Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 14
542 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N 14 (5,6%) tilfellum. Í 96 (39%) tilvikum var flugeldurinn talinn gall­ aður. Alls 30 (32%) skottertur voru gallaðar, 70% allra tertuslysa. Algengast var að þær féllu á hliðina eða sprungu samtímis á jörðu niðri. Nokkuð var um að blys spryngju í höndunum á fólki, í 55% slysa af völdum blyss var það talið gallað. Út frá lýsingum á slysum mátti álykta að fólk hefði farið rangt að í 82 (33%) tilfellum, tafla I. Helstu áverkar sem fundust voru brunar, sár, brot, mar, hljóð­ himnurof og aðskotahlutur í auga. Í heildina voru þessir áverkar 382 talsins. Algengustu áverkarnir voru brunasár, en 157 einstak­ lingar hlutu bruna. Á mynd 3 má sjá að dreifing bruna var ójöfn eftir líkamssvæðum og lang algengast var að brenna á höndunum. Sé skoðað stig bruna á hverju líkamssvæði, voru yfirborðsbrun­ ar og grunnir hlutþykktarbrunar í miklum meirihluta. Alvarlegri brunar, dýpri hlutþykktarbrunar og fullþykktarbrunar, voru í heildina tæp 13% allra bruna. Stigs bruna var ekki getið í 10 tilfell­ um. Næst algengast var að hljóta opið sár eftir návígi við flugeld, alls 97 einstaklingar, tafla II. Það komu 67 einstaklingar vegna augnáverka. Þar af voru 29 með aðskotahlut í auga, 6 voru með blæðingu, fimm fengu högg á auga og fjórum sinnum var móðusjón skráð sem greining. Átta einstaklingar þurftu innlögn á sjúkrahús og þrír hlutu varanlegan augnskaða sem leiddi til lögblindu á skaddaða auganu. Rof á hljóðhimnu varð hjá 15 einstaklingum en alls voru 19 hljóðhimnur rofnar. Aflimanir gerðust í tveimur slysanna, í báð­ um tilvikum áverkar á efri útlim. Líklegast var að hljóta bruna eftir flestar tegundir flugelda, tafla III. Einungis flugeldaryk, flugeldaprik og sprengjur voru líklegri til að særa einstakling en brenna hann. Allir þeir sem slösuðust á stjörnuljósi brenndust á meðan allir þeir sem fengu flugeldaprik í sig hlutu skurð á höfuðið. Sex af 10 beinbrotum urðu eftir návígi við tertu eða flugeld. Einnig var algengast að hljóta mar eftir þær tegundir flugelda. Á rannsóknartímabilinu lögðust 22 inn eftir flugeldaslys og lágu í samtals 91 dag, frá einum degi upp í 33 daga hver. Á tímabil­ inu undirgengust 19 einstaklingar skurðaðgerð vegna áverkanna. Algengustu meðferðirnar voru: umbúðir, verkjastilling, sýkla­ lyf, kæling, deyfing og saumun sára. Lyf voru gefin minnst 170 einstaklingum, þar af 6 sem voru bólusettir gegn stífkrampa. Athugaðar voru endurkomur sjúklinga á sjúkrahús og reyndust 116 (47%) sjúklingar, hafa mætt í endurkomu, oftast í umbúða­ skipti, en auk þess voru 27 endurkomur til augnlækna. Enginn lést en að minnsta kosti 13 einstaklingar hlutu varanlegt heilsutjón vegna flugeldaáverka. Af þeim 171 sem voru útilokaðir frá rannsókninni voru 54 sem leituðu lækninga á bráðamóttöku Landspítala eftir flugeldatengda uppákomu, það eru hliðarslys sem ekki voru talin orsökuð beint af flugeldum. Þó nokkuð var um að fólk hrasaði um flugeldaleifar eða dytti við að forðast flugeldasprengingar en 19 einstaklingar leituðu á bráðamóttökuna eftir slíkt fall. Þá fundust 10 komur vegna mengunar af völdum flugelda. Umræður Niðurstaða þessarar fyrstu heildstæðu samantektar á flugelda­ slysum á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að notkun flugelda fylgir umtalsverð slysatíðni. Á þeim 11 heilu árum sem rannsóknin náði til reyndust flugeldar orsaka að meðaltali 21 komu á bráðamóttöku Landspítala, langmest á fyrsta sólarhring hvers árs. Þó enginn hafi látist, voru slysin mis alvarleg, allt frá því að vera litlir brunar upp í aflimanir og blindu. Þá hlutu 13 varanlegt heilsutjón vegna flug­ elda, eða um einn einstaklingur á hverju ári að meðaltali. Notkun flugelda hér á landi er nær einskorðuð við áramótin. Því kom ekki á óvart að tímasetning slysanna virtist haldast í hendur við notkunartímann þannig að um helmingur slasaðist á nýársdegi og fjórðungur á fyrstu klukkustund hvers árs, mynd 2. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að karlmenn eru líklegastir til að Mynd 3. Stig bruna eftir líkamssvæði. Yfirlit um stig bruna eftir líkamssvæðum, lengst til vinstri er uppsafnaður heildarfjöldi bruna skipt eftir gráðu. Tafla II. Áverkagreining. Fjöldi (%). Tegund áverka Einstaklingar1 Efri útlimir Bolur Höfuð og háls Neðri útlimir Augu Eyru ALLS Bruni 157 (63) 104 (51) 22 (11) 44 (22) 11 (5) 15 (7) 6 (3) 202 (100) Sár 97 (39) 31 (28) 2 (2) 39 (35) 10 (9) 27 (24) 2 (2) 111 (100) Brot 10 (4) 8 (80) 0 (0) 1 (10) 1 (10) 0 (0) 0 (0) 10 (100) Mar 16 (6) 6 (38) 0 (0) 1 (6) 6 (38) 3 (18) 0 (0) 16 (100) 1 Hlutfall af heildarslysum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.