Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 12
540 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N algengt að fólk slasist af völdum tívolísprengja (shells/mortars) en notkun þeirra var bönnuð á Íslandi árið 1988 í kjölfar alvarlegra slysa áramótin áður.10­13 Ekki hefur áður verið gerð heildstæð úttekt á fjölda og alvar­ leika flugeldaslysa á Íslandi. Á bráðamóttöku Landspítala hefur tíðkast að taka saman gögn upp úr áramótum og útbúa fréttatil­ kynningu um umfang og alvarleika flugeldaslysa kringum ára­ mótin en engin skráning verið á flugeldaslysum á öðrum hlutum ársins.5,14 Þær rannsóknir sem þó hafa verið gerðar einskorðast ýmist við alvarlegri augnslys eða brunaslys á börnum.6,7,15,16 Markmið þessarar rannsóknar var að meta tíðni, orsakir, eðli og afleiðingar flugeldaslysa og áverka sökum þeirra, meðal þeirra sem komu til meðferðar á bráðamóttöku Landspítala á tímabilinu frá desember 2010 til janúar 2022. Efni og aðferðir Leitað var í sjúkraskrám Landspítala með textaleit að eftirfarandi orðum í öllum beygingarmyndum: flugeldur, raketta, blys, terta, stjörnuljós og sprengja. Rýnd var skráning á komum einstaklinga þar sem leitarorðin komu fyrir. Útilokuð voru þau sem ekki höfðu lent í flugeldaslysi. Gerður var greinarmunur á því þegar koman var algerlega óháð flugeldum og þegar flugeldur átti þátt í komu einstaklings án þess þó að valda sjálfur áverkanum. Þýði rann­ sóknarinnar voru einstaklingar sem lent höfðu í flugeldaslysi, þar sem flugeldurinn olli áverkanum, á tímabilinu og komið á bráða­ móttökuna af þeim sökum. Eftirfarandi breytur voru skráðar í gagnagrunn: Aldur, kyn, dagsetning og tími slyss, tegund flug­ elds, hvernig slys atvikaðist, hvort viðkomandi hafi verið undir áhrifum áfengis eða annara vímuefna. Ef um barn (aldur, <18 ár) var að ræða var skráð hvort það hafi verið undir eftirliti. Þá var skráður flutningur sjúklings á spítala, sjúkdómsgreining, veitt meðferð og afdrif. Varanlegt heilsutjón var skilgreint sem sjón­ skerðing, skert hreyfigeta, tap á útlim eða veruleg örvefsmyndun (lýti). Gögnunum var varpað yfir í tölfræðiforritið RStudio® og þau greind með aðferðum lýsandi tölfræði. Flokkabreytur voru gefnar upp sem fjöldi og prósenta af heild til hliðsjónar. Auk þess var framkvæmd línuleg aðhvarfsgreining til að meta hvort breyting hefði orðið á tíðni slysa á tímabilinu. Tölfræðileg marktækni mið­ aðist við p­gildi minna en 0,05. Leyfi lágu fyrir áður en rannsóknin hófst frá vísindasiðanefnd heilbrigðisrannsókna á Landspítala (leyfisnúmer: 52/2021), vís­ indarannsóknanefndar heilbrigðisrannsókna á Landspítala og frá yfirlækni bráðamóttöku Landspítala. Niðurstöður Á rannsóknartímabilinu fundust 419 einstaklingar með áður skil­ greind leitarorð í sjúkraskrám sínum. Við yfirferð sjúkraskráa voru 117 einstaklingar útilokaðir frá rannsókninni þar sem vísan í leitar­ orðin tengdist ekki flugeldaslysi, þá fundust 54 hliðarslys þar sem flugeldur átti þátt í komunni án þess þó að valda sjálfur áverka. Alls leituðu 248 manns til bráðamóttöku Landspítala í Foss­ vogi eftir flugeldaslys á tímabilinu og mynda rannsóknarþýð­ ið. Meirihluti slasaðra var karlkyns, eða 181 (73%). Slasaðir voru Tafla I. Bakgrunnsþættir slasaðra eftir tegund flugelds. Fjöldi (%). Alls 248 Raketta 56 Terta 43 Blys 34 Smádót 19 Flugeldaryk 15 Stjörnuljós 8 Flugeldaprik 6 Sprengja 5 Ótilgreint 62 Kyn Karl 181 (73) 39 (70) 35 (81) 25 (74) 15 (79) 6 (40) 3 (38) 4 (67) 5 (100) 49 (79) Kona 67 (27) 17 (30) 8 (19) 9 (26) 4 (21) 9 (60) 5 (63) 2 (33) 0 (0) 13 (21) Aldur (ár) 0-5 12 (5) 1 (2) 3 (7) 0 (0) 1 (5) 0 (0) 7 (88) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 6-11 26 (10) 4 (7) 3 (7) 9 (26) 2 (11) 1 (7) 1 (13) 2 (33) 0 (0) 4 (6) 12-17 76 (31) 18 (32) 7 (16) 8 (24) 14 (74) 2 (13) 0 (0) 0 (0) 5 (100) 22 (35) 18-33 52 (21) 12 (21) 7 (16) 7 (21) 2 (11) 7 (47) 0 (0) 1 (17) 0 (0) 16 (26) 34-49 52 (21) 15 (27) 17 (40) 3 (9) 0 (0) 4 (27) 0 (0) 2 (33) 0 (0) 11 (18) 50+ 30 (12) 6 (11) 6 (14) 7 (21) 0 (0) 1 (7) 0 (0) 1 (17) 0 (0) 9 (15) Breyttur flugeldur Breyttur 14 (6) 2 (4) 5 (12) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 2 (40) 5 (8) Ekki breyttur 166 (67) 40 (71) 34 (79) 31 (91) 18 (95) 8 (53) 8 (100) 5 (83) 3 (60) 19 (31) Kom ekki fram 68 (27) 14 (25) 4 (9) 3 (9) 1 (5) 7 (47) 0 (0) 1 (17) 0 (0) 38 (61) Gallaður flugeldur Galli 53 (21) 11 (20) 19 (44) 16 (47) 2 (11) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 3 (60) 2 (3) Líklega galli 43 (17) 14 (25) 11 (26) 3 (9) 1 (5) 1 (7) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 13 (21) Ekki galli 69 (28) 16 (29) 8 (19) 8 (24) 10 (53) 5 (33) 7 (88) 5 (83) 1 (20) 9 (15) Kom ekki fram 83 (33) 15 (27) 5 (12) 7 (21) 6 (32) 9 (60) 1(13) 1 (17) 1 (20) 38 (61) Notkun Röng notkun 82 (33) 24 (43) 10 (23) 7 (21) 13 (68) 0 (0) 6 (75) 0 (0) 2 (40) 20 (32) Rétt notkun 75 (30) 11 (20) 28 (65) 18 (53) 2 (11) 4 (27) 0 (0) 5 (83) 0 (0) 7 (11) Kom ekki fram 91 (37) 21 (38) 5 (12) 9 (26) 4 (21) 11 (73) 2 (25) 1 (17) 3 (60) 35 (56)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.