Fréttablaðið - 10.03.2023, Page 12

Fréttablaðið - 10.03.2023, Page 12
Við höfnuðum hægri og vinstri skilgrein- ingum, vorum þriðja víddin. Það er full ástæða til að fagna sigrum Kvenna- lista á 40 ára afmæli hans hinn 13. mars. Þegar er óhætt að segja að Kvenna- framboð og Kvennalisti hafi skilið eftir sig ríkulega arf leifð til kom- andi kynslóða. Framboðin einsettu sér að fara inn í valdastofnanir sam- félagsins, breyta þeim innan frá og krefjast þess að sameiginleg reynsla og verðmætamat kvenna væri metið til jafns við reynslu og verðmæta- mat karla. Við ætluðum að koma stefnumálum okkar af jaðrinum og inn á miðjuna og gjörbreyta umræðunni. Það tókst. Á þeim 17 árum (1982-1999) sem Kvennaframboð og Kvennalisti áttu sæti í sveitarstjórnum og á þingi fór hlutfall kvenna á Alþingi fór úr 5% í 25% og fjöldi þingkvenna úr 3 í 16. Hlutfall kvenna í borgarstjórn fór úr 20% í 46,7%. Á landsvísu fór hlutfall kvenna í sveitarstjórnum úr 6% í 22%. Þetta var sannkallaður kvennasigur. Við komum ýmsum tabú málum á dagskrá á Alþingi, í borgarstjórn og í samfélaginu. Má þar nefna klám, nauðgunarmál, kynferðislegt of beldi sem og annað of beldi gegn konum og börnum. Sú umræða leiddi til stofnunar Kvennaathvarfs og Neyðarmóttöku fyrir fórnar- lömb kynferðisbrota. Við lyftum lokinu af veröld sem hafði ekki verið sýnileg. Eitt stærsta baráttumál Kvenna- listans var að leiðrétta laun lág- launakvenna. Í öllum stefnuskrám framboðanna var hamrað á þess- ari kröfu. Þar segir meðal annars „að launakjör kvennastétta verði stórbætt og óheimilt að greiða laun undir framfærslumörkum.“ Þessi krafa talar beint inn í kjara- baráttu dagsins í dag. Kvenna- listinn lagði fram frumvarp um lögbindingu lágmarkslauna 1986. Eftir kosningarnar 1987 fékk for- maður Sjálfstæðisflokksins umboð til stjórnarmyndunar. Hann boðaði Kvennalistann og Alþýðuflokkinn til viðræðna. Kvennalistakonur voru reiðubúnar til að slá af ýmsum kröfum, en krafan um að setja í lög bann við að greiða laun í dagvinnu undir framfærslukostnaði var ófrá- víkjanleg. Það voru mikil vonbrigði þegar það var ekki samþykkt. Kjós- endur kunnu greinilega að meta staðfestuna því í skoðanakönnun- um fyrst á eftir fékk Kvennalistinn ítrekað yfir 30% fylgi. Við skoðuðum samfélagið í gegn- um kvenfrelsisgleraugu, smíðuðum ný hugtök og forðuðumst gamlar klisjur. Við fundum kvennavinkil á öllum málum. Eftir að við tilkynnt- um framboð biðum við spenntar eftir fyrsta blaðamannafundinum. Fyrsta spurningin var: „Hvað ætlið þið að gera í hafnarmálum?“ Við áttum ekki von á þessari spurningu. En það stóð ekki á svari: „Við ætlum að setja grindverk í kringum höfn- ina svo börn detti ekki í sjóinn.“ Það höfðu ekki allir húmor fyrir þessu svari. En húmor var eitt af því sem framboðin lögðu ríka áherslu á þótt alltaf væri alvarlegur undirtónn. Kvennalistinn var fyrsta pólitíska af lið sem studdi mannréttinda- baráttu samkynhneigðra. Hann var fyrstur til að boða til pólitísks fundar með þeim og fyrsta pólitíska aflið með sérstakan kafla í stefnu- skrá um rétt samkynhneigðra. Kvennalistinn skapaði sér sér- stöðu sem umhverf ishreyf ing. Við vorum á móti stóriðju vegna umhverfissjónarmiða, töldum hana gamaldags og úreltan atvinnukost. Lögðum fram tillögu um stofnun umhverfisráðuneytis sem varð að veruleika tveim árum síðar Friður var ofarlega á blaði. Við gengum ekki inn í hefðbundna slagorðaumræðu um Ísland úr NATO, herinn burt. Við snerum upp á umræðuna og vildum leggja niður öll hernaðarbandalög og auka friðarfræðslu. Árlega voru f luttar tillögur sem tengdust kjarnorkuaf- vopnun. Frumvörp voru flutt um lengingu fæðingarorlofs kvenna í 9 mánuði, sérstakt fæðingarorlof fyrir karla og að fæðingarorlofsgreiðslur skyldu miðast við full laun sem var nýnæmi. Einnig voru fluttar ýmsar tillögur um dagvistar- og skóla- mál. Það myndi líklega æra óstöð- ugan ef ég teldi upp öll þau mál sem Kvennalistakonur fluttu á þingi og í borgarstjórn. Vinnubrögðin, valddreif ing, flatur strúktúr og enginn formaður skóp Kvennaframboði og Kvenna- lista sérstöðu. Við höfnuðum hægri og vinstri skilgreiningum, vorum þriðja víddin. Ein arf leifð framboðanna er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr- verandi borgarstjóri, sem fór fram fyrir R-listann 1994. Hún hafði verið borgarfulltrúi Kvennaframboðs og þingkona Kvennalista. Hún sótti ýmislegt í smiðju framboðanna í borgarstjórnartíð sinni. Á fyrstu tveimur kjörtímabilum hennar jókst hlutfall barna með leikskóla- pláss í Reykjavík úr 30% í 80%. Hlutur kvenna í stjórnunarstöðum óx úr 10% 1994 í 50% 2002 og launa- munur kynjanna var kortlagður og gripið til aðgerða. Komið var upp skólamötuneytum með heitum mat í hverjum skóla. Frístundaheimili eftir skólatíma voru stofnuð og svo má lengi telja. Það er full ástæða til að fagna sigrum Kvennalista á 40 ára afmæli hans hinn 13. mars. n Arfleifð Kvennaframboðs og Kvennalista Kristín Jónsdóttir sagnfræðingur 12 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 10. MARS 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.