Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 25
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 553 Inngangur Arfgeng heilablæðing er alíslenskur erfðasjúkdómur sem finnst eingöngu hérlendis. Sjúkdómurinn erfist ríkjandi.1,2 Sjúkdómurinn stafar af stökkbreytingu í cystatin C (L68Q) geni, CST3, á 20. litningi mannsins.3 Þessi stökkbreyting veldur upp söfnun á stökkbreyttu cystatin C sem mýlildi og það leiðir til síendurtekinna heilablæðinga sem enda í fötlun og dauða hjá ungu fólki.1 Bandvefsuppsöfnun einkennir smáslagæðaveggi í heilum sjúklinga með arfgenga heilablæðingu og mögulega á sú uppsöfnun þátt í sjúkdómsmyndinni.4­6 Talið er að L68Q­stökkbreytingin hafi orðið til fyrir 18 kyn­ slóðum, eða um 1500.7 Allir arfberar á Íslandi hafa sömu stökk­ breytinguna sem bendir á sameiginlegan forföður. Þegar ættartré nútímaarfbera eru skoðuð aftur í tímann sést að skylduarfberar í byrjun 19. aldar lifðu jafn lengi og makar að meðaltali. Í rúm 300 ár hafði L68Q­stökkbreytingin í cystatin C­geninu engin áhrif á Ástríður Pálsdóttir1 lífefnafræðingur Ásbjörg Ósk Snorradóttir2,3 lífeindafræðingur Hákon Hákonarson2,4,5 læknir 1Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3meinafræðideild Landspítala, 4The Center for Applied Genomics, Children's Hospital of Philadelphia, 5Divisions of Human Genetics and Pulmonary Medicine, Department of Pediatrics, The Perelman School of Medicine, University of Pennsylvania. Fyrirspurnum svarar Ástríður Pálsdóttir, astripal@hi.is Veitti mataræði fyrr á öldum vernd gegn arfgengri heilablæðingu í arfberum cystatin L68Q stökkbreytingarinnar? Á G R I P Arfgeng heilablæðing (hereditary cystatin C amyloid angiopathy, HCCAA) er ríkjandi erfðasjúkdómur sem stafar af stökkbreytingu í cystatin C-geninu, CST3. Stökkbreytt cystatin C safnast upp í smáslagæðum heilans sem mýlildi og veldur síendurteknum heilablæðingum og dauða ungra arfbera. Nýlega birtist grein um rannsókn á mögulegu meðferðarúrræði fyrir arfbera arfgengrar heilablæðingar sem byggist á inntöku á NAC (N-acetyl- cystein) til þess að auka magn glútathíons í arfberum en glútathíon leysir upp útfellingar af stökkbreyttu cystatin C. Áður hafði birst grein um lækkun í ævilengd arfbera, á seinni hluta 19. aldar. Á sömu áratugum varð gjörbylting á mataræði Íslendinga. Í byrjun aldarinnar var matur mjög kolvetnasnauður og kolvetni komu aðallega úr mjólkurmat. Innflutningur á mjöli og sykri var óverulegur en átti eftir að aukast mjög mikið samkvæmt innflutningsskýrslum. Vegna skorts á salti var matur geymdur í gallsúrri mysu en smám saman kom salt í stað mysu sem aðferð til að geyma matvæli. Í þessari grein er kannað hvort breyting í fæðuinnihaldi á 19. öld gæti hafa haft áhrif á glútathíon-magn arfbera. heilsu og lífslíkur arfbera. Þar sem ekkert náttúruval virðist hafa verið til staðar, fjölgaði einstaklingum með stökkbreytinguna og þeir dreifðu sér. Síðari helming 19. aldar styttist meðalævilengd arfbera stöðugt þar til hún var komin niður í 30 ár og hefur haldist þannig síðan um 1900. Þessi lækkun var mjög tölfræðilega mark­ tæk.7 Þessi áhrif til lækkunar ævilengdar voru svo sterk að oft lét­ ust foreldrar og afkvæmi á sama áratug.7 Árni Árnason læknir, sem fyrstur lýsti sjúkdómnum,8 tók eftir þessu og lýsti í doktorsrit­ gerð sinni og einnig aðrir sem töldu þetta ekki tölfræðilega mark­ tækt enda lýstu þeir aðeins einni ætt.9 Upprunalega voru 16 undirættir þekktar, dreifðar um Vest­ firði, Vesturland og Suðurland. Elsti sameiginlegi þekkti forfaðir var Þórður Þórðarson frá Ingjaldshóli á Snæfellsnesi, fæddur 1684, sem flutti í Þykkvabæinn og er forfaðir Suðurlandsætta. Tekist hefur að rekja sumar ættir saman svo nú eru þær 14. Í aðeins 5 Gagnaeyðing ehf. · Bæjarflöt 7 · 112 Reykjavík · Sími 568 9095 · www.gagnaeyding.is · gagnaeyding@gagnaeyding.is Örugg eyðing gagna Sjúkragögn eru í dag að mestu orðin rafræn og varðveitt til lengri tíma. En fjölmörgum viðkvæmum skjölum og rafrænum afritum þarf að farga með öruggum hætti. Við vinnum samkvæmt vottuðu og öruggu ferli þegar við tökum við, flytjum og eyðum gögnum. Eyðingin sjálf gerist með tætingu og fer kurlið til endurvinnslu hjá viðurkenndum vinnsluaðilum. Hafðu samband! Opið mánudaga - fimmtudaga 8:30 -17:00 og til 16:00 á föstudögum. Má eyða sjúkragögnum?

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.