Fréttablaðið - 11.03.2023, Page 45

Fréttablaðið - 11.03.2023, Page 45
Konur höfðu verið skrautfjaðrir en voru færðar ofar á lista og við litum á það sem okkar sigur. Kristín Jónsdóttir Kvennalistakonur fyrir utan Hótel Vík: Kristín Ástgeirsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Elísabet Guðbjörnsdóttir, Sigríður Dúna Kristmannsdóttir og Kristín Jónsdóttir sem hér er í spjalli. Þær Kristín, Brynhildur og Sigrún eiga góðar minningar frá upphafstíma Kvennalistans. Fréttablaðið/anton brink Ótrúlega spennandi tímar Á pöllunum var svo hópur kvenna eins útbúnar og mátti sjá borða með merkingunum: Ungfrú brosmild, Ungfrú undirgefin, Ungfrú ljúf, Ung- frú samþykki og fleira. Grjónagrautsmótmælin Árið 1984 gaf þáverandi forsætisráð- herra Steingrímur Hermannsson, þjóðinni það sparnaðarráð að hafa oftar grjónagraut í matinn enda bæði hollur og góður. Þetta var á tímum óðaverð- bólgu og þjóðarsáttar og brugðust Kvennalista- og Kvennaframboðs- konur við með því að hittast fyrir utan Hótel Vík með potta, pönnur og kröfuspjöld. Gengið var að Alþingishúsinu með pottaglamri og slagorðahrópum og í framhaldi að versluninni Víði við Austurstræti þar sem hluti hópsins fór inn og keypti hráefni í ráðherragrautinn. Guðrún Jónsdóttir borgarfull- trúi Kvennaframboðs fór fyrir hópnum og þegar kom að því að borga útskýrði hún kurteislega að hún væri ekki borgunarmanneskja fyrir meira en 2/3 af hráefninu því meðaltekjur kvenna væru aðeins 2/3 af launum karla. Viðbrögðin voru misjöfn meðal viðskiptavina og afgreiðslufólks, f lestir sýndu þessu skilning og tóku jafnvel undir kröfurnar með tilheyrandi hrópum og köllum. Verslunarstjórinn var ekki jafnhrifinn og lét kalla til lög- reglu. Viðskiptavinir skutu svo saman í einn grautarskammt og var gengið aftur að Alþingi þar sem afhenda átti Steingrími hráefnið, hann reyndist vant við látinn en Albert Guðmundsson, þáverandi fjármála- ráðherra tók við skammtinum. Kvennalistarútan Kvennarútan lagði af stað frá Vík- inni í byrjun júní 1983 fagurlega skreytt og þéttskipuð Kvennalista- konum á leið í hringferð um landið til að hvetja konur á landsbyggðinni til að stofna Kvennalista í sínu kjör- dæmi en listinn bauð þá fram í þremur kjördæmum. Bílstjórinn var kona og ásamt Kvennalistakonum var í rútunni ýmis konar söluvarningur til að styrkja framboðið. Kalltæki var með í för og ómuðu baráttusöngvar af plötunni Áfram stelpur þegar ekið var inn í bæina. Sextíu staðir voru heimsóttir og 30 fundir haldnir á mánaðartíma. n Þær Kristín Jónsdóttir, Sigrún Jóns- dóttir og Brynhildur G. Flóvenz komu að stofnun Kvennaframboðs og/eða Kvennalista og settust niður með blaðamanni til að rifja upp magnaða tíma en aðkoma þeirra var misjöfn. Brynhildur segist alltaf hafa haft áhuga á mannréttindum. „Þegar ég var í kringum tvítugt og frekar saklaus, man ég eftir að hafa hugsað að jafnrétti væri eigin- lega náð með minni kynslóð. Svo fór ég að taka meira og meira eftir skekktri mynd og lesa kvennabók- menntir. Ég fór því að kíkja á Rauð- sokkufundi en var feimin við að trana mér fram og fór að sniglast í kringum Víkina þegar Kvenna- framboðið fór fram í Reykjavík. Ég var búsett í Kópavogi og hefði óskað þess að slíkt framboð hefði verið í Kópavogi. Svo sá ég auglýst starf hjá Kvennaframboðinu um mitt ár 1983 sem ég sótti um og fékk.“ Sigrún: „Ég var 23 ára þegar Kvennalistinn byrjaði og var þá nemandi í stjórnmálafræði í HÍ.“ Hún var 15 ára á Lækjartorgi þegar Kvennafrídagurinn var. Hafði það mikil áhrif á hana að upplifa þann baráttuanda sem þar var í lofti. Ljóst var að aðgerða væri þörf. „Mamma var einstæð móðir, verkakona og tók þátt í starfi Félags einstæðra foreldra. Þannig að ég þekkti kjör einstæðra mæðra og láglaunakvenna. Ég tók þátt í und- irbúningsfundum og mætti svo á stofnfund Kvennalistans. Það var mikill innblástur að hitta og kynn- ast öllum þessum öf lugu konum sem þar voru samankomnar. Ég var svo sannfærð og er enn um að Kvennalistinn var það sem þurfti,“ segir hún. Sigrún rifjar upp hvernig það hafi gengið að raða konum á þennan fyrsta framboðslista Kvennalistans þar sem hún sjálf tók sjötta sæti. „Við þekktumst lítið sem ekk- ert innbyrðis svo það var ákveðið ævintýri. Kristín Halldórsdóttir tók fyrsta sætið en hún bjó í London á þessum tíma. Það var hringt í hana um miðja nótt og hún samþykkti.“ Kristín: „Það er svolítið merki- legt að þegar við fórum að leita til kvenna að vera á lista sögðu margar: „Ég skal vera með – en ekki í efstu sætunum.“ Þetta er liðin tíð en okkur tókst þó að fá frábærar konur en það var auðvitað engin með pól- itíska reynslu.“ Eins og fyrr segir var stofnfundur Kvennalistans 13. mars 1983 og skila þurfti framboðslista eigi síðar en 23. apríl. Sigrún: „Það var mjög mikið afrek að ná að stilla upp listum í Reykja- vík, Reykjanesi og Norðurlandi Eystra á 6-7 vikum. Á þessum tíma var enginn gemsi og engar tölvur svo við vorum alltaf að hittast og svo var hringt látlaust. Það var í raun ótrúlegt að við skildum ná þessu.“ Sigrún varð síðar starfskona þing- flokksins með aðsetur í Skólabrú. Sigrún: „Það var eiginlega allt merkilegt við Kvennalistann svo það erfitt að slíta út atriði. Við lögð- um á okkur mikla vinnu en það var alltaf svo mikil gleði að hún varð skemmtileg.“ Kristín segist alltaf hafa haft mik- inn áhuga á jafnréttismálum. „Ég starfaði heilmikið með Rauð- sokkuhreyfingunni. Farið var að ræða að við konur myndum bjóða fram þar sem lítið hafði gerst í jafn- réttismálum þau fjögur ár sem vinstri meirihlutinn hafði verið við völd. Við hringdum í vinkvenn- ahópinn og boðuðum til fundar. Þannig rúllaði þetta af stað.“ Þær eru allar sammála um að þetta hafi verið ótrúlega spenn- andi tímar og baráttuandinn meðal kvennanna gríðarlegur. Umræð- urnar hafi verið einkar gefandi og miklar. Kristín: „Það er mín æðsta háskólagráða, að hafa farið í gegn- um alla þessa hugmyndafræðilegu vinnu þar sem nýjar hugmyndir voru reifaðar, öll mál skoðuð út frá sjónarhóli kvenna og barna og engin hugmynd gagnrýnd.“ Kvennalistakonur voru eins og rifjað hefur verið upp, aðgerða- sinnar og vöktu aðgerðir þeirra oftar en ekki mikla athygli. Ein hugmynd grasrótarinnar var að fara niður að Ægisíðu og heilgrilla karlrembusvín en hún fékk þó ekki hljómgrunn. Kristín: „Það gerist líka þegar fólk er komið inn í svo hefðbundið umhverfi sem Alþingi er, að það skapast ákveðin fjarlægð. Ég man vel eftir því þegar við vorum fyrir utan Alþingi að mótmæla og þing- konurnar voru í glugganum inni á Alþingi. En ástæðan fyrir því að við fórum fram var til að komast inn í kerfið og breyta því, innan frá. Við settum spurningarmerki við allt og spurðum alltaf: „Hvernig kemur það við konur og börn?“ Kristín rifjar upp spurningu frá fjölmiðli á fyrsta blaðamannafundi Kvennaframboðsins á Víkinni. „Hvað ætlið þið að gera í hafnar- málum?“ Við áttum ekki von á þess- ari spurningu. Svarið kom strax: „Reisa girðingu í kringum höfnina svo börnin detti ekki í sjóinn.“ Rifjar hún upp og uppsker hlátur hinna. „Það höfðu nú ekki allir húmor fyrir þessu.“ Brynhildur: „Það var svo gefandi að vera í Víkinni, svo mikil deigla og iðandi hugmyndalíf. Ég hafði verið í ýmis konar félagsstarfi þar sem tveir, þrír hafa sig mest í frammi en þarna var fyrirkomulagið þannig að orðið var látið ganga og allar tjáðu sig um hvert málefni.“ Brynhildur sem er lögfræðingur segir merkilegt að horfa til baka og skoða þau áhrif sem Kvennalistinn hafði þrátt fyrir að vera alltaf í stjórnarandstöðu. „Það er merkilegt, eins og til að mynda á jafnréttislöggjöfina,“ Sigrún: „Við lögðum áherslu á að öll mál væru kvennamál og við tókum þátt í umræðum um öll mál hvort sem það voru sjávarútvegs- mál, umhverfismál eða annað.“ Brynhildur: „Já og vinnumark- aðsmál. Kvennalistinn talaði fyrir skiptingu fæðingarorlofs í kringum 88-9. Þá þótti það algjört hneyksli að ætla að skylda karla í fæðingarorlof.“ Kristín: „Svo var fólk mishrifið af því þegar við töluðum fyrir því að fæðingarorlofsgreiðslur væru í hlutfalli við laun. Eitt stærsta mál Kvennalistans var að leiðrétta laun láglaunakvenna. Í öllum stefnu- skrám framboðanna var hamrað á því. Þar segir meðal annars „að óheimilt verði að greiða laun undir framfærslumörkum.“ Þessi krafa talar beint inn í kjarabaráttu dags- ins í dag. Kvennalistinn lagði fram frumvarp um lögbindingu lág- markslauna 1986. Slík lögbinding var ófrávíkjanlegt skilyrði Kvenna- listans í stjórnarmyndunarviðræð- unum 1987“ Sigrún: „Þingið sem slíkt vissi ekki hvernig ætti að bregðast við svona af li. Við vorum ekki með formann og kerfið ætlaði ekki að skilja það, né fjölmiðlar. Hvernig hrey f ingin ætlaði að komast af með engan formann.“ Kristín: „Við vorum spurðar: „Gleymduð þið að skipa formann?“ segir hún og hlær. Kristín bendir jafnframt á að áhrifin hafi verið víðtæk, aðrir f lokkar hafi farið að raða sínum konum ofar. „Konur höfðu verið skrautfjaðrir en voru færðar ofar á lista og við litum á það sem okkar sigur.“ Halda kvennaþing Eins og fyrr segir fagna Kvennalista- konur nú 40 árum og efna þær til kvennaþings um næstu helgi. Sigrún: „Við ætlum að halda opið kvennaþing 18. mars á Hilton hót- eli þar sem stofnfundurinn var fyrir 40 árum síðan. Þar ætlum við ekki að vera í söguskýringum heldur í nútímanum og fara yfir stöðu kvenna í dag. Það er búið að fjölga konum víða, í pólitík og áhrifastöð- um en það er eins og karlaveldið passi enn upp á ákveðna þræði. Við viljum taka umræðuna og hlusta eftir sjónarmiðum og við sjáum til hvað gerist.“ Að lokum er ekki annað hægt þegar setið með slíkum frum- kvöðlum í femínískri baráttu en að spyrja þær út í þeirra sjónarmið þegar kemur að nýjustu bylting- unni, kenndri við MeToo. Brynhildur: „Mér finnst hún stórkostleg! Stærsta bylting sem hefur orðið frá því Kvennalistinn kom til sögunnar.“ Sigrún: „Já, ég er sammála.“ Kristín: „Algjörlega magnað.“ Brynhildur: „Þetta var það skref sem var svo nauðsynlegt að taka.“ Sigrún: „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim konum sem hafa stigið fram.“ Brynhildur: „Ég verð að nefna Öfga, þær stelpur sem hafa orðið fyrir svo miklu mótlæti en láta það ekki á sig fá.“ Myndir og heimildir í þessa grein eru fengnar af vefsíðunni kvenna- listinn.is n Fréttablaðið helgin 2511. mars 2023 lAUgARDAgUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.