Fréttablaðið - 11.03.2023, Síða 16

Fréttablaðið - 11.03.2023, Síða 16
Kvennalist- inn kom þá þremur konum inn í 60 þing- manna- hópinn sem áður taldi aðeins þrjár konur. Fyrir okkur Íslending- ana er það auðvitað mál málanna að hún Sara Gunnarsdóttir er tilnefnd fyrir stutt- teiknimyndina My year of Dicks. Í kvöld verður svo dragsýning á Kiki. bjork@frettabladid.is Við mælum með | um helgina | Það er komið að hinni árlegu veislu kvikmyndaiðnaðarins, sjálfum Óskarsverðlaun- unum. Dröfn Ösp Snorra- dóttir-Rozas er búsett í Engla- borginni og lýsir því sem fyrir augu ber fyrir áhorfendum Stöðvar 2 aðfaranótt mánu- dags, ein og aflokuð í kjallara heimilis síns. bjork@frettabladid.is Fjölmargir Íslendingar verða framlágir á mánudag eftir að hafa vakað fram eftir yfir Óskarsverðlaunaat- höfninni sem hefst á mið- nætti á sunnudagskvöld að íslensk- um tíma. Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas þekkir þá tilfinningu vel enda hefur hún fylgst með beinni útsendingu í áratugi og mætti alltaf ósofin í skóla eða vinnu þegar hún bjó heima á Íslandi. „Það er auðvitað alveg omvendt núna því ég bý í Los Angeles. En þegar ég bjó heima var ég meira að vinna með einfarann um hánótt, að pukrast með að vekja ekki mömmu og pabba og horfði ein ýmist hlæj- andi eða skælandi yfir þakkarræð- um og dramatískum augnablikum. En eftir að ég f lutti til Los Angeles er þetta um miðjan dag, útsending byrjar um klukkan tvö, þrjú um dag með upphitunarþáttum um hvað sé að gerast á rauða og hvaða tilnefn- ingar eru að fara að taka hvað og alls skyns spekúlasjónum.“ Þau hörðustu mæta uppáklædd Dröfn segir algengt að fólk haldi veislur og fylgist saman með útsendingunni. „Við hörðustu mætum uppá- klædd með kampavín og fólk hendir í veitingar og bilaðan stemmara. En í ár sem og í fyrra verð ég í kjallar- anum heima hjá mér lokuð af að lýsa honum beint fyrir Stöð 2 frá upphafi til enda þannig að ég verð með áhorfendum og það er svo sannarlega draumur að rætast hjá mér,“ segir hún kát. „Kampavín, blíní og kavíar og ærandi stemming er yfirleitt það sem ég er að vinna með en í ár bara sódavatn og hljóðlátt snarl til að vera ekki smjattandi í eyru áhorf- enda.“ Búin að sjá allar nema tvær Aðspurð hvaða kvikmyndum hún spái velgengni í ár stendur ekki á svörum. „Everything Everywhere all at once er gríðarlega sigurstrangleg og ef við dæmum út frá velgengni hennar á undangengnum hátíðum er nokkuð ljóst að hún sé að fara að sópa að sér styttum.“ Dröfn hefur verið dugleg að horfa á þær myndir sem tilnefndar eru. „Sumar myndirnar eru varla komnar út og stundum svoldið snúið að ná að sjá þær þó ég fái svo- kallaða „screener-a“ eða DVD með myndunum frá Art directors guild verkalýðsfélaginu.“ Þegar við náum tali af Dröfn á hún enn eftir að sjá Women Talking og Avatar 2 en útilokar þó ekki að ná því fyrir stóru stundina. Spennt vegna tilnefningar Söru „Fyrir okkur Íslendingana er það auðvitað mál málanna að hún Sara Gunnarsdóttir er tilnefnd fyrir stuttteiknimyndina My year of Dicks sem hún leikstýrði og við erum auðvitað að rifna úr stolti og spennu með þennan flokk. Hin stóra fréttin er að Top Gun: Maverick er tilnefnd sem besta kvikmynd en aldrei áður hefur svona stór Hollywood-mynd sem hefur verið svona vinsæl og tekjuhá verið tilnefnd og það yrði þá í fyrsta sinn sem Tom Cruise fær Óskar. Rihönnu er líka spáð sigri fyrir besta lag, Lift me up, úr Black Panther: Wakanda Forever og ég held að það verði málið.“ Það er ekki hægt að sleppa sér- fræðingnum án þess að biðja hana að spá hvaða leikari og leikkona hljóti Óskarinn fyrir aðalhlutverk þetta árið. „Ég ætla að skjóta á að Michelle Yeoh taki Óskarinn fyrir Every- thing, Everywhere all at once. Svo held ég að ég taki bara smá áhættu og segi að Austin Butler sé að taka styttuna fyrir Elvis þó að bæði Bill Nighy og Colin Farrell eigi hug minn allan fyrir sinn leik.“ n Horfði alltaf ein á Óskarinn skælandi eða hlæjandi Dröfn hér með raunverulega Óskarsstyttu sem Marketa Irglova hlaut fyrir lagið Falling slowly úr myndinni Once frá árinu 2007. Mynd/aðsend Draumaþjófnum Í Þjóðleikhúsinu var um liðna helgi frumsýndur glænýr fjölskyldusöng- leikur byggður á bók Gunnars Helga- sonar, Draumaþjófurinn. Um er að ræða hugljúfa en harðneskjulega sögu um lífsbaráttu rotta. Já, sögu- hetjur söngleiksins eru rottur: hafn- arrottur, bátarottur, borgarrottur og tilraunarottur. Leikurinn, tónlistin og ekki síst búningarnir og sviðs- myndin halda ungum sem öldnum helteknum í tveggja klukkustunda ævintýri. Stúdentakjallaranum Þar sem fátækir námsmenn eta og drekka er þér sannarlega óhætt á verðbólgutímum. Þar má gæða sér á köldum á krana frá 1.100 krónum og borgara með öllu frá 1.650 krónum. Það er ódýrara en á Aktu taktu og þú færð borð, stól og alvöru borð- búnað. Ekki má gleyma að Kjallarinn er einn fárra staða sem bjóða upp á úrval vegan- og grænmetisborgara og steik með bearnaise undir þrjú þúsund kallinum. n Árið 1983 var ég níu ára grunnskólakrakki sem algjörlega grunlaus um misrétti kynjanna kom dag hvern heim eftir skóla þar sem móðir mín beið mín og bræðra minna. Reyndar fannst mér ákveðið órétt- læti í því að hún væri alltaf heima, þrábað hana um að finna sér vinnu svo ég gæti verið ein heima eins og sumar vinkonur mínar sem höfðu húsið út af fyrir sig eftir hádegi og lykil um hálsinn sem frelsistákn. En það er önnur saga … Níu ára gamla ég hafði ekki hugmynd um það sem var að gerast á einmitt þessum árstíma, en nú á mánu- daginn eru 40 ár frá stofnfundi Kvennalistans. Ég hafði ekki hugmynd um að þó móðir mín glöð hefði viljað, hefði verið erfitt fyrir hana að sækja á vinnu- markaðinn með þrjú börn, enda fengu aðeins átta pró- sent barna í Reykjavík þess tíma heilsdagsvistun. Ég vissi ekki þá, sem ég veit í dag, að hugdjarfar konur sem fengið höfðu nóg, lögðu dag við nótt í nokkrar vikur til að koma saman framboðslista og bjóða fram til Alþingis þetta ár. Kvennalistinn kom þá þremur konum inn í 60 þingmanna hópinn sem áður taldi aðeins þrjár konur. Takk fyrir djörfung ykkar og hug Kvennalista- konur! n Áfram stelpur birnadrofn@frettabladid.is Landsþing hinsegin fólks er haldið um helgina og hófst með aðalfundi Samtakanna ‘78 í Iðnó í gær. Dag- skrá þingsins er afar fjölbreytt og ættu öll að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ólöf Bjarki, formaður Trans Íslands, og Vilhjálmur Ósk, sam- skiptastjóri Samtakanna ‘78, fara til að mynda yfir stöðu trans fólks í heilbrigðiskerfinu, hvaða úrbætur eru á leiðinni og hverjar nýjustu fréttir eru klukkan eitt í dag. Klukkan þrjú er svo erindi um lyfið PrEP en lyfið er forvarnalyf gegn HIV. Fyrst þegar lyfið var tekið í notkun var áætlað að um 60 manns myndu nýta sér það. Sú tala Öll velkomin á landsþing hinsegin fólks Landsþingið hófst með aðal- fundi Samtak- anna ‘78 í gær. fréttablaðið/ ernir hefur margfaldast en farið verður yfir það hver staðan er núna. Í kvöld verður svo dragsýning á Kiki þar sem fram koma Lola Von Heart, Chardonnay Bublée, Milo de Mix og Úlla la Delish ásamt fleiri góðum gestum. Á sunnudaginn standa Samtökin ‘78 í samstarfi við Bíó Paradís fyrir sýningu heimildarmyndinni Wel- come to Chechnya. Myndin fjallar um sjálfboðaliða sem leggja líf sitt í hættu við að koma hinsegin fólki í Tsjetsjeníu undan ofsóknum stjórn- valda í þessu afturhaldssama og lokaða ríki fyrrum Sovétríkjanna. Að myndinni lokinni verður boðið upp á fyrirspurnir til tveggja einstaklinga sem koma fram í henni. n 16 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 11. mARs 2023 lAUgARDAgUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.