Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 3
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 531 Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Ritstjórn Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður Berglind Jónsdóttir Gunnar Thorarensen Hulda María Einarsdóttir Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Lilja Sigrún Jónsdóttir Magnús Haraldsson Ólafur Árni Sveinsson Tölfræðilegur ráðgjafi Sigrún Helga Lund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@lis.is Auglýsingar Ingvar Freyr Ingvarsson ingvar@lis.is Umbrot Margrét E. Laxness melax@lis.is Prófarkalestur Aðalsteinn Eyþórsson Upplag 2000 Áskrift 21.900,- m. vsk. Lausasala 2190,- m. vsk. Prentun og bókband Litróf Vatnagörðum 14 104 Reykjavík Dreifing Íslandspóstur Höfðabakka 9 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfund- ar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagna- grunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Sci- ence Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL 11 af 18 skurðstofum Landspítala eru í formlegri notkun og tvær til viðbótar þegar tekst að manna þær. Spítalinn segir að nóg sé af skurðlæknum eða öðrum stéttum en það vanti skurðhjúkrunarfræðinga og því standi stofurnar tómar. Unnið sé að því að þjálfa upp hjúkrunarfræðinga. Formaður Félags skurðlækna segir stöðuna ekki hafa verið verri ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Mest 13 af 18 skurðstofum Landspítala í notkun „Það er ekki skurðstofupláss á Landspítala og það nagar okkur,“ segir Geir Tryggvason, for­ maður Félags skurðlækna. „Það er erfitt og streituvaldandi að sitja á móti sjúklingi og segja honum að hann komist ekki í aðgerð sem bætir lífsgæði hans og óljóst sé hvenær það verður.“ Ólafur B. Skúlason, forstöðumaður skurð­ lækninga á Landspítala, segir í svari til Lækna- blaðsins að nýting skurðstofa muni batna á nýju ári en ljóst sé að þjálfa þurfi hjúkrunarfræðinga þannig að þeir geti starfað sjálfstætt á skurðstof­ um. Þótt 11 skurðstofur séu formlega opnar hafi spítalinn „oft á tíðum“ keyrt 13 skurðstofur til að vinna niður biðlista, en það sé háð sérstakri mönnun. „Frá og með janúar verða 14 skurðstofur opn­ ar alla daga vikunnar auk tveggja skurðstofa á Eiríksstöðum sem sinna augnskurðlækningum.“ Ólafur útskýrir stöðuna með því að skurðhjúkr­ unarfræðingar hafi átt mikinn orlofsrétt eftir þau tvö og hálft ár sem spítalinn starfaði á hættu­ og neyðarstigi vegna COVID­19. „Stór hópur er að nálgast eftirlaunaaldur og margir hafa kosið að fara fyrr á eftirlaun í kjölfar mikillar vinnu tengdri COVID. Breyting á vinnu­ tíma hjúkrunarfræðinga hafði jafnframt þau áhrif að vinnuframlag hvers hjúkrunarfræðings minnkar frá því sem áður var,“ segir í svari hans. „Einnig hefur verið töluvert um að reyndir skurðhjúkrunarfræðingar á Landspítala hætti störfum og ráði sig á einkastofur sem eru að auka umsvif sín.“ Margt nýtt starfsfólk hafi verið ráðið auk þess sem nýtt sérnám í skurðhjúkrun hafi hafið göngu sína í haust. Læknablaðið spurðist frekar fyrir og fékk þá þau svör að Landspítali styðjist við tvo skurð­ hjúkrunarfræðinga í grunnmönnun í hverri aðgerð. Þrjá við þjálfun nýrra og ef aðgerðin sé stór. Blaðið spurði hvort taka mætti Svíþjóð til fyrirmyndar þar sem oft er einn skurðhjúkr­ unarfræðingur í aðgerð og fækka þeim hér svo fjölga megi aðgerðum en spítalinn segir að Sví­ þjóð sé eina samanburðarlandið sem hafi þann hátt á. „Önnur Norðurlönd og nær öll Evrópulönd, fyrir utan Króatíu og Holland, hafa tvo skurð­ hjúkrunarfræðinga í aðgerðum eins og við,“ seg­ ir í svari spítalans. Smæð landsins kalli á þetta fyrirkomulag. Geir segir stöðuna aldrei hafa verið erfiðari. Fólki á biðlistum hafi fjölgað gríðarlega á stutt­ um tíma. Hann kallar eftir aðgerðum sem leysi vandann. „Það þarf hugsanlega að hugsa út fyrir boxið. Samstarf okkar við skurðhjúkrunarfræðinga er bæði nauðsynlegt og gott en nú þegar það vantar þessa hjúkrunarfræðinga þurfum við að finna lausn til að stytta biðlista. Annars lengjast þeir og lengjast.“ Hann segir ákveðna uppgjöf í fólki yfir ástandinu. „Við viljum sjá áherslu á að opna skurð­ stofurnar hér á Landspítala. Það eru ekki ein­ faldar lausnir á vandanum en við verðum að ræða lausnir.“ Staðan sé verri en nokkru sinni fyrr. „Á meðan versnar sjúklingum og biðlistar lengjast. Það er krísa og sem þarf að taka á,“ segir Geir. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir félagið hafa bent yfirstjórn spítal­ ans á stöðuna sem brenni á skurðlæknum. Þeir þurfi að skera til að viðhalda þekkingu sinni og því slæmt þegar kraftar þeirra nýtist ekki sem skyldi. „Við viljum sjá gripið til aðgerða þar til fólkið sem nú er í þjálfun nær fullri færni því þótt staðan bitni á læknum bitnar hún mest af öllu á því fólki sem er á biðlistunum.“ Landspítali þjálfar nú upp skurð- hjúkrurnarfræðinga til að mæta manneklu á skurðstofunum. Mynd/ Landspítali/Þorkell Þorkelsson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.