Fréttablaðið - 11.03.2023, Side 4

Fréttablaðið - 11.03.2023, Side 4
Lagalegar og pólitískar afleiðingar neitunar- valds eða synjunar um að samþykkja ESB-gerð eru mjög alvarlegar. Maria Elvira Mendez Pinedo, sérfræðingur í Evrópurétti 30 prósent hafa skilað skattfram- tali. 133 leituðu á heilsu- gæsluna í fyrra með myglusveppasýki. 50 prósent eru á móti sjókvía- eldi. 3 sprengju- hótanir hafa borist lög- reglunni á Suðurnesjum á árinu. 11 milljónum króna varði ÁTVR í málsóknir. Tölur vikunnar | Þrjú í fréTTum | Birgir Ármannsson forseti Alþingis hafnaði því að Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Sam- fylkingar, fengi að bera fram fyrirspurn um Lindarhvolsmálið. Var þess í stað látin fara fram atkvæðagreiðsla um hvort Jóhann Páll mætti bera fram fyrirspurnina sem var felld með atkvæðum stjórnarþing- manna. Diljá Pétursdóttir söngkona kom, sá og sigraði í Söngvakeppni sjónvarpsins með laginu Power. Mun hún því halda utan í maí og flytja lagið í sjálfri Eurovision-söngva- keppninni. Diljá, sem er 21 árs sjúkraþjálfaranemi, var nær óþekkt fyrir keppnina en nafn hennar er nú á allra vörum. Fyrir fram var ekki búist við miklu af Íslandi í veðbönkunum en sígandi lukka er best. Ástráður Haraldsson settur sáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og SA fékk miðlunar- tillögu sína samþykkta af báðum aðilum með miklum yfirburðum. Tókst Ástráði það sem Aðalsteini Leifssyni ríkis- sáttasemjara mistókst og sem olli því að hann sagði sig frá deilunni. Þar sem aðeins voru undirritaðir kjarasamningar til skamms tíma á vinnumarkaði líður ekki á löngu þar til sest verður við samninga- borðið á ný. n x N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Alex og William manual hvíldarstólar Alex manual með 20% afsl. 195.000 kr. Alklæddir Anelín leðri Litir: svart, dökkbrúnt og cognac William manual með 20% afsl. 215.000 kr. Nú með 20% afslætti ser@frettabladid.is Orkumál Innflutningur á jarðefna- eldsneyti til landsins á yfirstand- andi ári verður sá mesti sem sögur fara af, samkvæmt útreikningum sérfræðinga á vegum Samtaka atvinnulífsins. Sig urður Hannesson, f ram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði á nýafstöðnu Iðnþingi í vik- unni að svona væri málum háttað á sama tíma og boðuð orkuskipti á Íslandi væru í hámæli. „Við færumst fjær þeim mark- miðum sem stjórnvöld hafa sett sér í loftslagsmálum,“ segir Sigurður í samtali við blaðið. Alvarlegur skortur er að verða á grænni orku til atvinnurekstrar í landinu að sögn Sigurðar á sama tíma og iðnaður og aðrar megin- stoðir í tekjuöflun þjóðarinnar séu að dafna og vaxa. „Atvinnuuppbyggingin í landinu er enn þá mjög háð olíuinnflutningi á meðan svona er í pottinn búið,“ segir Sigurður og bendir á viðspyrn- una í ferðaþjónustu sem dæmi. „Ferðaþjónustan er að fara á fullt á nýjan leik og meira f lugi og aukinni umferð fylgir meiri olíu- notkun,“ segir Sigurður. Þar fyrir utan sé af hendingar- öryggi rafmagns í landinu enn þá mjög ótryggt. Fyrir vikið þurfi nýir sem gamlir atvinnuvegir í landinu að reiða sig á innflutta olíu og gas á nýrri öld, svo sem fiskvinnsla fyrir austan og efnagerð fyrir vestan. „Við erum enn þá mjög olíudrifið hagkerfi,“ segir Sigurður Hannes- son. n Nýtt met að falla í olíuinnflutningi Við færumst fjær þeim markmiðum sem stjórnvöld hafa sett sér í loftslagsmálum. Sigurður Hannesson, framkvæmda- stjóri SI Gríðarleg harka er hlaupin í flugdeiluna milli Íslands og ESB. Sérfræðingur í Evrópu- rétti segir miklar afleiðingar blasa við ef Íslendingar beita neitunarvaldi í EES-nefnd- inni. bth@frettabladid.is ragnarjon@frettabladid.is lOfTslagsmál „Það hefur aldrei gerst að Ísland hafi beitt „neitunar- valdi“ til að vera á móti löggjöf ESB,“ segir Maria Elvira Mendez Pinedo, sérfræðingur í Evrópurétti. Hún segir að alla jafna vinni samningsaðilar hörðum höndum að því að ná góðri lausn með þjóðar- hagsmuni í huga. „Það er fordæmi fyrir spennu og erfiðri innleiðingu evrópskrar tilskipunar um frjálsa för fólks og ríkisborgararétt,“ segir Maria. Varðandi deilu Íslands sem sprettur af óskum Íslendinga um fyrirgreiðslu vegna losunarskatta af flugi segir Maria Elvira að niður- staðan gæti orðið svokölluð „stöðv- un EES-réttar“. „Ég geri ráð fyrir að nú séu að eiga sér stað mikilvægar pólitískar og diplómatískar samningaviðræður til að leysa málið,“ segir hún. „Vegna þess að lagalegar og pólitískar afleiðingar neitunarvalds eða synj- unar um að samþykkja ESB-gerð eru mjög alvarlegar.“ Hún segir að ef allt fer úrskeiðis að loknum fresti til innleiðingar geti það haft áhrif á kafla EES-samnings- ins og að lokum haft áhrif á önnur svið innri markaðar ESB og EES um fjórskipt grundvallarfrelsi. Þórdís K. R. Gylfadóttir utanríkis- ráðherra segir að mikil vinna standi yfir af hálfu Íslands til að reyna til þrautar að ná fram breytingum á fyrirhugaðri reglugerð. „Það er ekki lengur deilt um að áhrifin á okkur verði mjög mikil og neikvæð,“ sagði Þórdís Kolbrún að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Forstjórar Icelandair og Play hafa dregið upp mjög dökka sviðsmynd ef skatturinn leggst af fullum þunga á rekstur félaganna. „Það er ekki tímabært að gefa út stórar yfirlýsingar,“ segir utan- ríkisráðherra, aðspurð hvort Ísland muni beita neitunarvaldi í sam- eiginlegu EES-nefndinni. Hins vegar segir Þórdís að Ísland muni ekki innleiða regluverk sem stórskaðar hag Íslands. „Þetta eru raunverulegt áhyggju- efni,“ segir hún. Þegar ESB-gerð er samþykkt þarf að vera samstaða í Noregi, Íslandi og Liechtenstein um að fella hana inn og laga ef nauðsyn krefur að EFTA-EES-ríkjunum og EES-samn- ingnum. Malta og Kýpur fengu undanþág- ur árið 2012 þegar fyrst var komið á skattheimtu vegna losunar á grunni sérstöðu landanna sem eyríkja. Það er talið vinna gegn málstað Íslendinga nú að íslenskir ráðamenn gerðu ekki kröfu um sömu fyrir- greiðslu og Malta og Kýpur fengu fyrir rúmum áratug. Lilja Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarmálaráðherra, segir að Ísland muni aldrei undirgangast skilyrði Evrópusambandsins í mál- inu óbreytt. „Þetta skiptir öllu fyrir okkur sem ferðaþjónustuland vegna tenging- anna og landfræðilegrar legu,“ segir Lilja. „Það kemur ekki til greina að þessi tilskipun nái fram að ganga án þess að á henni verði gerðar breyt- ingar.“ Framkvæmdastjóri Landverndar hefur sagt í Fréttablaðinu að tengi- f lugsmódelið um Keflavíkurflug- völl sé mengandi og ekki í anda umhverfismála. Samþykkt tilskip- unarinnar sé tækifæri fyrir Ísland til að fækka ferðamönnum til lands- ins og reyna fremur að fá fólk til að dvelja lengur. n Afleiðingar sagðar alvarlegar beiti Ísland neitunarvaldi vegna flugdeilu Tengiflugið um Keflavík er sér- lega viðkvæmt fyrir aukinni skattheimtu vegna losunar frá flugi. fréttablaðið/ Ernir 4 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 11. mARs 2023 LAUGArDAGUr

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.