Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 6
Á tímabili var ég eini leikskólastjórinn á landinu af erlendum uppruna. Nicole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningar- seturs Munur á ofmenntun inn- fæddra og útlendinga er hvergi meiri í Evrópu en á Íslandi. Útlendingar fá ekki framgang innan fyrirtækja og festast lengi í sama starfi. kristinnhaukur@frettabladid.is atvinnulíf Hvergi í Evrópu er munur á ofmenntun innfæddra og útlendinga meiri en á Íslandi. Sem þýðir að hvergi í Evrópu eiga útlend- ingar erfiðara með að fá atvinnu sem hæfir menntun þeirra. Þetta kemur fram í nýrri atvinnulífsrannsókn töl- fræðistofnunar Evrópusambandsins. Aðeins rúm 11 prósent Íslendinga eru ofmenntuð, sem er lægsta hlut- fallið í álfunni og aðeins helmingur af meðaltali álfunnar. 64,4 prósent innflytjenda frá Evrópusambands- ríkjum, sem eru langflestir innflytj- endur á Íslandi, eru ofmenntuð. Þetta er langhæsta hlutfall álfunnar. Nicole Leigh Mosty, forstöðu- maður Fjölmenningarseturs, segir tölurnar ekki komi henni á óvart. „Innf lytjendur f inna sjálf ir fyrir þessu. Þeim eru ekki boðin atvinnuviðtöl og telja að það sé oft út af nafninu,“ segir Nicole. Sjálf hafi hún, sem er frá Bandaríkjunum, lent á ýmsum veggjum hér á landi og ekki fengið viðtöl. „Á tímabili var ég eini leikskólastjórinn á landinu af erlendum uppruna,“ segir Nicole. Í greiningu hins alþjóðlega Mipex, sem greinir hversu vel inn- f lytjendur samlagast löndum, kemur Ísland áberandi verst út úr einum flokki. Hreyfanleika á vinnu- markaði. Það er hversu vel innflytj- endum gengur að fá vinnu við hæfi og fá framgang innan vinnustaða. Nicole segir þetta mikla sóun á mannauði. Þekking sem innflytj- endur hafi og sé oft bæði önnur og meiri en Íslendinga, nýtist ekki í atvinnulífinu, ekki síst einkageir- anum, þar sem kröfur um ráðningar séu minni en hjá hinu opinbera og gagnsæið þar af leiðandi líka. En munurinn er mikill hjá ríki og sveitarfélögum líka. Í könnun Reykjavíkurborgar frá árinu 2016 kom í ljós að launamunur væri ekki svo mikill innan starfsgreina milli Íslendinga og innflytjenda. En hann væri um 25 prósent heilt yfir. Ástæð- an er sú að innflytjendur sinna lág- launastörfum. „Innflytjendur fá ekki framgang innan fyrirtækja eins og Íslending- ar,“ segir Nicole. Innflytjendur séu mjög lengi í sömu störfunum. Ástæðurnar séu bæði menningar- legar og menntunarlegar. Hér séu óvenju miklar kröfur um kunnáttu í móðurmálinu. Þá séu ekki nægi- leg tækifæri til að brúa nám til að aðlaga það íslensku umhverfi. „Ef þú ert félagsráðgjafi frá Pól- landi færðu ekki að starfa sem slíkur á Íslandi því þig skortir nokkur fög um lagaumhverfið hérna.“ Þá skorti á að fyrirtæki setji sér fjölmenningarstefnu. Atvinnulífið þurfi að búa til stefnu til að aðlaga vinnumarkaðinn erlendu starfsfólki og stuðla að inngildingu til að það nái framförum og framgangi. n Treysta útlendingum ekki til að vinna sérfræðistörf 65 prósent innflytjenda frá Evrópu eru ofmenntuð. Fréttablaðið/ anton brink 11,4% 13,3% 12,4% 18,6% 20% 20,8% 64,4% 26% 19,5% 35,9% 25,7% 32% 46,7% 34% 30% 30,7% 34,5% 39,6% n Innfæddir n Útlendingar innan ESB n Útlendingar utan ESB Hlutfall þeirra sem vinna sérfræðistörf Þýskaland Frakkland Danmörk Svíþjóð Evrópa Ísland benediktboas@frettabladid.is akureyri „Ferðamenn sem hingað koma hafa stundum haft orð á þessu,“ segir Heimir Örn Árnason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og forseti bæjarstjórnar, en í bænum eru merkilega fáar hrað- hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla. Akureyri er vinsæll áfangastaður allt árið um kring. Hraðhleðslu- stöðvarnar eru fáar en alls eru tólf stöðvar og ein Tesla-stöð. N1 er ekki með stöð á Akureyri og ON er með fimm dælur. Annars eru 22 kílóvatta stöðvar víða um bæinn en það tekur langan tíma að hlaða bílana í þann- ig stöð. Heimir segir að hleðslustöðvar séu sífellt í umræðunni hjá Umhverfis- og mannvirkjasviði bæjarins. Hann hafi verið nýkominn í meirihluta þegar N1-mótið kláraðist síðasta sumar þar sem rafbílaeigendur biðu lengi eftir hleðslu. „Við viljum ekki að gestir í bænum verða á rafmagns- lausum bílum og leikmenn verði of seinir í leik. En það er sífelld þróun í þessu og sem dæmi munu hótel sem eiga eftir að rísa hérna verða með stöðvar. Það hjálpar og síðan er spurning hvort þetta ætti ekki að vera á íþrótta- svæðum Þórs og KA. Það hefur komið til umræðu og ég held að það sé sniðugt,“ segir hann. Vinnan við að fjölga hleðslustöðv- um um helming er langt komin og verður vonandi eitthvað klárt fyrir sumarið, að sögn Heimis. n Stefnan að fjölga hleðslustöðvum svo gestirnir verði ekki rafmagnslausir Það er oft margt um manninn á Akureyri. Hér frá N1 mótinu síðasta sumar þar sem margir þurftu að bíða eftir hleðslu á bíla sína. Hafnfirðingar verða áfram að taka leigubíl heim af djamminu. kristinnhaukur@frettabladid.is hafnarfjörður Bæjarstjórn Hafn- arfjarðar hyggst ekki hefja keyrslu á næturstrætó í bráð líkt og Reykja- vík. Í bókun meirihluta Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks segir að fullur hugur sé á að skoða málið með nágrannasveitarfélögum. „En þegar rekstur Strætó hefur verið eins þungur og raun ber vitni þarf að ígrunda vel ráðstöfun fjármuna og hvenær réttlætanlegt er að bæta við þjónustuna,“ segir í bókuninni. Jón Ingi Hákonarson, fulltrúi Við- reisnar, bendir á að kostnaðurinn við næturstrætó sé á bilinu 12 til 15 millj- ónir. Hafnarfjörður leggi 15 milljónir í Áfangastofu höfuðborgarinnar án kröfu um ávinning. Ljóst sé að til sé fé sem nýta megi í næturstrætó sem sé mikið hagsmunamál fyrir ungt fólk. „Engin greiningarvinna hefur átt sér stað milli funda af hálfu meiri- hlutans. Áhuginn er enginn,“ segir í bókun Samfylkingar. n Ekki næturstrætó hjá Hafnfirðingum Stöðvarnar á Akureyri n Tesla-stöð við Norðurtorg n ON á lóð Glerártorgs n ON við Hof n Fallorka við Ráðhús n Fallorka við bókasafn n Fallorka við sundlaug n RARIK Óseyri n Hlíðarfjall skíðastaðir n Flugvöllur bílaleiga n ON BYKO Óðinsnes 2 n ON Icelandair Hótel n Húsasmiðjan n Krónan 6 fréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 11. mARs 2023 LAUGArDAGUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.