Fréttablaðið - 16.03.2023, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.03.2023, Blaðsíða 8
Það verður þjóðþrifa- mál að fá þessa nýju Þjóðarhöll í gagnið. Höllin er liður í nýrri og metn- aðarfullri afreks- íþrótta- stefnu stjórn- valda. Allt að 19 þúsund fermetra stórhýsi rís á næstu árum sunnan gömlu Laugardalshall- arinnar þar sem boðið verður upp á aðstöðu á heimsmæli- kvarða fyrir æfingar, kapp- leiki, tónleika og sýningahald. Fjárfesting til framtíðar, segir formaður framkvæmda- nefndar. Ný Þjóðarhöll landsmanna verður reist í hallanum sunnan við gömlu Laugardalshöllina og mun ekki aðeins gerbreyta aðstöðu íþrótta- fólks og afreksmanna heldur verða ímynd keppnisíþrótta hér á landi um ókomin ár. Þetta segir Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndar Þjóðarhallarinnar, en nú í vikunni á samþykki fyrir byggingarreitnum að liggja fyrir af hálfu borgarinnar. Mannvirkið mun teygja sig upp að Suðurlandsbraut þar sem aðalinn- gang þess verður að finna, og tengist þar fyrirhugaðri Borgarlínu. „Það verður þjóðþrifamál að fá þessa nýju Þjóðarhöll í gagnið, en þar með uppfylla landsmenn allar kröfur alþjóðasambandanna um aðbúnað og keppnisaðstöðu,“ segir Gunnar og talar um mikla lyftistöng fyrir íþróttastarfið í landinu, svo og atvinnulíf og menningu. Góður gangur í viðræðum Hann segir að næsta skref verði að útbúa forvalsgögn fyrir þau teymi sem munu keppa um hönnun húss- ins, en sá verkþáttur verði boðinn út á Evrópska efnahagssvæðinu svo sem reglur kveði á um. „Sú vinna fer af stað á næstu tveimur eða þremur vikum – og eftir það kemst alvöru gangur í verkefnið,“ segir Gunnar. Þá liggi á að klára deiliskipulagið fyrir svæðið, ásamt því að ljúka end- anlegum samningum á milli ríkisins og Reykjavíkurborgar um rekstrar- tilhögun hallarinnar, en reiknað er með að hallirnar þrjár á torfunni verði á hendi sömu stjórnenda í sam- legðarskyni. „Það er góður gangur í þeim við- ræðum,“ segir Gunnar og kveðst greina mikinn metnað af beggja hálfu. „Það er hugur í mönnum og augljóst að það á að vanda til verka,“ bætir hann við. Kostnaður er áætlaður 15 millj- arðar króna, en inni í þeirri tölu eru stofnkostnaður, gatnagerðargjöld og virðisaukaskattur svo sjálfur fram- kvæmdakostnaðurinn liggur nær 10 milljörðum króna. Vígð haustið 2025 Stefnt er að því að ný Þjóðarhöll landsmanna verði vígð á haustmán- uðum 2025, svo það er aðeins hálft þriðja ár til stefnu. „Mörgum finnst þetta æði bratt,“ segir Gunnar en er vongóður um að þessi tímaáætlun muni standast. „En ef ekkert óvænt kemur fyrir á planið að ganga upp,“ bætir hann við. Hann segir stefnt að því að taka fyrstu skóf lustunguna að nýrri Þjóðarhöll í febrúar á næsta ári – og eftir það fari vegfarendur að sjá mannvirkið taka á sig mynd. Fyrirmyndin er sótt til Þránd- heims í Noregi, en þar er um fjöl- notahús að ræða, og mikla bygg- ingu sem reynst hefur vel í rekstri. „Í því tilviki er hægt að skipta salnum niður í fjóra velli, milli þess sem alrýmið nýtist til fulls með því að Ný Þjóðarhöll á að vera tilbúin eftir rúm tvö ár Tölur nýju hallarinnar Allt að 19 þúsund fermetrar Áhorfendur á kappleikjum: 8.600 Áhorfendur á tónleikum: 12.000 Áætlaður kostnaður: 15 milljarðar* Fyrirhuguð vígsla: Haustið 2025 *með stofnkostnaði, gatna- gerðargjöldum og virðisauka- skatti Fyrirmyndin að nýju Þjóðarhöll- inni í Laugar- dal er sótt til þessarar hallar í Þrándheimi í Noregi sem reynst hefur heimamönnum vel. MYND/AÐSEND Gunnar Einars- son, formaður framkvæmda- nefndar, á fyrirhuguðum byggingarstað Þjóðarhallarinn- ar í Laugardal. Hann segir að með smíði og rekstri hennar verði til ný við- mið á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Teikningin sýnir staðsetningu nýja hallarinnar sunnan þeirrar gömlu. FRÉTTASKÝRING draga alla áhorfendapallana inn til hliðanna á öllum gólffletinum,“ útskýrir Gunnar. Fjölnota stórhýsi Nýja Þjóðarhöllin verður stórvirki, allt upp undir 19 þúsund fermetrar að stærð, meira en tvöfalt meiri að rúmfleti en gamla Laugardalshöllin sem er níu þúsund fermetrar að innanmáli. Að sögn Gunnars verður fylgt mun strangari kröfum við alla hönnun, útlit, innanstokksmuni og tækjabúnað í nýja stórhýsinu en þekkst hefur til þessa á Íslandi, enda er gert ráð fyrir að það geti líka nýst sem menningar- og sýningarhöll til viðbótar við íþróttaæfingar og keppnishald. „Höllin verður nátengd þeim húsum sem fyrir eru, gömlu höll- inni og frjálsíþróttahúsinu,“ segir Gunnar og fyrir vikið verði mögu- leikar á sýningarhaldi langtum umfangsmeiri en áður. En sköpulag nýja hússins og tæknilausnir þess muni líka bjóða upp á aðstöðu til fjölmennari tón- leika innanhúss en áður hefur verið fært hér á landi, með allt að tólf þúsund gesti á einum og sama atburðinum. Nýja höllin tekur líka við miklum mun fleiri gestum á kappleikjum, líklega 8.600 áhorfendum sem er meira en tvöfalt f leiri gestir en gamla höllin hýsir. Ný viðmið á íslandi Gunnar segir að með smíði og rekstri nýju Þjóðarhallarinnar verði til ný viðmið á Íslandi. „Höllin er liður í nýrri og metnaðarfullri afreksíþróttastefnu stjórnvalda,“ segir hann. „Þau líta svo á að höllin skipti máli fyrir þjóðarímyndina, muni leiða til enn frekari áhuga ungs fólks á íþróttum og keppni – og meiri útbreiðslu alls íþróttastarfs í landinu.“ Gunnar segir þetta einkar brýnt og nauðsynlegt fyrir framtíð þjóðar- innar. „Það er þjóðþrifamál að fjölga ungu fólki í íþróttum. Þar lærir það aga og markmiðasetningu. Fyrir vikið skilar það sér út í atvinnulífið með glæsibrag.“ Og hann bætir við, fullur sann- færingar: „Æ betri aðstaða fyrir okkar íþróttafólk er fjárfesting þjóðarinnar til framtíðar. Hæfi- leikaríkt íþróttafólk verður á end- anum að þeim fyrirmyndum sem samfélagið þarfnast,“ segir Gunnar Einarsson. n Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is 8 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 16. MARS 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.