Fréttablaðið - 16.03.2023, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 16.03.2023, Blaðsíða 17
KYNN INGARBLAÐ Kynningar: OsteoStrong, Breiðu bökin, Saga Natura, Mulier.FIMMTUDAGUR 16. mars 2023 Heilsurækt Pálína Pálsdóttir hefur heiðarleikann að leiðarljósi og þykir skemmtilegast að miðla þekkingu sinni um heilbrigði til almennings. Hér er hún með son sinn Hendrik í fanginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ástfangin af spegilmynd sinni og líkama Lífsstílsleiðbeinandinn Pálína Pálsdóttir er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins þegar kemur að heilsurækt. Hún er sögð koma með sólina inn í lífið og stefnir að því að gera Ísland að hamingjusamasta landi í heimi. thordisg@frettabladid.is „Ég er afar ástfangin af spegilmynd minni fyrir utan að mér finnst ég vera aðeins of grönn. Eftir að ég breytti mataræði mínu og lífsstíl er ég varla með neinar bólgur. Ég dýrka að horfa á líkama minn og vita að hann er hamingjusamur og flæðið gott. Bólguástand skiptir svo miklu máli fyrir líkamlega heilsu, og ég hef ekki orðið veik síðan ég fékk Covid fyrir hálfu öðru ári, fyrir utan svæsna gubbu- pest um daginn.“ Þetta segir lífsstílsleiðbein- andinn Pálína Pálsdóttir, spurð hvernig henni lítist á spegilmynd sína og líkamsform. Pálína er með góðan boðskap til þjóðarinnar. „Þó svo að margir væru til í að gleyma því að Covid hafi nokk- urn tímann átt sér stað er það því miður ekki raunin. Í Covid staðnaði þjóðfélagið í heild sinni og einnig líkamar okkar. Mörg okkar fengu ekki að vinna, nánast enginn fékk að fara í líkamsrækt né sund, og öll skipulögð hreyfing var lögð niður. Flæðið stopp- aði því ekki bara í samfélaginu heldur einnig í líkömum þjóðar- innar. Ef við erum ekki með f læði í líkamanum nær blóðið ekki að f lytja súrefni til margra líffæra og vefja sem gerir að verkum að við verðum þreyttari og nennum minna. Sogæðavökvinn leikur ekki heldur lausum hala um líkamann og getur ekki hreinsað út rusl sem byggist upp í líkama okkar við niðurbrot og efni sem við innbyrðum í gegnum mat og f leira. Gott blóðflæði og gott sogæðaflæði er undirstaða lífs og til að geta komið í veg fyrir alls kyns lífsstílssjúkdóma er mikil- vægt að sinna þessum þáttum vel. Ofan á þessa stöðnun herjaði svo vírusinn á ónæmiskerfið sem vann hörðum höndum við að endurheimta heilsuna,“ greinir Pálína frá. Hún segir þjóðina enn vera að hlúa að sárum Covid. „Heilbrigðiskerfið nær ekki að halda jafnvel utan um okkur og við þurfum á að halda og jafn- vel þótt gert væri grín að því í Áramóta skaupinu er það því miður staðreynd. Við þurfum því að vera duglegri að axla ábyrgð á eigin heilsu og mikilvægt að fræðast um hvað sé gott að borða og hvað ekki til að lifa sem heilsu- samlegast. Til dæmis hefur verið sýnt fram á að unnar matvörur, og ekki síst unnar matarolíur, geta verið afar skaðlegar fyrir heilsuna, valdið bólgum í líkamanum sem svo minnka f læði og þar með getu ónæmiskerfisins til að ráðast á veikindi sem koma inn fyrir varnir líkamans.“ 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.