Fréttablaðið - 11.03.2023, Side 18

Fréttablaðið - 11.03.2023, Side 18
Kannski útskýrir það að einhverju leyti af hverju ég er svona stórtækur. Einar hefur samið fjöl- mörg lög sem Íslendingar þekkja vel. Hann segir magnaða tilfinningu þegar fólk skemmtir sér og syngur með lögum hans. Fréttablaðið/ Valli Einar Bárðarson fagnar því um þessar mundir að 25 ár eru liðin frá því að hans vin­ sælasta lag, Farin, kom út. Einar ólst upp á Selfossi og segir skilnað foreldra sinna hafa haft meiri áhrif á sig en hann gerði sér grein fyrir. Fyrir nokkrum árum hætti Einar að drekka og nýtur nú lífsins. Ég ólst upp á Selfossi og flutti í rauninni ekki þaðan fyrr en ég varð 24 ára,“ segir þúsundþjalasmiðurinn Einar Bárðarson. „Það var mjög næs að alast þar upp en ég hélt oft að ég væri að missa af voða miklu af því ég bjó ekki í borginni eða New York eða á einhverjum stærri stað,“ segir Einar. Þegar hann var sextán ára fór Einar sem skiptinemi til Banda­ ríkjanna og komst að því að þar væru líka smábæir líkt og Selfoss. „Þá var ég í þorpi sem var rúmlega helmingi minna en Selfoss og það kenndi manni ýmislegt.“ Einar kom heim frá Bandaríkjun­ um og kláraði framhaldsskóla, hann var vinmargur og naut sín vel á Sel­ fossi. Þegar hann var 24 ára ákvað hann að fara aftur til Bandaríkjanna og mennta sig. Hann fór til Arizona í fjögurra ára nám í markaðsfræði. Spurður að því hvernig hann hafi fjármagnað dýrt nám í Bandaríkj­ unum segist Einar meðal annars hafa selt lítið fyrirtæki sem hann átti. „Þegar ég fór sem skiptinemi var ég heppinn að fá að fara í gegn­ um Rótarýklúbbinn. Mamma mín og pabbi tóku á móti skiptinema í staðinn,“ segir hann. „En svo þegar ég fór út í nám var ég ungur maður og átti orðið eitt­ hvert dótarí, ég seldi bílinn minn og litla auglýsingastofu sem ég átti til að geta farið.“ Einar var þarna búinn að stofna sitt fyrsta fyrirtæki og segist aðspurður alltaf hafa verið bæði stórtækur og framtak ssamur. „Amma mín og afi í móðurætt voru frumkvöðlar og atvinnurek­ endur, allir bræður mömmu voru í atvinnurekstri og mamma mín og pabbi líka. Ég leyfi mér að segja að ég er mun áhættusæknari en þetta fólk en ég lærði ungur að vinna og að maður gæti skapað sér tækifæri sjálfur,“ segir hann. Einar byrjaði að selja dagblöð aðeins sjö ára gamall, hann var orð­ inn plötusnúður þegar hann var tólf ára, á unglingsárunum hengdi hann upp plaköt fyrir hinar ýmsu hljóm­ sveitir ásamt því að spila sjálfur í hljómsveit. Hann samdi tónlist og fagnar um þessar mundir 25 ára laga­ höfundarafmæli sínu en aldarfjórð­ ungur er síðan lagið Farin kom út. Hann hefur starfað hjá Hafnar­ fjarðarbæ, Reykjavíkurborg, Kynn­ is ferðum og Votlendissjóði. Hann stofnaði Plokkdaginn, er með sitt eigið hlaðvarp, var dómari í Idol og X­Factor og hefur starfað sem umboðsmaður, hann er af mörgum kallaður umboðsmaður Íslands. Þó að listinn sé langur er hann ekki tæmandi. „Blóðfaðir minn og mamma skildu áður en ég man eftir mér og mamma mín eignaðist svo góðan mann sem gekk mér í föðurstað og hefur reynst mér vel, þar var ég eins og svo oft mjög heppinn. En þegar maður eldist og les meira um skiln­ aðarbörn og alls konar sem tengist þeim þá sér maður að í undirmeð­ vitundinni eru þau að leita að viður­ kenningu,“ segir Einar. „Kannski útskýrir það að ein­ hverju leyti af hverju ég er svona stórtækur og sæki í að gleðja og bæta samfélagið í gegnum umhverf­ ismál og skemmtun. Stundum spyr ég mig: Af hverju fór ég ekki bara í að græða peninga bara fyrir sjálfan mig og nota hæfileikana mína bara í það?“ segir hann. „En þó að ég hafi oft lent í alls konar ævintýrum og vandræðum þá get ég ekki sagt að ég sjái eftir neinu sem ég hef tekið þátt í í gegn­ Réttur maður á réttum stað um tíðina og ég er ekkert endilega viss um að ég væri hamingjusamari ef ég hefði farið einhverja aðra leið í þessu.“ Byrjaði snemma í tónlist Einar hefur alltaf haft mikinn áhuga á tónlist og byrjaði snemma að spila. Sitt fyrsta lagin, Farin, samdi hann fyrir hljómsveitina Skítamóral en bróðir hans spilaði á gítar í hljóm­ sveitinni. Þá var Einar 25 ára. Síðan þá hefur hann samið fjölda annarra laga fyrir Skítamóral, Á móti sól, Nylon og Björgvin Halldórsson, svo dæmi séu tekin. „Mér fannst ekkert mál að gera þetta fyrir Skítamóral. Þar var ég einhvern veginn réttur maður á réttum stað. Svo gerði ég eitthvað fyrir Á móti sól og þá hugsaði ég: Ókei, ég get gert þetta fyrir aðra,“ segir Einar. „En svo þegar Björgvin Halldórs­ son tók lag eftir mig, það var eitt­ hvað allt annað. Þá var ég allt í einu orðinn alvöru lagahöfundur og í hópi með Jóhanni G. Jóhannssyni og Gunnari Þórðar, það er „A­list“ dæmi,“ segir hann. Spurður að því hvernig það hafi komið til að Björgvin Halldórsson söng lag eftir hann segir Einar þá hafa verið saman í veiðiferð. „Við vorum frammi í stofu að drekka vískí langt fram eftir og hlusta á einhver demó, svo nokkrum dögum seinna hringir hann í mig og vildi skoða betur lag sem heitir Ég sé þig, en það er eitt af mínum betri lögum,“ segir hann. „Svo var mjög fyndið þegar hann sagði mér að þetta yrði á plötu sem kæmi út um haustið, safnplötu með hans bestu ballöðum. Ég minnti hann á að þetta lag væri ekki einu sinni komið út. Hann sagði bara: Ég veit það að þetta er þannig lag,“ bætir Einar hlæjandi við. Nylon og Luxor Fyrir nítján árum stofnaði Einar Nylon­f lokkinn. Um var að ræða stúlknaband sem naut mikilla vin­ sælda hér á Íslandi en túraði einn­ ig um Bretland. Klara Elíasdóttir, Alma Guðmundsdóttir, Emilía Óskarsdóttir og Steinunn Camilla Sigurðardóttir skipuðu bandið og ber Einar þeim vel söguna. „Ég var auðvitað að róa í blindni þegar þetta band var sett saman en það var ótrúleg gæfa yfir þessu, þær voru svo duglegar. Það var svo mikill hraði í þessu, þær voru í útlöndum að syngja með Westlife og Girls Aloud og það hefði verið svo ótrú­ lega auðvelt að fara út af sporinu en engin þeirra gerði það,“ segir Einar. Hann segist afar stoltur af þeim öllum, hann sé í mestu sambandi við Klöru og Steinunni. „Mér þykir ótrúlega vænt um þær allar en við Klara náðum einhvern veginn saman. Einhverjir Nylon­aðdáend­ ur héldu meira að segja að ég hefði skírt dóttur mína í höfuðið á henni en það var nú í höfuðið á mömmu Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is 18 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 11. mARs 2023 lAUgARDAgUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.