Fréttablaðið - 11.03.2023, Side 23

Fréttablaðið - 11.03.2023, Side 23
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 11. mars 2023 Það leynast ótrúleg verðmæti í skúffum landsmanna, segir Valur Hólm Sigurgeirsson, þjálfunarstjóri ELKO. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Fáðu eitthvað fyrir ekkert ELKO kaupir gömul raftæki til að gefa þeim nýtt líf og kemur þeim í ábyrga endurvinnslu. ELKO er í samstarfi við Foxway Group í Eistlandi sem endurvinnur hvern einasta smáhlut í tækinu þannig að ekkert fer til spillis. 2 Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is Jenny Ortega er þekktust fyrir að leika Wednesday Addams. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY sandragudrun@frettabladid.is Frést hefur að leikkonan Jenny Ortega sé í samningaviðræðum um að leika í framhaldi af kvik- mynd Tims Burtons, Beetlejuice, sem sló í gegn árið 1988. Sagt er að Jenny eigi í viðræðum um að leika dóttur Lydiu Deetz, persónunnar sem Winona Ryder lék í uppruna- legu kvikmyndinni. Jenny Ortega er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Wednesday Addams í þáttunum Wednesday á Netflix. Bara einn Beetlejuice Líklegt er að Michael Keaton muni snúa aftur sem aðalpersónan, Beetlejuice. Orðrómur um að gera framhald af Beetlejuice kom fyrst upp árið 2013 þegar Michael Keaton staðfesti að hann og Tim Burton væru í viðræðum um fram- haldið. Árið 2014 sagði Tim Burton að það væri bara einn Beetlejuice, Michael Keaton. Eftir að hafa verið í vinnslu hjá Warner Bros í nokkur ár fékk framleiðslufyrirtæki Brads Pitts, Plan B, verkefnið formlega í sínar hendur fyrir ári. Upprunalega myndin fjallar um Deetz-fjölskylduna. Fjölskyldan flytur í hús þar sem Maitlands- hjónin bjuggu áður. Þau létust í bílslysi en draugar þeirra vilja búa áfram í húsinu og fá Beetlejuice í lið með sér til að fæla Deetz-fjöl- skylduna í burtu. n Jenny Ortega í Beetlejuice

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.