Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 13
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 541 R A N N S Ó K N á aldrinum 9 mánaða til 79 ára, meðalaldur 26 ár og miðgildi 19 ár. Alls slösuðust 114 (46%) börn, þar af 12 á leikskólaaldri (tafla I). Voru 39 (16%) einstaklingar fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttöku, 169 (68%) komu á eigin vegum og hjá 40 (16%) einstaklingum var skráning ófullkomin. Af þeim 114 börnum sem slösuðust við notkun flugelda, voru 42 sögð undir eftirliti fullorðinna þegar slysið varð, eins og lög kveða á um.9 Börn sem skráð voru án eftirlits voru alls 28 talsins en í 44 tilfellum lágu gögn ekki fyrir. Skráning á notkun áfengis og annarra fíkniefna var mjög ófull­ komin, 10 einstaklingar voru sagðir undir áhrifum áfengis og einn sagður allsgáður en skráningu vantaði hjá 237 manns. Enginn var sagður undir áhrifum annarra efna. Meðalfjöldi slysa á ári er 21 slys, sé tekið mið af heilum árum, að desember 2010 og janúar 2022 undanskildum, mynd 1. Línu­ leg aðhvarfsgreining á sama tímabili sýnir ómarktæka breytingu á tíðni slysa á tímabilinu (­0,72, P=0,27). Alls urðu 70 (28%) slys utan leyfilegs skottíma flugelda.9 Slysin dreifðust ekki jafnt á árið, 81% slysanna urðu í janúar og 10% í desember á meðan 9% dreifðust á hina 10 mánuðina. Séu áramótin skoðuð nánar, kemur í ljós að 129 (52%) slys urðu 1. janúar og þar af 59 (24%) á fyrsta klukkutíma ársins, mynd 2. Rakettur ollu flestum slysum, 56 (23%), og þar á eftir skottertur, 43 (17%). Þriðja algengasta orsökin voru blys, 34 (14%), og þar af tvö neyðarblys sem notuð voru til skemmtunar. Átta slys fundust vegna stjörnuljósa, öll hjá börnum 9 ára og yngri. Tegund flugelds var ótilgreind í 62 tilfellum (25%). Sex tilfelli fundust þar sem flug­ eldaprik féll á einstakling af himnum ofan. Átt var við flugeldinn í Mynd 1. Fjöldi flugeldaslysa á ári. Heildarfjöldi einstaklinga sem leitað hafa á bráðamóttöku Landsspítala á hverju ári með áverka eftir flugeldaslys (bláir stöplar). Fjöldi slasaðra utan leyfilegs notkunar tíma flugelda (rauðir stöplar). Mynd 2. Dag- og tímasetningar flugeldaáverka. Fjöldi koma á bráðamóttöku skipt upp eftir: A) Mánuðum. B) Dögum í kringum ára- mót. C) Klukkutímum á nýársnótt.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.