Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.03.2023, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 11.03.2023, Qupperneq 60
Fréttir vikunnar | Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar „Rauði þráðurinn í fréttum vikunnar eru sýnidæmi um það hvernig fólk með völd og forréttindi fer með þau völd þegar þau eru gagnrýnd. Elon fer í persónuárásir gegn Har- aldi, forsvarsfólk Íslensku óperunnar kveikir ekki á neinu og Steinunn Birna Ragnars segir að Ameríkanar séu þeir sem komi illa út úr þessu Madama Butterfly-braski, sem er ótrúlega naívt. Ríkið neitar að taka við fyrir- spurnum um Lindarhvol og Jón Gunnarsson reynir að gaslýsa fólk til að halda að tuttugu milljón króna velta úr líkkistusölubissness séu bara smápeningar og þetta skipti ekki máli af því að þetta er bissness kon- unnar hans, eins og hún sé að selja kerti á Etzy. Þetta er eitthvað miklu stærra og miklu meiri hagsmunir í húfi. Svo var alþjóðlegur bar- áttudagur kvenna og ég hlustaði á ræðu Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur sem minntist á að við konur í forréttindastöðu, sem ég er, verðum að passa okkur að festast ekki í þessari karllægu gildru valdafólks, sem er að vera sjálfmiðuð. Valdastöður verða alltaf að snúast um að bæta samfélagið en ekki hvað við sjálf fáum út úr þeim.“ n Vikan sýni hvernig valdafólk bregst við gagnrýni Valdastöður verða alltaf að snúast um að bæta samfélagið Inga Auðbjörg K. Straumland, for- maður Siðmenntar 433.is MÁNUDAGA KL. 20.00 Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, fer yfir það helsta í fótboltaheiminum. Hann fær til sín áhugaverða viðmælendur og helstu sparksérfræðinga landsins sem gera upp mál málanna. Íslenskir Eurovision-aðdá- endur í FÁSES ætla að koma saman á Ölveri um helgina til að fylgjast með úrslitum í Melodifestivalen, sænsku undankeppninni í Eurovisi- on. Halla Ingvarsdóttir, gjald- keri FÁSES, ætlar í sérferð frá Akureyri til Reykjavíkur til að vera viðstödd gleðina. odduraevar@frettabladid.is „Þeir eru náttúrulega sérfræðingar í þessu,“ segir Halla Ingvarsdóttir, gjaldkeri FÁSES, Félags íslensks Eurovision-áhugafólks, um Sví- ana. FÁSES ætlar að hittast á Ölveri í kvöld klukkan 19.00 og fylgjast með keppninni í teiti sem öllum er boðið í. Halla býr á Akureyri og ætlar að bruna í borgina til að vera með. „Þetta er auðvitað vinsælla en Eurovision hérna í Svíþjóð og búið að vera það lengi. Svíarnir eru nátt- úrulega fyrirmynd annarra þjóða í þessu,“ segir Halla hlæjandi en hún hefur fylgst af athygli með keppninni hingað til. Svíarnir hafa ekki haldið eitt undanúrslitakvöld, ekki tvö heldur fimm og eðli máls- ins samkvæmt ætti að vera mikil spenna í loftinu. Veðbankar eru þess hins vegar fullvissir um að hin reynslumikla Loreen muni koma, sjá og sigra með lagi sínu Tattoo, ekki bara Melodi- festivalen í kvöld heldur Eurovision í maí. „Ég talaði við vinkonu mína sem býr í Svíþjóð og þetta virðist vera stemningin, það virðist vera svo gott sem öruggt að hún muni taka þetta. Það getur samt alltaf eitt- hvað óvænt gerst,“ segir Halla og bætir því við að hennar uppáhalds lög séu þau sem spáð er 2. og 3. sæti í keppninni í ár. „Það eru norsku tvíburarnir þeir Marcus og Martinus með lagið Air sem eiga hug minn allan og líka lagið Six Feet Under,“ segir Halla og bætir því við að Tattoo sé nú þrátt fyrir allt ekkert Euphoria. „En það er nú bara smekksatriði. Euphoria er náttúrulega fyrir löngu orðið að goðsagnakenndu Eurovisi- on-lagi og það má segja að Svíarnir hafi þar búið til hið fullkomna Euro- vision-lag.“ Tólf lög fara á svið í Melodifestiva- len í kvöld, en til samanburðar voru einungis fimm lög f lutt í Söngva- keppninni. Spurð hvort þetta verði Horfa á Svía rúlla upp tólf lögum á tveimur tímum Veðbankar spá því að Loreen muni bera sigur úr býtum í kvöld og svo í Eurovision í maí. Mynd/SVT þá ekki löng dagskrá hjá Svíunum, segir Halla: „Nei, nei, nei, Svíarnir eru ekki lengi að þessu, þeir klára þetta ein- faldlega bara á tveimur tímum,“ segir Halla hlæjandi. „Okkur fer alveg fram en við erum ekki búin að ná Svíunum í þessu.“ Halla bætir því við að nýju að það verði stuð og stemning á Ölveri í kvöld og allir velkomnir í teitið sem hefst klukkan 19.00. „Eftir helgi ættu öll lög í Eurovision svo að vera klár og þá má loksins fara að setjast niður og raunverulega spá og spekúl- era í þessu, hvernig þetta gæti farið,“ segir Halla og bætir því við að það sé of snemmt að fullyrða nokkuð um sænskan sigur. „Svíarnir eru oftast í topp þremur í veðbönkunum, svo þetta er kannski ekkert nýtt í ár.“ n Halla lofar stuði og stemningu á Ölveri í kvöld, enda kemur hún alla leið frá Akureyri til að vera með á há- tíðinni. Mynd/AðSend 40 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 11. mARS 2023 lAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.