Fréttablaðið - 11.03.2023, Page 64
frettabladid.is
550 5000
RitstjóRn
ritstjorn@frettabladid.is
AuglýsingAdeild
auglysingar@frettabladid.is
PRentun & dReifing
Torg ehf.
2022 - 2025
Óttars
Guðmundssonar
bakþankar |
Ég fagna umræðu um íslenskan her.
Tímabært er að Íslendingar vopnist
á nýjan leik. Á Sturlungaöld riðu
íslenskir bændaherir langan veg til
að berjast. Frásagnir um Örlygs-
staðabardaga, Flóabardaga og
Haugsnesbardaga lýsa sem „leiftur
á nótt“ inn í myrka og viðburða-
snauða tilvist þjóðarinnar. Þessar
orrustur og herleiðangrar eru
glæstustu stundir Íslandssögunnar.
Þegar þjóðin gekk Noregs-
konungi á hönd 1262 hurfu þessir
bændaherir inn í tómið. Glæsileik-
inn vék fyrir niðurlægingu undir
stjórn norskra og danskra emb-
ættismanna. Landsmenn hokruðu
vopnlausir við illan kost, börðu
lóminn og sættu sig við kúgunina.
Nú er mál að snúa blaði. Stofna
íslenskan her sem fer um landið á
hertrukkum og skriðdrekum.
Hervæðing og vopnaframleiðsla
hleypir lífi í efnahagslíf þjóða.
Velsæld og tækniveldi Svía byggir
á vopnaframleiðslu og vopnasölu
til stríðandi fylkinga. Ísland gæti
haslað sér völl í drónaflugi, tölvu-
og stjörnustríðum svo að tölvu-
fíklar landsins gætu loksins fengið
vinnu. Fjölmargir sérfræðingar í
stríðsrekstri sem hafa verið álits-
gjafar í Úkraínustríðinu fengju allir
starf við þennan nýja her. Hernað-
armannvirki gætu risið um allt land
til blessunar fyrir byggðajafnvægi.
Herflugvöllur yrði í hverjum firði.
yfirherstjórnin staðsett á Raufar-
höfn vegna byggðasjónarmiða.
Íslendingar gætu brotið undir
sig lönd sem áður tilheyrðu okkur
eins og Grænland, Færeyjar og
Nýfundnaland. Með hervaldi
mætti stofna íslenskt stór-efna-
hagssvæði og stórauka sölu á
rafmagni, lopapeysum og minja-
gripum. Markaður fyrir íslenskar
bækur, menningarvita og kvik-
myndir mundi stækka til muna.
Íslenskur her er söguleg nauðsyn. n
Íslenskur her
©
Inter IKEA System
s B.V. 2023
Verslun opin 11-20 alla daga ̵ IKEA.is
KVITTERA kökustandur
2.990,-
SELSVIKEN hurðir
B60�H64 cm
5.950,-/stk.
BLÅSVERK borðlampi
2.790,-
Halló fallegt
veisluborð!
Sparaðu
tíma
og gerðu
einfaldari
innkaup á
netto.is
Fartölvur frá 39.990
NÝJAR VÖRUR OG TILBOÐ
MAGNAÐUR
MARS