Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 19
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 547 R A N N S Ó K N Inngangur Gláka er blinduvaldandi sjúkdómur sem veldur hægfara, óaftur­ kræfri skemmd á sjóntaug augans með þeim afleiðingum að sjón­ svið skerðist. Um miðja síðustu öld var gláka algengasta orsök blindu á Íslandi en blindutíðni hefur minnkað verulega vegna framfara í greiningu og meðferð.1 Einstaklingar með gláku eru yfirleitt einkennalausir í fyrstu þrátt fyrir að vera með hækkaðan augnþrýsting, breytingu á sjóntaug við skoðun eða sjónsviðsskerðingu á mælingum.2 Sterk­ ustu áhættuþættir gláku eru hækkaður augnþrýstingur og aldur. Orsakir gláku eru ekki að fullu þekktar en lækkun augnþrýstings telst vera eina viðurkennda meðferð sjúkdómsins í dag þar sem markmiðið er að hægja á eða stöðva sjónsviðstap.3­5 Glákusjúklingar eru misleitur hópur sjúklinga, einstaklingar greinast á misalvarlegu stigi, þróun sjónsviðstaps er mishröð og svörun við meðferð er einstaklingsbundin. Klínískar leiðbein­ ingar leggja áherslu á einstaklingsmiðaða meðferð og getur því verið áskorun að velja bestu meðferðina.2,6,7 Augnþrýstingur er lækkaður með lyfjum, lasermeðferð eða skurðaðgerð. Hjáveituaðgerð (trabeculectomy) hefur verið ein helsta skurðað­ Davíð Þór Jónsson1 læknir Ólöf Birna Ólafsdóttir1,2 lífeðlisfræðingur María Soffía Gottfreðsdóttir1,2 læknir 1Augndeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Davíð Þór Jónsson, dabbi210@gmail.com Á G R I P INNGANGUR Gláka er sjúkdómur sem lýsir sér með hrörnun á sjóntaug augans og er ein helsta ástæða blindu. Eina viðurkennda meðferð sjúkdómsins er lækkun augnþrýstings með lyfjum, lasermeðferð eða skurðaðgerðum. Undanfarið hafa orðið stórstígar framfarir með komu MIGS (minimally invasive glaucoma surgery) glákuaðgerða sem taka styttri tíma og eru með lægri fylgikvillatíðni samanborið við hefðbundnar glákuaðgerðir. Því ætti að vera lægri þröskuldur til að vísa sjúklingum í aðgerð. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna sjónsviðsskerðingu við tilvísun í MIGS-aðgerð. EFNI OG AÐFERÐIR Afturskyggn rannsókn sem náði til allra sjúklinga sem undirgengust MIGS- aðgerð á tímabilinu janúar 2019 til júní 2020. Meðal þess sem var skoðað var glákugerð, sjónsviðsskerðing, og augnþrýstingur. Hópnum var skipt í tvo undirhópa eftir því hvort MIGS var framkvæmt með augasteinaskiptum eða ekki. NIÐURSTÖÐUR Gögn fengust frá 112 augum. Meðalaldur var 74,5 ára. Meðaltal sjónsviðsskerðingar var 8,8±6,4 dB og fjöldi glákulyfja var 2,3±1,2 fyrir allan hópinn. Marktækur munur (p<0,01) var á aldri, sjónsviðsskerðingu og fjölda glákulyfja milli þeirra sem fóru í glákuaðgerð með augasteinaskiptum og þeirra sem fóru í glákuaðgerð án augasteinakipta. Meðaltal sjónsviðsskerðingar fyrir augu með frumgleiðhornsgláku sem fóru ekki í augasteinaskipti var 11,2±6,5 dB samanborið við 6,0±3,3 dB fyrir flögnunargláku (p<0,05). ÁLYKTANIR Sjúklingar sem fóru einnig í augasteinaskipti voru með vægari gláku, á færri glákudropum og eldri en þeir sem fóru í MIGS-aðgerð án augasteinaskipta. Sjónsviðsskerðing og fjöldi augndropa var lægri samanborið við íslenska rannsókn þar sem sjúklingar gengust undir hefðbundna gláku- hjáveituaðgerð. Þetta bendir til þess að verið sé að senda sjúklinga fyrr í skurðaðgerð en áður. Augu með flögnunargláku voru með marktækt lægri sjónsviðsskerðingu heldur en gleiðhornsgláka. Þetta er vísbending um að íslenskir augnlæknar sendi sjúklinga með flögnunargláku fyrr í aðgerð en flögnunargláka er illvígari sjúkdómur en gleiðhornsgláka. Sjónsviðsskerðing við fyrstu MIGS­glákuaðgerð

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.