Fréttablaðið - 16.03.2023, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.03.2023, Blaðsíða 32
Þetta er orðið allt öðruvísi. Þá var allt unnið í hönd- unum og lagað um nótt- ina það sem bakað var. Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . MERKISATBURÐIR | ÞETTA GERÐIST | | 16. MARS 1942 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Kjartan Páll Kjartansson lést á hjúkrunarheimilinu Mörk, miðvikudaginn 8. mars. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 20. mars kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Gerður Harpa Kjartansdóttir Gunnar Sigurðsson Auður Freyja Kjartansdóttir Benedikt Árnason Sólveig Guðfinna Kjartansdóttir Arnar Már Hrafnkelsson og barnabörn Annabella og Geiri fyrir miðju ásamt dætrum sínum, Sóleyju, Rakel og Sigríði, í góðu yfirlæti árið 2006. MYND/AÐSEND Hjónin Geiri og Annabella segja sátt skilið við rekstur Geirabak- arís í Borgarnesi í dag. arnartomas@frettabladid.is Það verður ljúfsár stemning í Geirabak- arí í Borgarnesi í dag þegar þau Sigurgeir Erlendsson, betur þekktur sem Geiri, og Annabella Albertsdóttir, kona hans, segja skilið við reksturinn eftir 35 ár. Geiri var önnum kafinn við að græja skúffukökur þegar Fréttablaðið náði af honum tali en gaf sér tíma í stutt spjall. „Ég er bara á síðustu metrunum. Þetta er búinn að vera ágætis tími,“ segir Geiri sem skilur sáttur við reksturinn. „Það er flottur strákur sem hefur verið hjá mér í mörg ár sem tekur við þessu. Hann þekkir þetta allt og veit allt. Þetta er eins gott og getur verið.“ Geiri þarf að hugsa sig um aðspurður um hvert vinsælasta bakkelsið hafi verið á þessum tíma. „Ástarpungarnir hafa auðvitað verið rosalega vinsælir og svo líka súkkulaði- snúðarnir,“ svarar hann. „Þegar útlend- ingarnir koma og stelpurnar segja þeim að þetta séu „love balls“ þá kippist fólkið við. Það er mikið af íslensku bakkelsi sem fólk hefur aldrei séð áður.“ Breyttur bakstur Geiri tekur undir með að bakarísmenn- ing Íslendinga hafi breyst til muna frá því að hann hóf störf, sextán ára gamall á Siglufirði. „Þetta er orðið allt öðru vísi. Þá var allt unnið í höndunum og lagað um nóttina það sem bakað var,“ segir hann. „Núna eru menn komnir með það góða frysta að það er hægt að geyma þetta í vikur eða mánuði í klefanum óbakað.“ Fastakúnnarnir í Geirabakarí eru búnir að vera duglegir að láta sjá sig í vik- unni til að kveðja hjónin fyrir starfslok. „Maður er auðvitað búinn að vera svo lengi hérna,“ segir hann og hvetur fólk til að kíkja í kveðjuboð í bakaríinu í dag. „Við verðum með opið hús, tertu, kaffi og svona til að kveðja fólkið sem hefur stutt okkur í þessi ár.“ Bakkelsi á olíutönkunum En hvað var það við baksturinn sem dró Geira í þennan geira á Siglufirði fyrir öllum þessum árum? „Það var nú bara svo góð lykt alltaf þegar maður gekk fram hjá bakaríinu,“ svarar hann og hlær, enda eru ekki allir vinnustaðir sem lykta jafnvel og bakarí- in. „Maður fór í skólann á morgnana og fann alltaf lyktina. Þegar maður var enn yngri þá man ég eftir að við sátum upp á olíutönkunum við bakarísgluggana og þeir gáfu okkur alltaf nammibrauð.“ Geiri er tregur við að rifja upp sér- kennilegar uppákomur í sögu bakarísins svona rétt áður en hann hættir. „Hvað heldurðu að ég muni það? Það var nú reyndar einu sinni einhver hátíð á Hvanneyri þar sem ég veit ekki hvað hún var löng tertan sem við gerðum en það var svolítið sérstakt.“ Tími fyrir tómstundir Nú þegar bakkelsið er ekki að þvælast fyrir hjónunum ætti að gefast meiri tími fyrir önnur áhugamál. „Ég fer kannski að spila meira golf en ég hef gert og svo hef ég bát sem ég get siglt á. Mér finnst líka gaman að djöflast á fjórhjólum og veiða,“ segir hann. „Svo á konan sumarbústað og það þarf að bera á hann. Ég hef ekki neinar áhyggjur af þessu!“ Kveðjuboðið í dag stendur yfir milli klukkan 15.30 og 17.30. n Ilmurinn var svo lokkandi Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Anna S. Snæbjörnsdóttir Mörkinni, Suðurlandsbraut 70A, sem lést föstudaginn 3. mars, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 20. mars kl. 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar er bent á Hringinn. Kristján Birgir Kristjánsson Rúrik L. Birgisson Guðríður Hjaltadóttir barnabörn og barnabarnabörn Sigurþór Kristjánsson, Viðar Héðinsson, Albert Þorkelsson og Geiri árið 1995. 1690 Loðvík XIV. sendir hersveitir til Írlands. 1972 Gústav III. Svíakonungur verður fyrir byssukúlu á grímuballi í sænsku óperunni. Hann deyr af sárum sínum tæpum tveim vikum síðar. 1815 Willem I. lýstur konungur Niðurlanda. 1830 Lundúnalögreglan Scotland Yard endurskipulögð. Nafnið er dregið af heiti götunnar sem höfuð- stöðvar lögreglunnar stóðu við. Það festist svo við embættið. 1836 Stjórnarskrá Texas samþykkt. Í henni var ákvæði sem heimilaði þrælahald. 1912 Pat Nixon fæðist. Hún lést árið 1993, 81 árs að aldri. 1939 Þjóðverjar ráðast inn í Tékkóslóvakíu. 1948 Billie Holiday, söngkona, sleppt úr fangelsi vegna góðrar hegðunar. Hún hafði hlotið dóm fyrir vörslu fíkniefna. 1959 Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og núverandi aðalframkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, fæðist. 1964 Lyndon B. Johnson leggur fyrir Bandaríkjaþing að samþykkja frumvarp sem beint er gegn fátækt. 1968 Robert F. Kennedy tilkynnir að hann hefji kosninga- baráttu til embættis forseta Bandaríkjanna. 1976 Harold Wilson, forsætisráðherra Breta, segir af sér. 1978 Soyus 26 snýr til jarðar á ný. 1998 Jóhannes Páll páfi II. biður um fyrirgefningu Guðs vegna aðgerðaleysis og þagnar rómversk-kaþólskra um Helförina. 2012 George Clooney er ásamt fleirum handtekinn fyrir borgaralega óhlýðni. Þau höfðu safnast saman fyrir utan súdanska sendiráðið í Washington. Fréttaritari Alþýðublaðsins greindi frá því í blaðinu þann 18. mars að til alvar- legra átaka hefði komið á Siglufirði. Þar hefðu breskir setuliðsmenn og Íslend- ingar slegist á götum bæjarins „með hnefunum“ eins og það var orðað. Tildrögin að slagsmálunum segir þar að hafi verið orðaskak milli Íslendings og Breta á billjarðstofu á Siglufirði. „Fóru báðir út úr stofunni og stað- næmdust í snjóskafli, sem er skammt frá húsi Kaupfélags Siglfirðinga, en þar höfðu margir unglingar á aldrinum 12-16 ára safnast saman,“ segir í frétt Alþýðublaðsins. Þar á eftir mun sá breski hafa reynt að slá til þess íslenska sem beygði sig svo að höggið lenti ekki. Eftir nokkur átök komu tugir hermanna niður aðal- götu bæjarins og segir fréttaritari þá hafa látið ófriðlega. Þeir hafi ráðist á vegfarendur og látið höggin dynja á þeim sem þeir náðu til. Siglfirðingarnir börðust til baka og segir að þar hafi lent í „algerum og mjög fjölmennum bardaga“ þar sem margir hermenn sem og Íslendingar voru barðir niður. Einn Íslendingurinn meiddist mikið og var fluttur til læknis. Málið var kært en Siglfirðingar voru skiljanlega reiðir yfir hátterni hermann- anna. n Siglfirðingar og breskir hermenn takast á Siglfirðingar voru skiljanlega reiðir yfir hátterni bresku setuliðsmannanna. Faðir okkar, Jóhannes Nordal fyrrverandi seðlabankastjóri, andaðist í Reykjavík sunnudaginn 5. mars. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni þann 17. mars 2023 klukkan 16. Bera, Sigurður, Guðrún, Salvör og Marta 16 TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 16. MARS 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.