Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 40
568 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 Komið verður í veg fyrir um 6 andlát með því að vinna biðlista eftir svefnöndunarvélum niður. Stefnt er að því nú fram að jólum. Þetta segir Jordan Cunningham, yfirlæknir svef- nrannsókna Landspítala. Alls eru 1200 á biðlista eftir svefnöndunarvélum og með sam- hentu átaki Sjúkratrygginga og heilbrigðisráðuneytisins koma 1000 vélar aukalega nú fyrir áramót. Cunningham segir svefnvélar ekki aðeins bjarga lífi heldur einnig snarbæta lífsgæði. Sjálfur hóf hann að sofa með svefnöndunarvél vegna kæfisvefns eftir COVID ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Bjarga mannslífum með því að vinna upp biðlista V I Ð T A L Alls eru 1200 á biðlista eftir svefnöndunar­ vél vegna kæfisvefns. 200 bætast á biðlista í hverjum mánuði. Lengst hefur fólk beðið í ár. 1000 auka vélar koma til landsins nú í upphafi vetrar og því 1600 alls. Jordan Cunningham, yfirlæknir svefnrann­ sóknardeildar Landspítala, segir lífið liggja við, en með því að vinna biðlistann nú niður megi áætla að 6 mannslífum verði bjargað. Cunningham segir ekki aðeins COVID­19 ástæðu biðlistans heldur einnig þá staðreynd að kalla hafi þurft inn milljónir véla á heimsvísu. Hann segir mikilvægt að meðhöndla svefnvanda. „Samkvæmt því sem rannsóknir sýna má segja að fyrir hverja krónu sem varið er í vandann sé samfélagslegur ávinningur þrefaldur.“ Sjálfur veit Cunningham hverju vél­ arnar áorka. „Eins og svo margir bætti ég aðeins á mig í heimsfaraldrinum. Það var nóg til þess að velta mér að brúninni. Ég fann fyrir meiri þreytu og gekkst undir rannsókn sem sýndi að ég hafði þróaði með mér alvarlegan kæfisvefn,“ segir hann. „Meðferðin hefur breytt lífi mínu. Þessi persónulega reynsla bætist við þá akademísku. Nú hef ég verið beggja vegna borðsins og markmiðið er að hjálpa öðrum í sömu sporum.“ Mikilvægi svefns hefur náð athygli fólks síðustu misseri. Nú stæra fáir sig af litlum svefni. „Fólk þarf að sofa og því meira sem við getum gert til að bæta svefninn aukast gæði lífsins,“ segir hann. Svefnvandi sé algengur og telur hann að 20­40.000 landsmenn hefðu hag af einhvers konar meðferð við svefnvanda. Cunningham segir hann undirliggjandi í mörgum vandanum. Fólk sem upplifi sig með ADHD gæti til dæmis glímt við svefnvanda. „Þess er ekki krafist við greiningu ADHD að fólk sofi vel. Mörg einkenna ADHD má rekja til vanstarfsemi í heilaberki, hvort sem átt er við ein­ beitingarskort, minnistruflanir eða annað. Allt það sem einkennir þessa taugaþroska­ röskun er það sama og að vera svefnvana,“ segir hann. „Sjá má í bandarískri könnun að helm­ ingur barna sem hrýtur og greindist með ADHD reyndust ekki vera með ADHD eft­ ir hálskirtlatöku. Þetta er niðurstaða sem hefur haft mikil áhrif,“ segir hann og að hafa verði í huga að vandi í daglega lífinu geti einmitt verið vegna þess sem gerist á næturnar. „Þau höfðu þá ekki taugatrufl­ aðan heila heldur vanhvíldan,“ segir hann. „Við ættum að skoða þetta betur,“ segir hann. Svefndeildin efld Hrotur. Kæfisvefn. Hjartasjúkdómar. Hjartabilun. Gáttatif. Parkinson. Svefn­ leysi. Eins og áður segir hefur komist í tísku að tala um svefn, enda undirstaða alls. Svefnrannsóknardeildin hefur nú einnig verið uppfærð og efld með fleiri rúmum, meira plássi og öflugri tækjum. Sjúklingar sem hafi áður þurft að gista í þrjár nætur séu nú aðeins eina. „Við höf­ um því þrefaldað afköstin,“ segir hann. „Tíu þúsund sjúklingar eru á skrá hjá svefnrannsóknardeild Landspítala. Meirihlutinn hefur kæfisvefn og þarf ekki reglulega hjálp. Nokkur hundruð eru undir stöðugu eftirliti.“ Cunningham er eini læknirinn í fullri stöðu við svefn­ deildina en Kristján Dereksson, barna­ og lungnalæknir, vinnur með honum í 50% stöðu. Emil Árni Vilbergsson, háls­, nef­ og eyrnalæknir, vinnur svo með þeim 30%. Nú er leitað að svefnráðgjafa í 100% starf. „Við höfum fengið álitlegar umsóknir og vonumst til að verða fullmönnuð á nýju ári.“ Jordan segir deildina einnig vinna náið með lungnalæknum og kollegum í bæði einka­ og opinbera geiranum um allt land. Margt geti bent til svefnvanda, eins og gáttatif, syfja, þvaglát um nætur, blóð­ þrýstingur. „Allt getur þetta verið fyrsta

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.