilinu en þá var einungis fyrsta aðgerðin tekin með í rannsóknina. Fjórtán augu voru útilokuð af eftirfarandi ástæðum; Sex augu voru með af­ leidda (secondary) gláku, þrjú höfðu áður farið í glákuaðgerð, þrjú augu voru með taugasjúkdóm sem ástæðu fyrir slæmu sjónsviði og tvö augu með sjónsviðsmælingu sem voru eldri en 12 mánaða. Öll sjónsvið voru framkvæmd með Octopus­sjónsviðstæki (perimeter). Gögnum var safnað í Excel og tölfræðiúrvinnsla framkvæmd með SPSS­útgáfu 24.0.0 og Graphpad Prism v.501 (Graphpad Software Inc., LaJolla, CA, USA). Framkvæmd voru normaldreifingarpróf á þýðinu (D‘Agostino & Pearson) og óparametrísku tölfræðiprófi (Mann­Whitney U) beitt á þá hópa sem voru ekki normaldreifðir. Óparað t­próf var framkvæmt þar sem dreifing var normaldreifð. Marktækni mið­ aðist við p<0,05. Niðurstöður Tafla I sýnir úrtak rannsóknarinnar flokkað eftir hvort MIGS­að­ gerðin var framkvæmd með augasteinaskiptum eða ekki. Að auki fengust eftirfarandi upplýsingar: Meðaltal tímalengd­ ar frá sjónsviðsrannsókn til aðgerðar voru rúmlega þrír mánuð­ ir, 120±86 dagar hjá augum sem fóru einnig í augasteinaskipti og 85±65 dagar hjá þeim sem fóru ekki í augasteinaskipti. Hjá 25 aug­ um (22%) var búið að framkvæma augasteinaskipti. Hægri augu voru 66 (59%). Tæpur helmingur, 53 (47%) sjúklingar voru konur. Meðaltal sjónsviðsskerðingar fyrir augu með frumgleið horna­ gláku var 9,7±6,7 dB samanborið við 5,3±4,9 dB fyrir flögnunar­ gláku (p< 0,01). Fyrir hópinn sem fór ekki í augasteinaskipti var meðaltal sjón­ sviðsskerðingar fyrir augu með frumgleiðhornagláku 11,2±6,5 dB, n=52, samanborið við 6,0±3,3 dB fyrir flögnunargláku, n=10 (p<0,05). Þegar skipt er í hópa eftir alvarleika sjónsviðsskerðingar voru 46 augu (41%) með milda sjónsviðsskerðingu, 34 (30%) með miðlungs­ alvarlega og 32 (29%) með alvarlega sjónsviðsskerðingu. Versnandi sjónsvið var helsta ástæða tilvísunar hjá 53 (48%), hækkaður augnþrýstingur hjá 45 (40%), dropaóþol hjá 10 (9%) og léleg meðferðarheldni hjá 4 (4%) augna. Umræða Sjónsviðsskerðing í þessari rannsókn var að meðaltali 8,8 dB. Tölu­ verður munur var á hópnum eftir því hvort augasteinaskipti fóru fram ásamt MIGS­aðgerð eða ekki. Þeir sem fóru í augasteinaskipti voru með marktækt minni sjónsviðsskerðingu, voru á marktækt færri glákudropum og voru marktækt eldri en þeir sem fóru ekki í augasteinaskipti. Sjá töflu I. Í grein Elínar og félaga á augum sem fóru í hjáveituaðgerð var sjónsviðsskerðingin meiri, eða 13,4±7,7 dB.6 Samkvæmt Hodapp­ flokkun sem skiptir glákusjúklingum eftir alvarleika út frá sjón­ sviðsskerðingu voru 41% með litla sjónsviðsskerðingu og 29% með alvarlega sjónsviðsskerðingu (sjá mynd 1). Í rannsókn Elínar og félaga voru 20% með litla sjónsviðsskerðingu og 60% með alvar­ lega sjónsviðsskerðingu. Meðaltal glákulyfja í okkar rannsókn reyndist 2,3±1,2 en í grein Elínar og félaga var það hærra, 3,0±1,2.6 Glákusjúklingar sem vísað er í MIGS­aðgerð virðast því vera styttra komnir í sjúkdómsferli sínu samanborið við þá glákusjúklinga sem er vísað beint í stærri hjáveituaðgerð. MIGS­aðgerðir eru minna inngrip og rannsóknir hafa sýnt fram á lægri fylgikvillatíðni en við hefðbundnar gláku­ aðgerðir.19,20 Því er væntanlega lægri þröskuldur til að senda sjúk­ linga í slíka aðgerð. Flestar erlendar greinar sem rannsaka ávinning af MIGS skoða augnþrýsting fyrir og eftir aðgerð og taka þá ekki sjónsviðs­ skerðingu inn í gögnin.14,21­23 Þó eru nokkrar afturskyggnar rannsóknir sem taka einnig með sjónsviðsskerðingu. Í nýlegri grein Schargus og félaga á 153 aug­ um reyndist sjónsviðsskerðing og lyfjafjöldi sambærileg og í okkar rannsókn, 10,1±4,3 dB og 2,6±1,1 dB.24 Í rannsókn Schlatter og fé­ laga á 48 augum var sjónsviðsskerðing 7,0±5,7 dB25 og í rannsókn Wagner og félaga á 82 augum var sjónsviðsskerðingin 9,9±6,8 dB.26 Niðurstöðum þessara rannsókna svipar því til okkar niðurstaðna. Í okkar rannsókn var töluverður munur á sjónsviðsskerðingu eftir tegund gláku. Þegar skoðuð eru einungis augun sem fóru ekki í augasteinaskipti var sjónsviðsskerðing gleiðhornsgláku 11,2±6,5 dB samanborið við 6,0±3,3 dB (p<0,05) fyrir flögnunar­ gláku en í grein Schargus og félaga24 var enginn munur á milli glákutegunda. Flögnunargláka er algeng á Íslandi, er almennt Mynd 1. Meðalsjónsviðsskerðing (mean defect) úrtaksins fyrir glákuaðgerð, mæld í desibelum (dB). Sjónsviðsskerðing (dB) Fj öl di a ug na

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.