Fréttablaðið - 10.03.2023, Page 27

Fréttablaðið - 10.03.2023, Page 27
LEIKHÚS Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar Tjarnarbíó í samstarfi við Alltaf í boltanum Leikstjóri: Viktoría Blöndal Leikarar: Albert Halldórsson, Ólafur Ásgeirsson, Starkaður Pétursson, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Valdimar Guðmundsson Tónlist: Valdimar Guðmundsson Handrit: Sveinn Ólafur Gunnarsson og Ólafur Ásgeirsson Hugmynd: Albert Halldórsson, Ólafur Ásgeirsson og Viktoría Blöndal Sviðsmynd og búningar: Sólbjört Vera Ómarsdóttir Lýsing: Ása Jónína Arnardóttir og Juliette Louste Myndbönd: Ásta Jónína Arnardóttir Dramatúrg: Lóa Björk Björnsdóttir Sviðshreyfingar: Erna Guðrún Fritzdóttir Starfsnemi: Ragnhildur Birta Leikarar á upptöku: Birgitta Birgisdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson Sigríður Jónsdóttir Hjá stórum hópi Íslendinga er fót- bolti ekki áhugamál, ekki íþrótt, heldur lífsstíll. Þegar ekki er verið að horfa á fótbolta eru leikir, leik- menn og þjálfarar ræddir, gamlir leikir rifjaðir upp og argast út í andstæðingana. Óbærilegur létt- leiki knattspyrnunnar er kómísk og einlæg tilraun til að skoða einn afkima þessarar menningar en leik- sýningin var frumsýnd í Tjarnarbíói fyrir stuttu. Doddi og litli bróðir hans Óli Gunnar horfa saman á enska bolt- ann hverja helgi. Doddi er tiltölu- lega nýskilinn og barnsmóðir hans er tekin saman við nýjan mann, Benedikt. Sá kemur óvænt í heim- sókn heim til Dodda einn góðan laugardag með vin sinn Valdimar með í för. Allir eiga þeir sameigin- legt að vera dyggir stuðningsmenn Manchester United, sumir reyndar meira en aðrir. Upphefst eftirmið- degi þar sem fortíðarþrá, framtíðar- draumar og Gull Lite sullast saman. Óbærilega fyndið orðfæri Upphaflegu hugmyndina að sýn- ingunni áttu Albert, Ólafur og Viktoría en Sveinn Ólafur og Ólafur eru skrifaðir fyrir lokatextanum. Sýningin gerist nánast í rauntíma, yfir fótboltaleik milli erkifjendanna Liverpool og Manchester United. Samhliða vandræðalegum sam- ræðum í stofunni er f léttað saman lýsingu á leiknum sjálfum. Þannig endurspeglar framvinda fótbolta- leiksins atburðina í stofunni. Orð- færið í handritinu er stundum alveg óbærilega fyndið, lyft upp úr sam- tímanum. Enskuslettur og stemn- ingsorð eru hér ríkjandi, þar sem orðið sjálft skiptir jafn miklu máli og framburðurinn. Hér má nefna bæði „vibe“ og „köngurinn“. Sýning- in er svolítið endaslepp þegar óvænt dauðsfall á sér stað í stúkunni, sem daðrar við deus ex machina. Lipur kvartett Kvartettinn Albert, Ólafur, Sveinn Ólafur og Valdimar leikur lipur- lega saman. Hver og einn með sinn sérstaka tón. Doddi spólar áfram í sama farinu, tilfinningarnar eftir skilnaðinn eru enn þá sárar og Sveinn Ólafur skilar togstreitunni fallega. Einfalda sálin Óli Gunnar er átakanlega fyndin, eins og lítill strákur í líkama fullorðins manns. Benedikt berst við að finna fótfestu í sínu eigin lífi og Albert fangar ástandið á mannlegan hátt. Valdi- mar vill bara sitja og horfa á leikinn en dregst óvænt inn í atburðarásina, tímasetningar hans eru smellnar og fínasta mótvægi við tríóið. Leyni- vopnið er síðan Starkaður Péturs- son, lýsandi fótboltaleiksins, sem er í senn tilfinningasamur og smell- inn. Valdimar sér um tónlistina, bæði sönginn og væntanlega tónlistar- valið. Ekki þarf að segja neinum hvað hann er fær söngvari og lögin vel saumuð inn í sýninguna. Aftur á móti er tónlistarvalið einstaklega vel heppnað; fyrir sýninguna, í sýn- ingunni sjálfri og í hléi. Chumba- wamba í blandi við Oasis og aðra sveitta enska slagara kynslóðar- innar sem er að detta í fertugt. Gleðileikur um karlmennsku Listræna teymið er sterkt. Leikstjór- inn Viktoría Blöndal leiðir hópinn og setur fókusinn á sambandið milli þessara ólíku manna. Hún er með gott auga fyrir uppbyggingu á atriðum, setur leikarana í for- grunninn og leyfir þeim að njóta sín. Einfaldleikinn er sömuleiðis í fyrirrúmi í hönnun Sólbjartar Veru Ómarsdóttur. Bekkur, upphækk- aður pallur fyrir lýsandann og sér- lega ósmekklegt málverk af Alex Ferguson. Gallabuxur, nákvæmar tegundir af Manchester United- skyrtum og inniskór sem hitta beint í mark. Um sviðshreyfingar sér Erna Guðrún Fritzdóttir sem tekst ágæt- lega til en pitsudansinn hefði mátt missa sín. Óbærilegur léttleiki knattspyrn- unnar er gleðileikur um krumpaða karlmennsku og fótbolta, bjórþamb og að vera misheppnaður, gleði og sorg hversdagsleikans. Eitthvað sem f lestir áhorfendur geta tengt við, áhugi á knattspyrnu er svo sannar- lega ekki nauðsynlegur. Alltaf í bolt- anum kemur með ferska og einlæga innsýn í helgileik hversdagsins. Þrátt fyrir fremur einfaldan endi er það ferðalagið sem skiptir máli og leikhópurinn töfrar fram hressandi kvöldstund. n NIÐURSTAÐA: Lauflétt fótbolta- flétta sem kemur skemmtilega á óvart. Krumpuð karlmennska og knattspyrna Sveinn Ólafur Gunnarsson og Ólafur Ásgeirsson leika bræðurna og gallhörðu Manchester United-mennina Dodda og Óla Gunnar. MYND/BERGLIND RÖGNVALDSDÓTTIR Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar er gleðileikur um krump- aða karlmennsku og fótbolta, bjórþamb og að vera misheppnaður, gleði og sorg hvers- dagsleikans. tsh@frettabladid.is Bíó Paradís í samstarfi við Samtökin ‘78 og mannréttindahópinn NC SOS stendur fyrir sýningu á heimildar- myndinni Welcome to Chechnya sunnudaginn 12. mars klukkan 16.30. Lucy Shtein, einn meðlima Pussy Riot, er einn skipuleggjenda en hún hefur ásamt kærustu sinni Mariu Alyokhina barist fyrir rétt- indum hinsegin fólks í Rússlandi og víðar. „Við erum að halda sýningu og spurt og svarað með David Isteev sem er baráttumaður fyrir mann- réttindum og leiðir mannréttinda- hópinn NC SOS Crisis group sem ég starfa einnig fyrir. Við hjálpum LGBTQ-fólki að f lýja rússneska norðurhluta Kákasus, sérstaklega Tsjetsjeníu, þar sem það er ofsótt, pyntað og drepið,“ segir Lucy. Welcome to Chechnya fjallar um sjálf boðaliða sem leggja líf sitt í hættu við að aðstoða hinsegin fólk í Tsjetsjeníu undan kerfisbundnum ofsóknum stjórnvalda sem hafa ítrekað beint spjótum sínum að hinsegin fólki undir forystu ein- ræðisherrans Ramzans Kadyrov. Myndin kom út á vegum HBO og vann nokkur stór kvikmyndaverð- laun, þar á meðal á Berlinale- og Sundance-kvikmyndahátíðunum auk þess sem hún var á stuttlista Óskarsverðlaunanna. „Myndin fylgir baráttufólki, þar á meðal David Isteev úr samtök- unum okkar, í Tsjetsjeníu og Maxim Lapunov, sem er einnig að koma til Reykjavíkur til að taka þátt í Q&A eftir sýninguna. Hann var hand- tekinn í Tsjetsjeníu fyrir að vera samkynhneigður og var pyntaður en náði að lokum að sleppa með hjálp David. Myndin segir sögu hans en Maxim var fyrsti maðurinn til að tala opinber- lega um það sem er að koma fyrir hinseg- in fólk í Tsjetsjeníu og þökk sé honum fékk heimurinn að heyra um mannréttinda- brotin gegn LGBTQ- fólki þar,“ segir Lucy. Welcome to Chec- hnya kom út árið 2020 en atburðirnir sem hún lýsir gerðust að mestu leyti 2017. Að sögn Lucy hefur ástandið í Tsjetsjeníu ein- ungis versnað síðan þá og segir hún stjórnvöld hafa hert aðgerðir sínar gegn hinsegin fólki enn frekar. „Árið 2017 vissum við af þessum aðgerðum; pyndingum, mann- ránum, bælingarmeð- ferðum. Upphaf lega var þetta aðeins að gerast í norðurhluta Kákasus en núna hefur þetta breiðst út um gjörvallt Rússland og við höfum meira að segja fengið upp- lýsingar um slíkar miðstöðvar í grennd við Moskvu,“ segir hún. Sý ning in í Bíó Paradís er endur- gjaldslaus og opin öllum en gestir eru þó hvattir til að leggja málefni samtakanna NC SOS lið. „Við verðum með QR-kóða og fólk getur styrkt okkur ef það vill. Við munum líka selja stuttermaboli og ýmsan varning en allur ágóði fer í vinnu okkar við að bjarga fólki frá þessu svæði,“ segir Lucy. n Verðlaunamynd um ofsóknir gegn hinsegin fólki í Tsjetsjeníu Lucy Shtein er baráttukona og meðlimur and- ófslistahópsins Pussy Riot. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR FRÉTTABLAÐIÐ MENNING 1910. MARS 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.