Fréttablaðið - 10.03.2023, Síða 16
Mér fannst alltaf
gaman að mála
þegar ég var krakki en sá
aldrei fyrir mér að ég
gæti starfað við að mála
og teikna.
Gabriela Fuente
Mynsturhönnuðurinn
Gabriela Fuente flutti til
Íslands fyrir átta árum fyrir
ástina. Hún hefur hannað
fyrir stærstu tískumerki
heims og segist spennt fyrir
möguleikum tækninnar
þegar kemur að framtíð
tískuiðnaðarins.
jme@frettabladid.is
Gabriela Fuente er búsett hér
á landi og með vinnustofu í
Kópavoginum. Ferillinn hófst
í fatahönnunarbransanum þar
sem hún vann við vöruþróun
hjá skrifstofum Adidas sem sáu
um framleiðslu í Mið- og Suður-
Ameríku og Mexíkó. „Ég fann
að ég naut þessa kima tískunnar
ekki jafnmikið og ég hélt að ég
myndi gera. Og eftir tvær annir
af sömu hönnunarflokkunum:
líkamsrækt, körfubolta, rúgbý
og fótbolta, sá ég að starfið var
ekki jafnskapandi og ég hefði
viljað. Þegar ég horfði á mynstrin
í f líkunum ímyndaði ég mér að
það gæti verið spennandi að vera
manneskjan á bak við mynstrin,“
segir Gabriela.
„Ég flutti því til London, tók
nokkra kúrsa í Central Saint
Martins og uppgötvaði ástríðu
mína fyrir mynsturgerð,“ segir
hún. Eftir það tók hún að sér starfs-
nemastöður hjá mynsturhönn-
unarhúsum í London, Frakklandi
og Danmörku. „Ég gerði mér engan
veginn grein fyrir því að þetta yrði
minn starfsferill þegar ég var í BA
í fatahönnun,“ segir hún. „Mér
fannst alltaf gaman að mála þegar
ég var krakki en sá aldrei fyrir mér
að ég gæti starfað við að mála og
teikna.“
Flutti til Íslands fyrir ástina
Gabriela kemur frá São Paulo
í Brasilíu og hefur búið í Fukui
í Japan, London, Belgíu, Kaup-
mannahöfn, San Francisco og
Barcelona. Nú hefur hún búið á
Íslandi í átta ár og segist hafa flutt
hingað fyrir ástina. „Ég kynntist
þessum náunga, Finni, á netinu og
okkur kom svona líka vel saman.
Satt að segja bjóst ég aldrei við
að finna ástina á þennan hátt en
viti menn. Hér er ég og gæti ekki
verið hamingjusamari. Við Finnur
höfum verið saman í tíu ár og ég
er þakklát fyrir hvern dag sem ég
fæ að búa í þessu fallega landi með
ástina mér við hlið.“ Hún segir
veruna hér á landi hafa haft mikil
áhrif á sig. „Einstakt landslagið,
birtan og veðrið hefur haft óút-
reiknanleg áhrif á sköpun mína.“
Fann ástina á Íslandi og ástríðuna í mynsturgerð
Gabríela fann ástríðuna í mynsturgerð eftir að hafa starfað hjá Adidas við fatahönnun. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Þetta flotta mynstur hannaði Gabriela fyrir ástralska tískufatamerkið Husk.
MYNDIR/AÐSENDAR
Gabriela er hrifin af afstrakt mynstri
í íþróttafatnaði. Hér er mynstrið
hennar notað á topp frá Panache.
Gabriela hefur alltaf málað og
teiknað og getur svalað þeim þorsta
í mynstursköpuninni.
Eitt fyrsta skrefið í mynsturhönnun
Gabrielu er að gera rannsóknir á
mótífinu.
Stærðin skiptir máli
„Ég fæ innblástur úr ýmsum áttum,
náttúrunni, myndlist og menn-
ingunni. Ég hef unun af því að
ferðast og fá hugmyndir frá ólíkum
stöðum sem ég heimsæki. Ég skoða
líka hvað er vinsælt og vil hafa
puttann á púlsinum á því sem er að
gerast í bransanum. Ég nýt þess að
vinna með ólík mótíf og sérstak-
lega blóm og afstrakt form. Þessi
mótíf eru gefa mikið svigrúm og
má nota í alls konar vörur, allt frá
flíkum til húsgagna, veggfóðurs,
innpökkunarpappírs og fleira.
Þegar ég hanna mynstur byrja
ég á því að skoða viðmiðunarefni
og hvað er vinsælt. Þannig fæ ég
litapallettuna og formin fyrir
hönnunina. Næst fer ég að mála og
teikna. Svo skanna ég myndirnar
og bý til endurtekið mynstur úr
þeim í mynsturhönnunarforriti.
Þegar kemur að því að hanna
fyrir líkama þarf mynstrið að
gera hönnunina áhrifaríkari
og fara líkamanum vel. Skali og
form skipta lykilmáli svo að þú
endir ekki með ólesanlega mynd
á ákveðnum hlutum líkamans.
Það er sérlega vandasamt á klof-
svæðinu. Sundfötin eru sérstak-
lega varhugaverð og maður þarf að
vita að það er enginn annar en þú
að hugsa út í þetta á framleiðslu-
ferlinu. Oftast er þá öruggast að
hafa mynstrið í mjög stórum skala
eða mjög litlum,“ segir hún.
Hannar fyrir stór tískuhús
„Ég á stórt safn af ólíkum
mynstrum sem mínir kúnnar geta
mátað við sína hönnun en ég vinn
líka með viðskiptavinum við að
hanna mynstur sem henta þeirra
hönnun fullkomlega. Ef ég er að
hanna mynstur sérstaklega fyrir
kúnna þá gerum við það í sam-
starfi því ég vil skilja þeirra sýn og
markmið svo ég geti skapað við-
eigandi mynstur. Góð samskipti
og samvinna eru lykillinn að vel
heppnaðri hönnun.“
Gabriela hefur hannað
fyrir nokkra af stærstu hönn-
uðum heims. „Ég var verktaki hjá
FUSIONCPH í Danmörku í níu ár
og þegar ég byrjaði ferilinn tók ég
að mér reynslustörf fyrir Amanda
Kelly, Patterns og önnur mynst-
urstúdíó. Enn hef ég ekki unnið
fyrir nein íslensk merki,“ segir hún.
Hvernig mynstur eru í tísku?
„Tískumynstrin sem ég hanna ráð-
ast út frá því fyrir hvaða markað
þau eru en ég vinn ýmist með
lúxus-, íþrótta- og hraðtískumerkj-
um í Bretlandi, Ástralíu, Banda-
ríkjunum, Þýskalandi, Svíþjóð,
Hollandi og víðar. Hjá skandinav-
íska markaðnum í hraðtískunni
verða blómamynstur, afstrakt og
dýramynstur með vatnslita- og
tie-dye útliti mjög vinsæl sem og
klassísk blómamynstur. Sjálf elska
ég sumarkjóla með blómamynstri
og afstrakt mynstur fyrir ræktina.“
Möguleikar stafræns veruleika
Upp á síðkastið hefur Gabriela
verið að kanna möguleika sýndar-
veruleika í mynsturhönnun. „Ég
hef leitað leiða til að leyfa við-
skiptavinum mínum að upplifa
mynstrin mín á sinni eigin hönnun
á netinu. Tæknilegi parturinn er
enn í vinnslu en hugmyndin er að
bjóða upp á leið fyrir neytendur
til að hanna stafrænar flíkur með
notkun filtera. Núna er þetta bara í
boði fyrir mína viðskiptavini.“
Metaverse er stafrænn veruleiki
þar sem fólk getur átt samskipti
hvert við annað í rauntíma. „Þetta
svæði býður upp á einstakt tæki-
færi til að sýna og upplifa tísku á
alveg nýjan hátt. Með því að hanna
fyrir stafrænar flíkur get ég boðið
upp á nýja leið fyrir viðskiptavini
til að upplifa sköpun mína. Það er
hægt að klæðast hönnuninni, sýna
hana og eiga við hana í sýndar-
veruleikanum á allt annan hátt en
er mögulegt í raunveruleikanum.
Metaverse býður líka upp á mun
sjálfbærari möguleika en tísku-
iðnaðurinn. Í stað þess að búa
til f líkur úr hráefnum sem hafa
töluverð umhverfisáhrif í för með
sér, get ég skapað stafræna hönnun
sem hver sem er getur nálgast,
hvaðan sem er í heiminum. Ég er
mjög spennt fyrir þeim möguleik-
um sem sýndarveruleikinn býður
upp á fyrir framtíð tískuiðnaðar-
ins og er spennt að sjá hvert þessar
tilraunir leiða mig,“ segir Gabriela
að lokum. n
4 kynningarblað A L LT 10. mars 2023 FÖSTUDAGUR